Logi Geirs valdi íslenska landsliðshópinn fyrir HM: „Spennandi tímar fram undan“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2022 11:30 Logi Geirsson var í stuði í Seinni bylgjunni í gær. S2 Sport Seinni bylgjan var á dagskránni í gær og þar var ekki bara fjallað um Olís deild karla í handbolta. Það styttist í heimsmeistaramótið 2023 þar sem íslenska landsliðið ætlar sér stóra hluti. Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar hefur sínar skoðanir á íslenska landsliðinu þar sem hann lék sjálfur svo lengi stórt hlutverk. „Logi, þú ert búinn að velja íslenska landsliðshópinn fyrir HM. Það styttist heldur betur í HM og það eru allir að pæla í HM. Íslenska landsliðið lítur vel út því leikmenn sem eru að spila í Evrópu eru að spila frábærlega,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Ég man ekki eftir því að svona margir leikmenn hafi verið að spila svona vel og komnir með svo stór hlutverk í góðum liðum. Það er mjög bjart fram undan,“ sagði Logi Geirsson. „Reglan sem ég setti fyrir þig. Nítján manna hópur og við ætlum að setja sextán leikmenn á leikskýrslu en skiljum þrjá eftir upp í stúku. Logi er eins og þjálfari íslenska landsliðsins í þessum þætti og er búinn að velja liðið,“ sagði Stefán Árni. Logi velur meðal annars Valsmanninn Stiven Tobar Valencia í hópinn en þessi skemmtilegi vinstri hornamaður hefur heillað Loga mikið. „Hann er löngu búinn að sýna mér, bara í Evrópukeppninni og svona sem og á síðasta ári, að hann er alveg tilbúinn í þetta og miklu meira en það,“ sagði Logi. „Það má ekki gleyma því að Bjarki [Már Elísson] spilar í horninu í landsliðinu en getur ekki bjargað lífi sínu í bakverðinum [í vörninni] á meðan Stiven getur leyst það af og hvílt þar og fengið til dæmis miðjumanninn Gísla til þess að spila horn í vörn,“ sagði Logi. „Svona leikmenn geta búið til alveg ótrúlega dýnamík og séð til þess að við getum keyrt enn þá hraðar. Við þurfum þá ekki að skipta neitt,“ sagði Logi. „Þú ert að taka Óðinn Þór Ríkharðsson sem er á eldi með Kadetten Schaffhausen,“ sagði Stefán. „Ég held að það sé ekki hægt að skora meira en hann skoraði þrettán mörk í síðasta leik. Það eru svo spennandi tímar fram undan og margir að spila vel. Þá er bara erfitt að velja þetta,“ sagði Logi. Hér fyrir neðan má sjá hópinn hans Loga, rökstuðnings hans og umræðu um leikmennina og liðið úr Seinni bylgjunni í gær. Klippa: Seinni bylgjan: Logi Geirs valdi landsliðshópinn á HM 2023 HM 2023 í handbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Sjá meira
Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar hefur sínar skoðanir á íslenska landsliðinu þar sem hann lék sjálfur svo lengi stórt hlutverk. „Logi, þú ert búinn að velja íslenska landsliðshópinn fyrir HM. Það styttist heldur betur í HM og það eru allir að pæla í HM. Íslenska landsliðið lítur vel út því leikmenn sem eru að spila í Evrópu eru að spila frábærlega,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Ég man ekki eftir því að svona margir leikmenn hafi verið að spila svona vel og komnir með svo stór hlutverk í góðum liðum. Það er mjög bjart fram undan,“ sagði Logi Geirsson. „Reglan sem ég setti fyrir þig. Nítján manna hópur og við ætlum að setja sextán leikmenn á leikskýrslu en skiljum þrjá eftir upp í stúku. Logi er eins og þjálfari íslenska landsliðsins í þessum þætti og er búinn að velja liðið,“ sagði Stefán Árni. Logi velur meðal annars Valsmanninn Stiven Tobar Valencia í hópinn en þessi skemmtilegi vinstri hornamaður hefur heillað Loga mikið. „Hann er löngu búinn að sýna mér, bara í Evrópukeppninni og svona sem og á síðasta ári, að hann er alveg tilbúinn í þetta og miklu meira en það,“ sagði Logi. „Það má ekki gleyma því að Bjarki [Már Elísson] spilar í horninu í landsliðinu en getur ekki bjargað lífi sínu í bakverðinum [í vörninni] á meðan Stiven getur leyst það af og hvílt þar og fengið til dæmis miðjumanninn Gísla til þess að spila horn í vörn,“ sagði Logi. „Svona leikmenn geta búið til alveg ótrúlega dýnamík og séð til þess að við getum keyrt enn þá hraðar. Við þurfum þá ekki að skipta neitt,“ sagði Logi. „Þú ert að taka Óðinn Þór Ríkharðsson sem er á eldi með Kadetten Schaffhausen,“ sagði Stefán. „Ég held að það sé ekki hægt að skora meira en hann skoraði þrettán mörk í síðasta leik. Það eru svo spennandi tímar fram undan og margir að spila vel. Þá er bara erfitt að velja þetta,“ sagði Logi. Hér fyrir neðan má sjá hópinn hans Loga, rökstuðnings hans og umræðu um leikmennina og liðið úr Seinni bylgjunni í gær. Klippa: Seinni bylgjan: Logi Geirs valdi landsliðshópinn á HM 2023
HM 2023 í handbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Sjá meira