Handbolti

„Við drápum leikinn með fyrstu bylgju hraðaupphlaupum“

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Hrannar, þjálfari Stjörunnar var sáttur í leikslok
Hrannar, þjálfari Stjörunnar var sáttur í leikslok Vísir: Diego

Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörunnar, var sáttur með frammistöðu sinna kvenna er þær unnu fimm marka sigur 36-31 á Haukum í Olís-deild kvenna í kvöld. Stjarnan náði forystu strax á fyrstu mínútum leiksins og hélt henni til leiksloka. 

„Í fyrri hálfleik áttum við að vera fleiri mörkum yfir. Sóknarleikurinn gekk mjög vel í fyrri hálfleik og við fengum aragrúu af dauðafærum sem að við nýttum ekki. Varnarleikurinn gekk mjög vel í fyrri hálfleik, fengum aðeins á okkur markasyrpu. Kæruleysisleg mörk í lok fyrri hálfleiks úr seinni bylgju þar sem að við vorum ekki klárar eða byrjaðar að slaka á,“ sagði Hrannar í leikslok. 

„Í seinni hálfleik byrjum við frábærlega og settum línurnar. Ég held að þær hafi verið búnar að skora fjórtán mörk eftir 40 mínútur sem var frábært. Það er gott hvernig við náðum að rúlla hópnum, allir fengu að spila og þetta var flottur sigur.“

Stjarnan leiddi með fjórum mörkum 16-12 í hálfleik en byrjuðu seinni hálfleikinn frábærlega og komu sér í tíu marka forystu á fyrstu tíu mínútunum. 

„Við fórum með fjögurra marka forystu inn í hálfleikinn. Við fórum náttúrulega í 6-0 í seinni hálfleik sem að gekk vel. Daria komst í gang og þegar við náum vörninni þá fáum við þessu fyrstu bylgju hraðaupphlaup. Við drápum leikinn með fyrstu bylgju hraðaupphlaupum sem var frábært.“

Hrannar segir að það sé ekki í boði að slaka á og stelpurnar þurfi að mæta vel stemmdar í leiki. 

„Við vitum það alveg að það er stutt í drulluna ef að við ætlum að fara slaka eitthvað á. Það skiptir engu máli hverjum við mætum ef við erum ekki 110% þá verður þetta drulla og steypa. Við verðum að vera þvílíkt fókuseruð og höfum ekki efni á að fara með neitt vanmat í leiki.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×