Ronaldo segist myndarlegri en Rooney sem sé öfundsjúkur Sindri Sverrisson skrifar 14. nóvember 2022 07:31 Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney náðu vel saman í liði Manchester United og unnu til að mynda Meistaradeild Evrópu árið 2008. Getty/liewig christian Cristiano Ronaldo skýtur föstum skotum að sínum gamla samherja Wayne Rooney, sem gagnrýnt hefur Ronaldo, í viðtalinu við Piers Morgan sem vakið hefur mikla athygli. Í viðtalinu segir Ronaldo að Manhester United hafi svikið sig og að háttsettir aðilar hafi reynt að bola honum í burtu. Þá sagðist hann enga ástæðu sjá til þess að bera virðingu fyrir knattspyrnustjóranum Erik ten Hag þar sem að Ten Hag sýndi honum enga virðingu, og að umgjörðin hjá United hefði ekkert breyst eða þróast árum saman. Ronaldo nýtti einnig tækifærið til að hnýta í Wayne Rooney en Rooney sagði á dögunum að hegðun Ronaldos á leiktíðinni væri á köflum búin að vera óforsvaranleg. Ronaldo neitaði til að mynda að koma inn á sem varamaður gegn Tottenham í síðasta mánuði og yfirgaf völlinn áður en flautað hafði verið til leiksloka. „Cristiano þarf bara að setja hausinn niður og vinna vinnuna, og vera tilbúinn að spila þegar stjórinn þarf á því að halda. Ef hann gerir það verður hann mikilvægur. Ef hann gerir það ekki þá veldur hann óvelkominni truflun,“ sagði Rooney. Cristiano Ronaldo has even hit out at former teammate Wayne Rooney pic.twitter.com/FVWSjaSCWL— MailOnline Sport (@MailSport) November 13, 2022 Við þessu brást Ronaldo í viðtalinu við Morgan með því að segja: „Ég veit ekki af hverju hann gagnrýnir mig svona illa. Sennilega því hans ferli er lokið og ég er enn að spila á háu stigi,“ greinilega sannfærður um að gagnrýni Rooney væri vegna afbrýðisemi, og bætti við: „Ég ætla ekki að segja að ég líti betur út en hann. Sem er satt…“ Enski boltinn Fótbolti Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Í viðtalinu segir Ronaldo að Manhester United hafi svikið sig og að háttsettir aðilar hafi reynt að bola honum í burtu. Þá sagðist hann enga ástæðu sjá til þess að bera virðingu fyrir knattspyrnustjóranum Erik ten Hag þar sem að Ten Hag sýndi honum enga virðingu, og að umgjörðin hjá United hefði ekkert breyst eða þróast árum saman. Ronaldo nýtti einnig tækifærið til að hnýta í Wayne Rooney en Rooney sagði á dögunum að hegðun Ronaldos á leiktíðinni væri á köflum búin að vera óforsvaranleg. Ronaldo neitaði til að mynda að koma inn á sem varamaður gegn Tottenham í síðasta mánuði og yfirgaf völlinn áður en flautað hafði verið til leiksloka. „Cristiano þarf bara að setja hausinn niður og vinna vinnuna, og vera tilbúinn að spila þegar stjórinn þarf á því að halda. Ef hann gerir það verður hann mikilvægur. Ef hann gerir það ekki þá veldur hann óvelkominni truflun,“ sagði Rooney. Cristiano Ronaldo has even hit out at former teammate Wayne Rooney pic.twitter.com/FVWSjaSCWL— MailOnline Sport (@MailSport) November 13, 2022 Við þessu brást Ronaldo í viðtalinu við Morgan með því að segja: „Ég veit ekki af hverju hann gagnrýnir mig svona illa. Sennilega því hans ferli er lokið og ég er enn að spila á háu stigi,“ greinilega sannfærður um að gagnrýni Rooney væri vegna afbrýðisemi, og bætti við: „Ég ætla ekki að segja að ég líti betur út en hann. Sem er satt…“
Enski boltinn Fótbolti Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira