Reiðir og sárir út í Ronaldo Sindri Sverrisson skrifar 14. nóvember 2022 09:30 Cristiano Ronaldo gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United. Getty/Matthew Ashton Ráðamenn og leikmenn Manchester United eru reiðir og telja sig illa svikna vegna viðtalsins sem Cristiano Ronaldo fór í. Brot úr viðtalinu fóru að birtast skömmu eftir leik við Fulham í gær sem Ronaldo sagðist of veikur til að ferðast í. Samkvæmt Sky Sports vissu vinnuveitendur Ronaldos hjá United ekki af viðtalinu fyrr en að liðið var að búa sig undir flug heim til Manchester eftir 2-1 sigurinn gegn Fulham í Lundúnum í gær. Klippur úr viðtalinu fóru þá að birtast en þar segist Ronaldo ekki bera virðingu fyrir knattspyrnustjóranum Erik ten Hag, að forráðamenn United hafi reynt að neyða hann í burtu frá félaginu og að umgjörðin hjá félaginu hafi ekkert þróast frá því að hann var síðast hjá félaginu fyrir rúmum áratug. Daily Mail segir að liðsfélagar Ronaldos séu „rosalega vonsviknir“ út í hinn 37 ára gamla Portúgala og að þeir telji hann hafa sýnt félaginu og stjóranum algjöra vanvirðingu. Bæði leikmenn og stjóri séu sárir en líka undrandi vegna þeirra orða sem Ronaldo hafi látið falla og vegna tímasetningar viðtalsins. Samkvæmt Sky Sports fékk Ronaldo að vita það síðastliðinn fimmtudag að hann yrði ekki i byrjunarliði United gegn Fulham, í síðasta leiknum fyrir HM-hléið, en að hann yrði í leikmannahópnum. Ronaldo mun svo hafa tjáð félaginu að hann væri veikur og gæti ekki ferðast með til Lundúna. Þess vegna hafi forráðamenn United verið enn gramari eftir að brotin úr viðtalinu fóru að birtast. Ronaldo fer núna á HM í Katar með Portúgal og næsti leikur United verður ekki fyrr en skömmu fyrir jól, gegn Burnley í deildabikarnum. Liðið spilar svo tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir áramót, áður en félagaskiptaglugginn opnast í janúar. Enski boltinn Fótbolti Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira
Samkvæmt Sky Sports vissu vinnuveitendur Ronaldos hjá United ekki af viðtalinu fyrr en að liðið var að búa sig undir flug heim til Manchester eftir 2-1 sigurinn gegn Fulham í Lundúnum í gær. Klippur úr viðtalinu fóru þá að birtast en þar segist Ronaldo ekki bera virðingu fyrir knattspyrnustjóranum Erik ten Hag, að forráðamenn United hafi reynt að neyða hann í burtu frá félaginu og að umgjörðin hjá félaginu hafi ekkert þróast frá því að hann var síðast hjá félaginu fyrir rúmum áratug. Daily Mail segir að liðsfélagar Ronaldos séu „rosalega vonsviknir“ út í hinn 37 ára gamla Portúgala og að þeir telji hann hafa sýnt félaginu og stjóranum algjöra vanvirðingu. Bæði leikmenn og stjóri séu sárir en líka undrandi vegna þeirra orða sem Ronaldo hafi látið falla og vegna tímasetningar viðtalsins. Samkvæmt Sky Sports fékk Ronaldo að vita það síðastliðinn fimmtudag að hann yrði ekki i byrjunarliði United gegn Fulham, í síðasta leiknum fyrir HM-hléið, en að hann yrði í leikmannahópnum. Ronaldo mun svo hafa tjáð félaginu að hann væri veikur og gæti ekki ferðast með til Lundúna. Þess vegna hafi forráðamenn United verið enn gramari eftir að brotin úr viðtalinu fóru að birtast. Ronaldo fer núna á HM í Katar með Portúgal og næsti leikur United verður ekki fyrr en skömmu fyrir jól, gegn Burnley í deildabikarnum. Liðið spilar svo tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir áramót, áður en félagaskiptaglugginn opnast í janúar.
Enski boltinn Fótbolti Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira