Veðurstofan nýjasta fórnarlamb eftirherma á Twitter Árni Sæberg skrifar 12. nóvember 2022 20:16 Árni Snorrason er forstjóri Veðurstofu Íslands. Vísir/Vilhelm Veðurstofa Íslands biðlar til eftirhermu að hætta að nota nafn, merki og myndnotkun stofnunarinnar á Twitter. Veðurstofan tísti beiðni sinni fyrr í dag. Þar segir að starfsmenn Veðurstofunnar hafi ekkert á móti því að fólk tísti um veður, en það sé verra að gera slíkt undir fölsku flaggi. Við @Vedurstofan biðjum vinsamlegast um að @vedurisl breyti nafni, merki og myndnotkun reikningsins. Höfum ekkert á móti áhugsömu fólki sem vill tísta um veður, en ekki að það sé gert í okkar nafni og undir fölsku flaggi. pic.twitter.com/LKkHWpVf6r— Veðurstofa Íslands / Icelandic Met Office (@Vedurstofan) November 12, 2022 Nokkrar klukkustundir eru síðan Veðurstofan tísti en enn er aðgangar hermikrákunnar óbreyttur. Einungis tvisvar hefur verið tíst með aðgangi hermikrákunnar. Í öðru tístinu lofar hún upp í ermina á sér í skiptum fyrir velþóknun netverja. 100 like og jólin verða hvít— Veðurstofa Íslands (@vedurisl) November 12, 2022 Ekki alvarlegar afleiðingar miðað við atburði síðustu daga Nokkuð hefur verið um það að fólk komi fram undir fölsku flaggi á Twitter eftir að breytingar voru gerðar á samfélagsmiðlinum. Nú getur hver sem er greitt fyrir að fá blátt hak við hlið nafns síns, sem gefur til kynna að um hinn rétta aðila sé að ræða. Þess má þó geta að hvorki Veðurstofan né hermikrákan er með slíkt blátt hak á Twitter. Vísir greindi frá því að förnarlömb slíkra hermikráka væru meðal annarra páfinn, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, George W. Bush og lyfjafyrirtækið Eli Lilly & Co. Lyfjafyrirtækið lenti í því óláni að gerviprófíll tilkynnti að insúlín væri orðið frítt. Í kjölfarið féll virði hlutabréfa fyrirtækisins svo um munaði. Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Veðurstofan tísti beiðni sinni fyrr í dag. Þar segir að starfsmenn Veðurstofunnar hafi ekkert á móti því að fólk tísti um veður, en það sé verra að gera slíkt undir fölsku flaggi. Við @Vedurstofan biðjum vinsamlegast um að @vedurisl breyti nafni, merki og myndnotkun reikningsins. Höfum ekkert á móti áhugsömu fólki sem vill tísta um veður, en ekki að það sé gert í okkar nafni og undir fölsku flaggi. pic.twitter.com/LKkHWpVf6r— Veðurstofa Íslands / Icelandic Met Office (@Vedurstofan) November 12, 2022 Nokkrar klukkustundir eru síðan Veðurstofan tísti en enn er aðgangar hermikrákunnar óbreyttur. Einungis tvisvar hefur verið tíst með aðgangi hermikrákunnar. Í öðru tístinu lofar hún upp í ermina á sér í skiptum fyrir velþóknun netverja. 100 like og jólin verða hvít— Veðurstofa Íslands (@vedurisl) November 12, 2022 Ekki alvarlegar afleiðingar miðað við atburði síðustu daga Nokkuð hefur verið um það að fólk komi fram undir fölsku flaggi á Twitter eftir að breytingar voru gerðar á samfélagsmiðlinum. Nú getur hver sem er greitt fyrir að fá blátt hak við hlið nafns síns, sem gefur til kynna að um hinn rétta aðila sé að ræða. Þess má þó geta að hvorki Veðurstofan né hermikrákan er með slíkt blátt hak á Twitter. Vísir greindi frá því að förnarlömb slíkra hermikráka væru meðal annarra páfinn, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, George W. Bush og lyfjafyrirtækið Eli Lilly & Co. Lyfjafyrirtækið lenti í því óláni að gerviprófíll tilkynnti að insúlín væri orðið frítt. Í kjölfarið féll virði hlutabréfa fyrirtækisins svo um munaði.
Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira