UFC-stjarna lést 38 ára að aldri Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2022 07:31 Anthony Johnson var afar vinsæll bardagakappi. Getty/Steve Marcus Fyrrverandi UFC-bardagakappinn Anthony „Rumble“ Johnson lést á sunnudaginn, 38 ára að aldri, eftir glímu við líkamleg veikindi. Johnson sneri aftur úr fjögurra ára hléi síðasta sumar þegar hann keppti gegn Jose Augusto Azevedo á Bellator 258 bardagakavöldinu, og vann alls 23 af 29 MMA-bardögum sínum á ferlinum. Andlát hans kom aðdáendum og keppinautum í opna skjöldu þar sem að þeim var ekki kunnugt um alvarleika veikinda hans, en samkvæmt frétt Yahoo Sports var Johnson með non-Hodgkin‘s eitilfrumukrabbamein og sjaldgæfan sjálfsofnæmissjúkdóm. Johnson var á sínum tíma talinn einn skemmtilegasti og mest spennandi bardagamaður UFC-heimsins. Hann keppti í nokkrum þyngdarflokkum en náði lengst í léttþungavigt og keppti þar tvo titilbardaga við Daniel Cormier, á árunum 2014-2017, en tapaði þeim báðum. „Hvíldu í friði bróðir minn,“ skrifaði Cormier á Twitter eftir að fréttir af andláti Johnson bárust. „Miðað við mann sem gat skotið svo mörgum skelk í bringu þá var Anthony Johnson umhyggjusamur maður. Allt frá handahófskenndum skilaboðum til þess að tékka á manni eftir tap. Þvílíkur maður sem hann var. Rumble verður saknað. Stundum er lífið ekki sanngjarnt. Skelfilegar fréttir,“ skrifaði Cormier. Johnson, sem var þekktur fyrir kröftug rothögg, vann meðal annars menn á borð við Alexander Gustafsson, Jimi Manuwa og Glover Teixeira. Sá síðastnefndi skrifaði: „Ég er svo hryggur yfir þessum fréttum. Einn mest ógnvekjandi og harði andstæðingur sem ég hef mætt en líka einn viðkunnanlegasti og auðmýksti maður sem ég hef kynnst. Hjarta mitt er í molum. Samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Hvíldu í friði.“ MMA Andlát Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sjá meira
Johnson sneri aftur úr fjögurra ára hléi síðasta sumar þegar hann keppti gegn Jose Augusto Azevedo á Bellator 258 bardagakavöldinu, og vann alls 23 af 29 MMA-bardögum sínum á ferlinum. Andlát hans kom aðdáendum og keppinautum í opna skjöldu þar sem að þeim var ekki kunnugt um alvarleika veikinda hans, en samkvæmt frétt Yahoo Sports var Johnson með non-Hodgkin‘s eitilfrumukrabbamein og sjaldgæfan sjálfsofnæmissjúkdóm. Johnson var á sínum tíma talinn einn skemmtilegasti og mest spennandi bardagamaður UFC-heimsins. Hann keppti í nokkrum þyngdarflokkum en náði lengst í léttþungavigt og keppti þar tvo titilbardaga við Daniel Cormier, á árunum 2014-2017, en tapaði þeim báðum. „Hvíldu í friði bróðir minn,“ skrifaði Cormier á Twitter eftir að fréttir af andláti Johnson bárust. „Miðað við mann sem gat skotið svo mörgum skelk í bringu þá var Anthony Johnson umhyggjusamur maður. Allt frá handahófskenndum skilaboðum til þess að tékka á manni eftir tap. Þvílíkur maður sem hann var. Rumble verður saknað. Stundum er lífið ekki sanngjarnt. Skelfilegar fréttir,“ skrifaði Cormier. Johnson, sem var þekktur fyrir kröftug rothögg, vann meðal annars menn á borð við Alexander Gustafsson, Jimi Manuwa og Glover Teixeira. Sá síðastnefndi skrifaði: „Ég er svo hryggur yfir þessum fréttum. Einn mest ógnvekjandi og harði andstæðingur sem ég hef mætt en líka einn viðkunnanlegasti og auðmýksti maður sem ég hef kynnst. Hjarta mitt er í molum. Samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Hvíldu í friði.“
MMA Andlát Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sjá meira