Ronaldo mætti í viðtal hjá Piers Morgan á sunnudagskvöld og fór vandlega yfir allt sem hann telur að hjá Manchester United.
Enn á annar hluti viðtalsins eftir að koma út en Man Utd hefur ákveðið að tjá sig ekki um það sem fór þar fram þar sem forráðamenn félagsins vilja ræða við lögfræðing fyrst.
Í yfirlýsingu sem félagið gaf út sagði einfaldlegaað það vissi af umræðunni í kringum viðtalið en það myndi ekki tjá sig fyrr en öll kurl væru komin til grafar. Einnig sagði þar að félagið stefndi á að byggja ofan á þá trú og samheldni sem leikmenn, starfsfólk og stuðningsfólk hefðu myndað.
Club statement.#MUFC
— Manchester United (@ManUtd) November 14, 2022
Það hefur þó verið staðfest að Erik ten Hag, þjálfari liðsins, sé ósáttur með tímasetningu viðtalsins en Man United vann í gærkvöld dramatískan 2-1 sigur á Fulham. Liðið mun ekki leika aftur fyrr en eftir jól þar sem enska úrvalsdeildin fer nú í pásu á meðan HM í Katar fer fram.
Það verður að teljast einkar ólíklegt að hinn 37 ára gamli Ronaldo spili aftur fyrir Man United eftir nýjasta útspil hans. Talið er að félagið leiti nú allra lausna til að rifta samningi hans án þess að þurfa borga leikmanninum þau laun sem hann myndi fá ef hann yrði hjá Man Utd út samningstímann.