Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar, birti í dag myndband á Facebook-síðu sinni af skipinu þar sem það situr fast. Hann segir skipið vera lestað með rúmum þrjú þúsund tonnum af perlumöl frá Austurfjörutanga. Skipið var á leið til Rotterdam með farminn.
Í Facebook-færslu Sigurjóns má sjá myndband af skipinu sem hann tók sjálfur og birti. Í samtali við fréttastofu segir Vignir Júlíusson, forstöðumaður Hornafjarðarhafnar, að nú sé bara að bíða.
„Það situr þarna á sandbotni og við erum bara að bíða eftir flóði svo það losni. Það er engin hætta,“ segir Vignir.