Guðrún Valdís valin Rísandi stjarna ársins Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 13:55 Guðrún Valdís Jónsdóttir, öryggisstjóri og öryggisráðgjafi hjá Syndis. Gunnlöð Jóna Guðrún Valdís Jónsdóttir, öryggisstjóri og öryggisráðgjafi hjá Syndis, var valin Rísandi stjarna ársins (e. Rising star of the year) hjá Nordic Women in Tech Awards. Verðlaunaafhendingin fór fram í Gautaborg síðastliðinn fimmtudag, en tilnefndar voru yfir 400 konur frá Norðurlöndunum. Sigurvegarar voru valdir af alþjóðlegri dómnefnd skipuð tæknifólki úr ýmsum geirum á Norðurlöndunum. Veitt voru verðlaun í tíu flokkum þar sem valið var úr hópi fimm einstaklinga sem höfðu verið valdir af sérstökum dómnefndum í lokahóp hvers flokks. ,,Þetta kom mér virkilega á óvart. Ég bjóst alls ekki við þessu enda virkilega flottar og öflugar konur sem voru einnig tilnefndar til verðlaunanna. Það er ótrúlegur heiður að hafa fengið svona viðurkenningu á mínum störfum á alþjóðlegum vettvangi og er mér mikil hvatning,“ segir Guðrún Valdís í tilkynningu. „Mér þykir virkilega vænt um þessa viðurkenningu, sérstaklega þar sem aukin þátttaka kvenna í tækni- og netöryggisgeiranum er mér hjartans mál. Ég vona líka innilega að þetta virki sem hvatning fyrir aðrar ungar konur í tækni- og öryggisbransanum.“ Guðrún hefur starfað í tölvuöryggisgeiranum í fimm ár, bæði hérlendis og í Bandaríkjunum, en hún útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá Princeton University árið 2018. Ásamt því að vera öryggisstjóri-og ráðgjafi hjá Syndis er Guðrún Valdís einnig öryggisstjóri Nova og situr í stjórnum félaganna UAK og Vertonet. Fékk eina mínútu á sviði ,,Ég fékk eina mínútu uppi á sviði sem ég nýtti til að undirstrika mikilvægi mentora. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þá einstaklinga sem hafa leiðbeint mér í starfi í gegnum tíðina og á þeim margt að þakka. Þá biðlaði ég einnig til allra, og ekki síst karlmanna, í salnum til að taka að sér að leiðbeina yngri eða óreyndari konum í tæknigeiranum. Það getur haft gífurleg áhrif á starfsferil þeirra og minnkar líkurnar á brottfalli kvenna úr geiranum," er haft eftir Guðrúnu Valdísi í tilkynningunni. Nordic Women in Tech Awards eru haldin árlega með það að markmiði að auka sýnileika framúrskarandi kvenna í tæknigeiranum og hvetja yngri kynslóðir kvenna til að sækja í tæknistörf. Verðlaunin fyrir Rísandi stjörnu ársins eru veitt upprennandi konu í tæknigeiranum sem á síðustu fimm árum hefur sýnt framúrskarandi hæfni og frumleika innan tækniiðnaðarins og þykir hafa það sem til þarf til að verða einn af leiðtogum framtíðarinnar í sínum geira. Nokkrar konur frá Íslandi voru tilnefndar til verðlaunanna í ár. Þær eru Paula Gould, Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, Ingunn Henriksen, Árdís Rut Einarsdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Alondra Silva Muñoz, Anna Karlsdóttir, Violette Rivière. Þá voru íslensku félagasamtökin Vertonet tilnefnd til verðlauna sem og fyrirtækið Crowberry Capital. Guðrún Valdís var eina íslenska tilnefningin sem hlaut verðlaun í ár. Tækni Netöryggi Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Sigurvegarar voru valdir af alþjóðlegri dómnefnd skipuð tæknifólki úr ýmsum geirum á Norðurlöndunum. Veitt voru verðlaun í tíu flokkum þar sem valið var úr hópi fimm einstaklinga sem höfðu verið valdir af sérstökum dómnefndum í lokahóp hvers flokks. ,,Þetta kom mér virkilega á óvart. Ég bjóst alls ekki við þessu enda virkilega flottar og öflugar konur sem voru einnig tilnefndar til verðlaunanna. Það er ótrúlegur heiður að hafa fengið svona viðurkenningu á mínum störfum á alþjóðlegum vettvangi og er mér mikil hvatning,“ segir Guðrún Valdís í tilkynningu. „Mér þykir virkilega vænt um þessa viðurkenningu, sérstaklega þar sem aukin þátttaka kvenna í tækni- og netöryggisgeiranum er mér hjartans mál. Ég vona líka innilega að þetta virki sem hvatning fyrir aðrar ungar konur í tækni- og öryggisbransanum.“ Guðrún hefur starfað í tölvuöryggisgeiranum í fimm ár, bæði hérlendis og í Bandaríkjunum, en hún útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá Princeton University árið 2018. Ásamt því að vera öryggisstjóri-og ráðgjafi hjá Syndis er Guðrún Valdís einnig öryggisstjóri Nova og situr í stjórnum félaganna UAK og Vertonet. Fékk eina mínútu á sviði ,,Ég fékk eina mínútu uppi á sviði sem ég nýtti til að undirstrika mikilvægi mentora. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þá einstaklinga sem hafa leiðbeint mér í starfi í gegnum tíðina og á þeim margt að þakka. Þá biðlaði ég einnig til allra, og ekki síst karlmanna, í salnum til að taka að sér að leiðbeina yngri eða óreyndari konum í tæknigeiranum. Það getur haft gífurleg áhrif á starfsferil þeirra og minnkar líkurnar á brottfalli kvenna úr geiranum," er haft eftir Guðrúnu Valdísi í tilkynningunni. Nordic Women in Tech Awards eru haldin árlega með það að markmiði að auka sýnileika framúrskarandi kvenna í tæknigeiranum og hvetja yngri kynslóðir kvenna til að sækja í tæknistörf. Verðlaunin fyrir Rísandi stjörnu ársins eru veitt upprennandi konu í tæknigeiranum sem á síðustu fimm árum hefur sýnt framúrskarandi hæfni og frumleika innan tækniiðnaðarins og þykir hafa það sem til þarf til að verða einn af leiðtogum framtíðarinnar í sínum geira. Nokkrar konur frá Íslandi voru tilnefndar til verðlaunanna í ár. Þær eru Paula Gould, Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, Ingunn Henriksen, Árdís Rut Einarsdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Alondra Silva Muñoz, Anna Karlsdóttir, Violette Rivière. Þá voru íslensku félagasamtökin Vertonet tilnefnd til verðlauna sem og fyrirtækið Crowberry Capital. Guðrún Valdís var eina íslenska tilnefningin sem hlaut verðlaun í ár.
Tækni Netöryggi Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira