„Óvenjulega rætin“ ummæli Agnesar um Aldísi dæmd ómerk Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2022 18:18 Agnes Bragadóttir, fyrrverandi blaðamaður. Vísir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fern ummæli Agnesar Bragadóttur, fyrrverandi blaðamanns, um Aldísi Schram ómerk í dag. Framsetning ummæla hennar var talin óvenjulega rætin. Aldís stefndi Agnesi fyrir það sem hún taldi meiðyrði um sig á Facebook-síðu Agnesar og Bryndísar Schram, móður Aldísar. Agnes er vinkona Bryndísar og Jóns Baldvins Hannibalssonar, foreldra Aldísar en Aldís hefur um árabil sakað föður sinn um kynferðisofbeldi. Hún taldi ummæli Agnesar bæði ósönn og ósmekkleg og til þess fallin að verða virðingu hennar til hnekkis. Ummælin væru ennfremur algerlega án tilefnis. Agnes ýjaði meðal annars að því í ummælum sínum að Aldís hefði reynt að nauðga sér á læstri sjúkrastofu á geðdeild Landspítalans. Hún hafnaði boði Aldísar um að láta málið niður falla gegn því að hún drægi ummælin til baka, bæðist afsökunar og greiddi miskabætur. Klúr, smekklaus og meiðandi framsetning ummæla Héraðsdómur taldi að ummæli Agnesar væru í eðli sínu staðhæfingar um staðreyndir frekar en gildisdómar. Að hluta til hafi þau fjallað um ætlaða refsiverða háttsemi. Ekki var tekin afstaða til þess hvort að fullyrðingar Agnesar um að Aldís hefði ráðist á sig og hótað að naugða sér á geðdeildinni væru sannar eða ekki. Þess í stað taldi dómurinn að Agnes hefði með ummælum sínum brotið gegn trúnaðarskyldum sem hvíldu á henni þegar hún heimsótti Aldísi á geðdeild. Tilgangur ummælanna hafi verið illvilji Agnesar í garð Aldísar. Agnes gæti ekki borið því við að um gildisdóm hafi verið að ræða þar sem þeir þurfi að eiga sér stoð í staðreyndum. Ekki megi heldur setja fram gildisdóma af hreinum illvilja. „Loks er framsetning ummæla stefndu svo klúr, smekklaus og meiðandi að útyfir tekur,“ sagði í dómnum. Niðurstaða dómsins var að í ummælum Agnesar hafi falist meingerð gegn æru Aldísar. Ekkert hafi komið fram í málinu sem gæti réttlætt þau og þau hafi verið engum gögnum eða rökum studd. Agnes hafi jafnframt ekki reynt að bera af sér ummælin á nokkurn hátt og þvert á móti haldið því fram að þau væru sönn. Agnes var þó sýknuð af kröfu Aldísar um að standa straum af birtingu dómsins opinberlega. Hún þarf engu að síður að greiða Aldísi 600.000 krónur í miskabætur og eina og hálfa milljón króna í málskostnað. Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Aldís stefndi Agnesi fyrir það sem hún taldi meiðyrði um sig á Facebook-síðu Agnesar og Bryndísar Schram, móður Aldísar. Agnes er vinkona Bryndísar og Jóns Baldvins Hannibalssonar, foreldra Aldísar en Aldís hefur um árabil sakað föður sinn um kynferðisofbeldi. Hún taldi ummæli Agnesar bæði ósönn og ósmekkleg og til þess fallin að verða virðingu hennar til hnekkis. Ummælin væru ennfremur algerlega án tilefnis. Agnes ýjaði meðal annars að því í ummælum sínum að Aldís hefði reynt að nauðga sér á læstri sjúkrastofu á geðdeild Landspítalans. Hún hafnaði boði Aldísar um að láta málið niður falla gegn því að hún drægi ummælin til baka, bæðist afsökunar og greiddi miskabætur. Klúr, smekklaus og meiðandi framsetning ummæla Héraðsdómur taldi að ummæli Agnesar væru í eðli sínu staðhæfingar um staðreyndir frekar en gildisdómar. Að hluta til hafi þau fjallað um ætlaða refsiverða háttsemi. Ekki var tekin afstaða til þess hvort að fullyrðingar Agnesar um að Aldís hefði ráðist á sig og hótað að naugða sér á geðdeildinni væru sannar eða ekki. Þess í stað taldi dómurinn að Agnes hefði með ummælum sínum brotið gegn trúnaðarskyldum sem hvíldu á henni þegar hún heimsótti Aldísi á geðdeild. Tilgangur ummælanna hafi verið illvilji Agnesar í garð Aldísar. Agnes gæti ekki borið því við að um gildisdóm hafi verið að ræða þar sem þeir þurfi að eiga sér stoð í staðreyndum. Ekki megi heldur setja fram gildisdóma af hreinum illvilja. „Loks er framsetning ummæla stefndu svo klúr, smekklaus og meiðandi að útyfir tekur,“ sagði í dómnum. Niðurstaða dómsins var að í ummælum Agnesar hafi falist meingerð gegn æru Aldísar. Ekkert hafi komið fram í málinu sem gæti réttlætt þau og þau hafi verið engum gögnum eða rökum studd. Agnes hafi jafnframt ekki reynt að bera af sér ummælin á nokkurn hátt og þvert á móti haldið því fram að þau væru sönn. Agnes var þó sýknuð af kröfu Aldísar um að standa straum af birtingu dómsins opinberlega. Hún þarf engu að síður að greiða Aldísi 600.000 krónur í miskabætur og eina og hálfa milljón króna í málskostnað.
Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira