Bjarni leggur áherslu á að lög hafi ekki verið brotin Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2022 15:26 Þórunn og Bjarni á þinginu en þar er nú tekist á um efni skýrslu Ríkisendurskoðanda um söluna á hluta ríkisins í Íslandsbanka. vísir/vilhelm Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hóf umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðanda á Alþingi nú fyrir skömmu. Þórunn lagði á það áherslu að í skýrslunni væri ekki fjallað um ýmsa þætti sem vörðuðu söluna á hluta ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sem auk Þórunnar hefur framsögu í umræðunni, var mættur í vígahug. Hann gerði strax athugasemd við það að Þórunn vildi leggja umræðuna upp sem svo að ekki væri um að ræða fullgilt plagg. Þórunn sagði að það stæði einfaldlega skýrum stöfum í inngangi skýrslunnar. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata taldi það orka tvímælis að Bjarni, sem fulltrúi framkvæmdavaldsins, hafi óskað skýrslunnar frá Ríkisendurskoðanda en hann sé sérlegur trúnaðarmaður þingsins. Það gengi ekki að hann vildi notfæra sér það að hafa kallað eftir skýrslunni með það fyrir augum að vilja hvítþvo sig. Bjarni sagði meðal annars í sinni ræðu að Ríkisendurskoðandi hafi skilað því sem um var rætt. „Ríkisendurskoðun telur að salan hafi verið ríkissjóði almennt hagfeld. Grundvallarathygli. Hvergi er fullyrt að brotið hafi verið gegn lögum sem um efnið gilda eða góða stjórnsýsluhætti. Þó þar séu margar góðar ábendingar um það sem hefði mátt betur fara.“ Bjarni endurtók það sem hann hefur margoft áður sagt um málið að í hinu stóra samhengi skipti það helst máli að ríkissjóður hafi fengið 108 milljaðra fyrir hluta í Íslandsbanka. Í banka sem ríkið fékk á sínum tíma án endurgjalds. „Það er eins og margir eigi erfitt með að sætta sig við þessa stóru mynd málsins. Fólk sem sá enga leið út úr erfiðleikunum aðra en þá að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evru.“ Það stefnir í að umræða um þetta mál muni verða heit en hún stendur nú yfir á þinginu og eru þegar fjölmargir þingmenn búnir að bóka sig í pontu. Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Íslandsbanki Tengdar fréttir „Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11 Fjármálaeftirlitið reynir að flýta skoðun á bankasölunni Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands segir að reynt sé að flýta skoðun eftirlitsins á Íslandsbankasölunni eins og kostur sé. 15. nóvember 2022 07:28 Katrín varði Bjarna fimlega á þinginu Þingmennirnir Kristrún Frostadóttir Samfylkingu, Halldóra Mogensen Pírötum og Þorgerður K. Gunnarsdóttir Viðreisn sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á þinginu nú rétt í þessu. 14. nóvember 2022 16:25 Vinstri græn vilji bara vera inni í herberginu þegar góssinu sé skipt Greina má mikil viðbrögð og hörð á samfélagsmiðlum vegna efnis skýrslu Ríkisendurskoðanda um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. nóvember 2022 14:09 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
Þórunn lagði á það áherslu að í skýrslunni væri ekki fjallað um ýmsa þætti sem vörðuðu söluna á hluta ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sem auk Þórunnar hefur framsögu í umræðunni, var mættur í vígahug. Hann gerði strax athugasemd við það að Þórunn vildi leggja umræðuna upp sem svo að ekki væri um að ræða fullgilt plagg. Þórunn sagði að það stæði einfaldlega skýrum stöfum í inngangi skýrslunnar. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata taldi það orka tvímælis að Bjarni, sem fulltrúi framkvæmdavaldsins, hafi óskað skýrslunnar frá Ríkisendurskoðanda en hann sé sérlegur trúnaðarmaður þingsins. Það gengi ekki að hann vildi notfæra sér það að hafa kallað eftir skýrslunni með það fyrir augum að vilja hvítþvo sig. Bjarni sagði meðal annars í sinni ræðu að Ríkisendurskoðandi hafi skilað því sem um var rætt. „Ríkisendurskoðun telur að salan hafi verið ríkissjóði almennt hagfeld. Grundvallarathygli. Hvergi er fullyrt að brotið hafi verið gegn lögum sem um efnið gilda eða góða stjórnsýsluhætti. Þó þar séu margar góðar ábendingar um það sem hefði mátt betur fara.“ Bjarni endurtók það sem hann hefur margoft áður sagt um málið að í hinu stóra samhengi skipti það helst máli að ríkissjóður hafi fengið 108 milljaðra fyrir hluta í Íslandsbanka. Í banka sem ríkið fékk á sínum tíma án endurgjalds. „Það er eins og margir eigi erfitt með að sætta sig við þessa stóru mynd málsins. Fólk sem sá enga leið út úr erfiðleikunum aðra en þá að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evru.“ Það stefnir í að umræða um þetta mál muni verða heit en hún stendur nú yfir á þinginu og eru þegar fjölmargir þingmenn búnir að bóka sig í pontu.
Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Íslandsbanki Tengdar fréttir „Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11 Fjármálaeftirlitið reynir að flýta skoðun á bankasölunni Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands segir að reynt sé að flýta skoðun eftirlitsins á Íslandsbankasölunni eins og kostur sé. 15. nóvember 2022 07:28 Katrín varði Bjarna fimlega á þinginu Þingmennirnir Kristrún Frostadóttir Samfylkingu, Halldóra Mogensen Pírötum og Þorgerður K. Gunnarsdóttir Viðreisn sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á þinginu nú rétt í þessu. 14. nóvember 2022 16:25 Vinstri græn vilji bara vera inni í herberginu þegar góssinu sé skipt Greina má mikil viðbrögð og hörð á samfélagsmiðlum vegna efnis skýrslu Ríkisendurskoðanda um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. nóvember 2022 14:09 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
„Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11
Fjármálaeftirlitið reynir að flýta skoðun á bankasölunni Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands segir að reynt sé að flýta skoðun eftirlitsins á Íslandsbankasölunni eins og kostur sé. 15. nóvember 2022 07:28
Katrín varði Bjarna fimlega á þinginu Þingmennirnir Kristrún Frostadóttir Samfylkingu, Halldóra Mogensen Pírötum og Þorgerður K. Gunnarsdóttir Viðreisn sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á þinginu nú rétt í þessu. 14. nóvember 2022 16:25
Vinstri græn vilji bara vera inni í herberginu þegar góssinu sé skipt Greina má mikil viðbrögð og hörð á samfélagsmiðlum vegna efnis skýrslu Ríkisendurskoðanda um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. nóvember 2022 14:09