Umræðan truflaði ekki Tryggva: „Vonandi setur Snorri mig bara meira inn á“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2022 12:30 Tryggvi Garðar Jónsson í viðtalinu í gær. S2 Sport Tryggvi Garðar Jónsson fékk tækifærið í sigri Vals á Haukum í Olís deild karla í handbolta í gær og skoraði fjögur mörk í tveggja marka sigri. Eftir leikinn ræddi hann í beinni við Stefán Árna Pálsson í Seinni bylgjunni. „Við erum komnir í samband við Hafnarfjörðinn og þar er maður vikunnar sem er á línunni. Tryggvi Garðar Jónsson, leikmaður Vals. Tryggvi, til hamingju með sigurinn, hvernig líður þér eftir þennan leik,“ spurði Stefán Árni Pálsson. „Bara frábærlega. Þetta var bara geggjaður liðsigur í dag,“ sagði Tryggvi Garðar Jónsson sem nýtti fjögur af sjö skotum og gaf einnig tvær stoðsendingar á liðsfélaga sína. „Það er mikið búið að tala um þig og mikið búið að skrifa um þig. Þú kemur og spilar fullt af mínútum í þessum leik. Varstu smá stressaður þegar þú fékkst svona mikið af mínútum og komst inn á gólfið,“ spurði Stefán Árni. „Nei alls ekki. Ég er búinn að vera að bíða eftir þessu tækifæri lengi og Maggi dettur út þarna í byrjun. Þá kem ég bara inn og ég er tilbúinn loksins þegar kallið kemur,“ sagði Tryggvi Garðar. Stefán spurði hvort að það hafi farið í taugarnar á honum að vera svona mikið á bekknum. „Það á enginn að vera sáttur á bekknum. Maður er búinn að vera pirraður en ég nýtti minn spilatíma í dag held ég. Það er eitthvað sem ég vildi gera betur en heilt yfir sáttur, Geggjaður sigur í dag,“ sagði Tryggvi. „Hvernig fór umræðan, sem átti sér stað í hlaðvörpum og fréttum, í svona ungan dreng? Hvernig var að takast á við þetta,“ spurði Stefán. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Ég æfði enn þá meira, skaut enn þá meira á æfingu og Snorri sagði mér að skjóta meira. Ég var ekkert allt of mikið að pæla í þessu,“ sagði Tryggvi en sér hann fyrir sér að spila fleiri mínútur með Val á næstunni. „Já ég vona það. Ég veit ekki alveg hver sé staðan á Robba núna og Magga. Vonandi setur Snorri mig bara meira inn á og lætur mig skjóta meira,“ sagði Tryggvi og skilaboðin frá Snorra voru einföld. „Já negldu á markið eins og þú gerir alltaf. Ég held að hafi gert það,“ sagði Tryggvi. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Tryggva Garðar Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
„Við erum komnir í samband við Hafnarfjörðinn og þar er maður vikunnar sem er á línunni. Tryggvi Garðar Jónsson, leikmaður Vals. Tryggvi, til hamingju með sigurinn, hvernig líður þér eftir þennan leik,“ spurði Stefán Árni Pálsson. „Bara frábærlega. Þetta var bara geggjaður liðsigur í dag,“ sagði Tryggvi Garðar Jónsson sem nýtti fjögur af sjö skotum og gaf einnig tvær stoðsendingar á liðsfélaga sína. „Það er mikið búið að tala um þig og mikið búið að skrifa um þig. Þú kemur og spilar fullt af mínútum í þessum leik. Varstu smá stressaður þegar þú fékkst svona mikið af mínútum og komst inn á gólfið,“ spurði Stefán Árni. „Nei alls ekki. Ég er búinn að vera að bíða eftir þessu tækifæri lengi og Maggi dettur út þarna í byrjun. Þá kem ég bara inn og ég er tilbúinn loksins þegar kallið kemur,“ sagði Tryggvi Garðar. Stefán spurði hvort að það hafi farið í taugarnar á honum að vera svona mikið á bekknum. „Það á enginn að vera sáttur á bekknum. Maður er búinn að vera pirraður en ég nýtti minn spilatíma í dag held ég. Það er eitthvað sem ég vildi gera betur en heilt yfir sáttur, Geggjaður sigur í dag,“ sagði Tryggvi. „Hvernig fór umræðan, sem átti sér stað í hlaðvörpum og fréttum, í svona ungan dreng? Hvernig var að takast á við þetta,“ spurði Stefán. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Ég æfði enn þá meira, skaut enn þá meira á æfingu og Snorri sagði mér að skjóta meira. Ég var ekkert allt of mikið að pæla í þessu,“ sagði Tryggvi en sér hann fyrir sér að spila fleiri mínútur með Val á næstunni. „Já ég vona það. Ég veit ekki alveg hver sé staðan á Robba núna og Magga. Vonandi setur Snorri mig bara meira inn á og lætur mig skjóta meira,“ sagði Tryggvi og skilaboðin frá Snorra voru einföld. „Já negldu á markið eins og þú gerir alltaf. Ég held að hafi gert það,“ sagði Tryggvi. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Tryggva Garðar
Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira