Segir Bjarna ekki þora að mæta sér í Kastljósi Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2022 18:08 Kristrún Frostadóttir er formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra ekki þora að mæta sér í Kastljósi í kvöld til þess að ræða Íslandsbankaskýrsluna. Hún segir málinu engan veginn vera lokið. Kristrún Frostadóttir segir að til hafi staðið að hún myndi mæta Bjarna Benediktssyni í Kastljósi kvöldsins en í stað þess muni hún mæta þangað ein. „Fjármálaráðherra þorir ekki að mæta mér í Kastljósi. Enda veit ráðherra að hann hefur vonlausan málstað að verja í bankasölumálinu. Þetta veit öll þjóðin,“ segir hún á Facebook. Hún segir Bjarna ekki vilja eiga orðaskipti við formann stjórnarandstöðuflokks um bankasöluna í beinni útsendingu. „Þessu máli er engan veginn lokið,“ segir Kristrún. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir skipun rannsóknarnefndar Kristrún ræddi Íslandsbankaskýrsluna við fréttastofu í dag. Hún segir að alltaf hafi legið fyrir að úttekt Ríkisendurskoðunar myndi ekki skera úr um lagalega ábyrgð Bjarna varðandi annmarka á sölu hluta eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka. Til þess að fá skorið úr um hana þurfi að skipa rannsóknarnefnd á vegum Alþingis. Stjórnarandstaðan hafi þegar kallað eftir því að nefnd verði skipuð til þess að semja skýrslu um lagalega ábyrgð fjármálaráðherra. Segir tekið fast til orða í skýrslunni Kristrún segir hins vegar að fast sé tekið til orða í skýrslu Ríkisendurskoðunar og komist ansi nálægt því að fullyrða að lög hafi verið brotin. Þar komi fram að hæsta mögulega söluverði hafi ekki verið fylgt eftir og að jafnræði fjárfesta hefi ekki verið gætt í ferlinu. Málið snúist um meira en persónur og leikendur Kristrún segir að öll þjóðin sjái að salan á Íslandsbanka sé klúður og einhver verði að sæta ábyrgðar vegna þess. Nauðsynlegt sé að komast að því hvar lagaleg ábyrgð liggi með því að skipa rannsóknarnefnd. „Þetta snýst um miklu meira en persónur og leikendur. Heldur traust til stjórnmálanna og traust líka til fjármálakerfisins. Við erum búin að vinna að því í fjórtán ár að byggja það aftur upp, þannig að þetta er risamál og þessu er alls ekki lokið með þessari skýrslu,“ segir Kristrún. Viðtal við Kristrúnu Frostadóttur má sjá í spilaranum hér að neðan: Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Alþingi Íslandsbanki Sjálfstæðisflokkurinn Íslenskir bankar Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Kristrún Frostadóttir segir að til hafi staðið að hún myndi mæta Bjarna Benediktssyni í Kastljósi kvöldsins en í stað þess muni hún mæta þangað ein. „Fjármálaráðherra þorir ekki að mæta mér í Kastljósi. Enda veit ráðherra að hann hefur vonlausan málstað að verja í bankasölumálinu. Þetta veit öll þjóðin,“ segir hún á Facebook. Hún segir Bjarna ekki vilja eiga orðaskipti við formann stjórnarandstöðuflokks um bankasöluna í beinni útsendingu. „Þessu máli er engan veginn lokið,“ segir Kristrún. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir skipun rannsóknarnefndar Kristrún ræddi Íslandsbankaskýrsluna við fréttastofu í dag. Hún segir að alltaf hafi legið fyrir að úttekt Ríkisendurskoðunar myndi ekki skera úr um lagalega ábyrgð Bjarna varðandi annmarka á sölu hluta eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka. Til þess að fá skorið úr um hana þurfi að skipa rannsóknarnefnd á vegum Alþingis. Stjórnarandstaðan hafi þegar kallað eftir því að nefnd verði skipuð til þess að semja skýrslu um lagalega ábyrgð fjármálaráðherra. Segir tekið fast til orða í skýrslunni Kristrún segir hins vegar að fast sé tekið til orða í skýrslu Ríkisendurskoðunar og komist ansi nálægt því að fullyrða að lög hafi verið brotin. Þar komi fram að hæsta mögulega söluverði hafi ekki verið fylgt eftir og að jafnræði fjárfesta hefi ekki verið gætt í ferlinu. Málið snúist um meira en persónur og leikendur Kristrún segir að öll þjóðin sjái að salan á Íslandsbanka sé klúður og einhver verði að sæta ábyrgðar vegna þess. Nauðsynlegt sé að komast að því hvar lagaleg ábyrgð liggi með því að skipa rannsóknarnefnd. „Þetta snýst um miklu meira en persónur og leikendur. Heldur traust til stjórnmálanna og traust líka til fjármálakerfisins. Við erum búin að vinna að því í fjórtán ár að byggja það aftur upp, þannig að þetta er risamál og þessu er alls ekki lokið með þessari skýrslu,“ segir Kristrún. Viðtal við Kristrúnu Frostadóttur má sjá í spilaranum hér að neðan:
Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Alþingi Íslandsbanki Sjálfstæðisflokkurinn Íslenskir bankar Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira