Segir Ísteka starfa í skugganum með græðgina að leiðarljósi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2022 12:54 Rósa er læknir, hestakona og hrossaræktandi. „Það eru þarna jákvæð atriði, eins og að blóðtökuhryssum hefur fækkað og það eru færri bændur og dýralæknar sem vilja taka þátt í þessu. Og það er auðvitað merki um að barátta okkar hefur skilað sér til fólksins og að fólk sé almennt upplýstara um þetta.“ Þetta segir Rósa Líf Darradóttir um ársyfirlit Ísteka yfir blóðtöku blóðmera á þessu ári. Rósa, sem er læknir, hestakona og hrossaræktandi, er meðal þeirra sem skiluðu umsögn um frumvarp Ingu Sæland um bann við blóðmerahaldi á Íslandi. Hún er fylgjandi banninu og segir að í yfirliti Ísteka sé það loksins staðfest að tekið sé blóð sjö til átta sinnum úr meirihluta hryssanna. „Eftirlitið hefur náttúrulega ekki verið gott fram til þessa, það hefur verið ófullnægjandi og óskilvirkt og að mestu farið fram á vegum fyrirtækisins,“ segir Rósa. „Og til dæmis um hversu lélegt það hefur verið er að þetta er í fyrsta sinn sem verið er að skrá frávik við blóðtöku.“ Þar vísar Rósa til þess sem kemur fram í yfirlitinu að af um 24 þúsund blóðtökum hafi frávik verið skráð í 391 tilviki, langflest vegna hryssa sem sýndu einkenni ótta eða streitu. Endurtekin frávik hafi verið skráð hjá 41 hryssu og sé það ráðlegging Ísteka að bændur íhugi hvort „þær eigi heima í þessu hlutverki“. Rósa segir enn skorta á svör um hvort blóðtakan hafi verið stöðvuð í umræddum tilvikum en svo virðist ekki vera ef marka má yfirlitið, þar sem segir að meirihluti hryssanna hafi róast strax eða á meðan dvöl þeirra í blóðtökubásnum stóð. Gefur lítið fyrir „ótrúverðugar fullyrðingar“ Ísteka Ný reglugerð var sett um blóðmerahald síðastliðið sumar, þar sem meðal annars var kveðið á um hert eftirlit með starfseminni. Þeir sem vilja banna starfsemina benda hins vegar á að engar breytingar hafi verið gerðar á því blóðmagni sem heimilt er að taka né kveðið á um tamningu eða þjálfun meranna fyrir blóðtöku. Þá hefur það verið gagnrýnt að Ísteka er enn heimilt að umbuna bændum eftir því hversu mikið blóð næst úr skepnunum. Rósa gagnrýnir einnig það sem hún kallar „ótrúverðugar fullyrðingar“ í yfirliti Ísteka um ógnanir í garð bænda af hálfu dýraverndarsinna. „Við gefum lítið fyrir þetta; þetta er bara yfirklór og við vísum þessu til föðurhúsanna. Við höfum lagt mikla vinnu í að afla gagna; höfum kallað eftir staðreyndum og upplýsingum og rætt við sérfræðinga. Talað við aðra framleiðendur sem fara allt öðruvísi að.“ Hún segir starfsemi Ísteka hins vegar hafa fengið að „þrífast í skugganum“, með græðgina að leiðarljósi. Rósa vísar til umsagnar Dýralæknafélags Íslands, sem kallar eftir því að niðurstöður yfirstandandi rannsóknar á blóðhag, blóðefnastöðu og öðrum þáttum til að meta áhrif blóðtökunnar á hryssurnar verði ritrýndar og birtar. Þá vitnar hún í lokaorð umsagnar Samtaka um dýravelferð á Íslandi, þar sem hún situr í stjórn. „Stjórnvöld Íslands verða að uppfæra lög í takt við skilning samtímans á velferð dýra. Að ræna fylfullar, mjólkandi hryssur blóði sínu til þess að framleiða frjósemislyf í gróðaskyni samræmist engan veginn þessum skilningi og ætti að heyra sögunni til.“ Dýr Dýraheilbrigði Blóðmerahald Lyf Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Sjá meira
Þetta segir Rósa Líf Darradóttir um ársyfirlit Ísteka yfir blóðtöku blóðmera á þessu ári. Rósa, sem er læknir, hestakona og hrossaræktandi, er meðal þeirra sem skiluðu umsögn um frumvarp Ingu Sæland um bann við blóðmerahaldi á Íslandi. Hún er fylgjandi banninu og segir að í yfirliti Ísteka sé það loksins staðfest að tekið sé blóð sjö til átta sinnum úr meirihluta hryssanna. „Eftirlitið hefur náttúrulega ekki verið gott fram til þessa, það hefur verið ófullnægjandi og óskilvirkt og að mestu farið fram á vegum fyrirtækisins,“ segir Rósa. „Og til dæmis um hversu lélegt það hefur verið er að þetta er í fyrsta sinn sem verið er að skrá frávik við blóðtöku.“ Þar vísar Rósa til þess sem kemur fram í yfirlitinu að af um 24 þúsund blóðtökum hafi frávik verið skráð í 391 tilviki, langflest vegna hryssa sem sýndu einkenni ótta eða streitu. Endurtekin frávik hafi verið skráð hjá 41 hryssu og sé það ráðlegging Ísteka að bændur íhugi hvort „þær eigi heima í þessu hlutverki“. Rósa segir enn skorta á svör um hvort blóðtakan hafi verið stöðvuð í umræddum tilvikum en svo virðist ekki vera ef marka má yfirlitið, þar sem segir að meirihluti hryssanna hafi róast strax eða á meðan dvöl þeirra í blóðtökubásnum stóð. Gefur lítið fyrir „ótrúverðugar fullyrðingar“ Ísteka Ný reglugerð var sett um blóðmerahald síðastliðið sumar, þar sem meðal annars var kveðið á um hert eftirlit með starfseminni. Þeir sem vilja banna starfsemina benda hins vegar á að engar breytingar hafi verið gerðar á því blóðmagni sem heimilt er að taka né kveðið á um tamningu eða þjálfun meranna fyrir blóðtöku. Þá hefur það verið gagnrýnt að Ísteka er enn heimilt að umbuna bændum eftir því hversu mikið blóð næst úr skepnunum. Rósa gagnrýnir einnig það sem hún kallar „ótrúverðugar fullyrðingar“ í yfirliti Ísteka um ógnanir í garð bænda af hálfu dýraverndarsinna. „Við gefum lítið fyrir þetta; þetta er bara yfirklór og við vísum þessu til föðurhúsanna. Við höfum lagt mikla vinnu í að afla gagna; höfum kallað eftir staðreyndum og upplýsingum og rætt við sérfræðinga. Talað við aðra framleiðendur sem fara allt öðruvísi að.“ Hún segir starfsemi Ísteka hins vegar hafa fengið að „þrífast í skugganum“, með græðgina að leiðarljósi. Rósa vísar til umsagnar Dýralæknafélags Íslands, sem kallar eftir því að niðurstöður yfirstandandi rannsóknar á blóðhag, blóðefnastöðu og öðrum þáttum til að meta áhrif blóðtökunnar á hryssurnar verði ritrýndar og birtar. Þá vitnar hún í lokaorð umsagnar Samtaka um dýravelferð á Íslandi, þar sem hún situr í stjórn. „Stjórnvöld Íslands verða að uppfæra lög í takt við skilning samtímans á velferð dýra. Að ræna fylfullar, mjólkandi hryssur blóði sínu til þess að framleiða frjósemislyf í gróðaskyni samræmist engan veginn þessum skilningi og ætti að heyra sögunni til.“
Dýr Dýraheilbrigði Blóðmerahald Lyf Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Sjá meira