Nokkrir tugir manna í vélhjólaklúbbum sem stunda glæpi hér á landi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 09:01 Runólfur segir klúbba sem þessa engin landamæri virða. Vísir/Arnar Nokkrir tugir manna eru í vélhjólaklúbbum sem stunda skipulagða brotastarfsemi hér á landi að mati ríkislögreglustjóra. Nokkrir slíkir klúbbar eru virkir hér á landi. Hátt í þrjátíu meðlimum vélhjólaklúbbsins Hells Angels var vísað frá landinu um helgina. Lögreglan taldi mennina ógn við þjóðaröryggi en allir komu þeir til landsins frá Svíþjóð og Þýskalandi til að vera viðstaddir gleðskap á vegum klúbbs samtakanna hér á landi. Hells Angels er flokkaður sem Skipulögð glæpasamtök af Europol og er álitinn slíkur hér á landi sömuleiðis. Meðlimir Hells Angels telja um 3.500 í 59 löndum en auk þeirra er fjöldi stuðningsklúbba, sem teljast ekki beint til Hells Angels en eru þó hluti af starfseminni. Þar má til dæmis nefna Red Devils og Gatekeepers. Hér á landi telur lögregla nokkurn fjölda hluta af klúbbum sem þessum. „Við teljum að í þessum vélhjólagengisklúbbum, sem eru starfandi hér á landi, séu nokkrir tugir einstaklinga, í nokkrum mismunandi klúbbum og bera öll einkenni skipulagðrar brotastarfsemi,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Hann nefnir í þessu samhengi, auk Hells Angels, klúbbana Outlaws og Bandidos. Brotastarfsemi þeirra sé fjölbreytt. „Þetta er yfirleitt mjög fjölþætt starfsemi. Þetta er hagnaðardrifin starfsemi þannig að brotaflokkarnir geta verið margvíslegir og í öllum tilvikum hagnaðardrifnir,“ segir Runólfur. Vísbendingar séu um að klúbbar hér á landi séu í virkum samskiptum við klúbba erlendis. „Einkenni þessarar starfsemi er sú að í dag er hún mjög alþjóðleg, virðir engin landamæri,“ segir Runólfur. „Lögreglan þarf að gefa þessu meiri gaum. Atburðir helgarinnar eru vísbending um að mögulega séu þessir hópar hér á landi að eflast.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Fimm til viðbótar yfirgefa landið á morgun Þeir fimm meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels sem komu til landsins seint í gærkvöldi og lögregla hafði til skoðunar í dag munu yfirgefa landið í fyrramálið. Útlendingastofnun féllst á frávísun í tilviki fjögurra vegna tengsla við samtökin Hells Angels í Þýskalandi en sá fimmti mun yfirgefa landið sjálfviljugur. 12. nóvember 2022 16:32 Öllum tuttugu og tveimur meðlimum Hells Angels vísað frá landi Öllum þeim tuttugu og tveimur meðlimum vélhjólaklúbba sem komu til landsins í gær hefur verið vísað frá landi. Allir voru þeir meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels og undirklúbba þess. Lögregla hefur til skoðunar fimm aðra sem komu til landsins seint í gærkvöldi. 12. nóvember 2022 10:38 Á níunda tug meðlima Hells Angels ákærðir í Portúgal Yfirvöld í Portúgal hafa ákært 89 meðlimi mótorhjólagengisins Hells Angels vegna aðildar að skipulagðri glæpastarfsemi, morðtilrauna, rána og eiturlyfjasmygls. 11. júlí 2019 19:13 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Sjá meira
Hátt í þrjátíu meðlimum vélhjólaklúbbsins Hells Angels var vísað frá landinu um helgina. Lögreglan taldi mennina ógn við þjóðaröryggi en allir komu þeir til landsins frá Svíþjóð og Þýskalandi til að vera viðstaddir gleðskap á vegum klúbbs samtakanna hér á landi. Hells Angels er flokkaður sem Skipulögð glæpasamtök af Europol og er álitinn slíkur hér á landi sömuleiðis. Meðlimir Hells Angels telja um 3.500 í 59 löndum en auk þeirra er fjöldi stuðningsklúbba, sem teljast ekki beint til Hells Angels en eru þó hluti af starfseminni. Þar má til dæmis nefna Red Devils og Gatekeepers. Hér á landi telur lögregla nokkurn fjölda hluta af klúbbum sem þessum. „Við teljum að í þessum vélhjólagengisklúbbum, sem eru starfandi hér á landi, séu nokkrir tugir einstaklinga, í nokkrum mismunandi klúbbum og bera öll einkenni skipulagðrar brotastarfsemi,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Hann nefnir í þessu samhengi, auk Hells Angels, klúbbana Outlaws og Bandidos. Brotastarfsemi þeirra sé fjölbreytt. „Þetta er yfirleitt mjög fjölþætt starfsemi. Þetta er hagnaðardrifin starfsemi þannig að brotaflokkarnir geta verið margvíslegir og í öllum tilvikum hagnaðardrifnir,“ segir Runólfur. Vísbendingar séu um að klúbbar hér á landi séu í virkum samskiptum við klúbba erlendis. „Einkenni þessarar starfsemi er sú að í dag er hún mjög alþjóðleg, virðir engin landamæri,“ segir Runólfur. „Lögreglan þarf að gefa þessu meiri gaum. Atburðir helgarinnar eru vísbending um að mögulega séu þessir hópar hér á landi að eflast.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Fimm til viðbótar yfirgefa landið á morgun Þeir fimm meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels sem komu til landsins seint í gærkvöldi og lögregla hafði til skoðunar í dag munu yfirgefa landið í fyrramálið. Útlendingastofnun féllst á frávísun í tilviki fjögurra vegna tengsla við samtökin Hells Angels í Þýskalandi en sá fimmti mun yfirgefa landið sjálfviljugur. 12. nóvember 2022 16:32 Öllum tuttugu og tveimur meðlimum Hells Angels vísað frá landi Öllum þeim tuttugu og tveimur meðlimum vélhjólaklúbba sem komu til landsins í gær hefur verið vísað frá landi. Allir voru þeir meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels og undirklúbba þess. Lögregla hefur til skoðunar fimm aðra sem komu til landsins seint í gærkvöldi. 12. nóvember 2022 10:38 Á níunda tug meðlima Hells Angels ákærðir í Portúgal Yfirvöld í Portúgal hafa ákært 89 meðlimi mótorhjólagengisins Hells Angels vegna aðildar að skipulagðri glæpastarfsemi, morðtilrauna, rána og eiturlyfjasmygls. 11. júlí 2019 19:13 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Sjá meira
Fimm til viðbótar yfirgefa landið á morgun Þeir fimm meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels sem komu til landsins seint í gærkvöldi og lögregla hafði til skoðunar í dag munu yfirgefa landið í fyrramálið. Útlendingastofnun féllst á frávísun í tilviki fjögurra vegna tengsla við samtökin Hells Angels í Þýskalandi en sá fimmti mun yfirgefa landið sjálfviljugur. 12. nóvember 2022 16:32
Öllum tuttugu og tveimur meðlimum Hells Angels vísað frá landi Öllum þeim tuttugu og tveimur meðlimum vélhjólaklúbba sem komu til landsins í gær hefur verið vísað frá landi. Allir voru þeir meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels og undirklúbba þess. Lögregla hefur til skoðunar fimm aðra sem komu til landsins seint í gærkvöldi. 12. nóvember 2022 10:38
Á níunda tug meðlima Hells Angels ákærðir í Portúgal Yfirvöld í Portúgal hafa ákært 89 meðlimi mótorhjólagengisins Hells Angels vegna aðildar að skipulagðri glæpastarfsemi, morðtilrauna, rána og eiturlyfjasmygls. 11. júlí 2019 19:13