Mikið líf í Gufunesinu þar sem True Detective og Snerting eru tekin upp Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. nóvember 2022 21:00 Baltasar á setti. Lilja jóns Eitt stærsta kvikmyndaver Evrópu, sem staðsett er í Gufunesinu í Reykjavík, er töluvert aðdráttarafl fyrir erlendar framleiðslur að sögn leikstjóra og eiganda þess sem segist viss um að kvikmyndaiðnaðurinn geti verið ein af stoðgreinum landsins. Gríðarlegt umfang er á svæðinu þar sem þættirnir True detective eru teknir upp. Margt er um að vera í kvikmyndaveri RVK studios í Gufunesinu, þar sem kvikmyndin Snerting er meðal annars tekin upp. Myndin gerist á Íslandi, í London og Japan og fer jafnframt fram á þessum þremur tungumálum. „Í dag erum við að taka senu þar sem þrjátíu manns eru inni á staðnum, það er afmælisveisla. Allir Japanir á Íslandi eru hér í aukahlutverkum. Þetta er besti staðurinn fyrir Japani til að „mingla“ að koma hingað og vinna með okkur,“ segir Baltasar Kormákur Baltasarsson, leikstjóri og eigandi RVK studios. Við tökur á myndinni Snerting. Leikararnir eru Starkaður Pétursson, Pálmi Kormákur, Sigurður Ingvarsson og Akshay Kanna.lilja jóns Settið er japanskur veitingastaður frá árinu 1969 staðsettur í London. Nákvæm eftirlíking af staðnum sjálfum. Senan er tekin upp í stúdíói tvö en þar má meðal annars finna flugvél og fjölda herbergja. „Hérna er breskur bakgarður með múrsteinum og svona, þannig það er mikill töfraheimur víða.“ Þrjú stúdíó eru í kvikmyndaþorpinu en kvikmyndaverið er eitt það stærsta í Evrópu og möguleikarnir nær endalausir. Baltasar stendur í ströngu við leikstjórn þessa dagana.vísir/vilhelm Er hægt að gera hvað sem er hérna? „Já það er verið að gera Alaska hérna hinum megin, þannig það er nánast hægt að gera hvað sem er. Kvikmyndir eru svolítill töfraheimur. Harry Potter var meira og minna allur tekinn í stúdíói og núna með þessum þrem stúdíóum hérna þá er hægt að taka við svona verkefni.“ Atvinnuskapandi „Það eru svona verkefni í sjóndeildarhringnum. Ég er í viðræðum við stórar sjónvarpsseríur og Hollywood myndir sem er mögulega hægt að taka hér. Það var alltaf draumurinn minn. Mig langaði alltaf að búa til aðstöðu þar sem ég gæti bæði stækkað íslenska bransann og líka tekið erlend alþjóðleg verkefni og gert þau hérna og þannig líka skapað atvinnu fyrir fullt af starfsfólki.“ Hann telur kvikmyndaverið mikið aðdráttarafl fyrir stórar erlendar framleiðslur auk íslenskra verkefna og þar skipti ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hækka endurgreiðsluna upp í 35 prósent sköpum. Pálmi Kormákur og Koki frá tökum á kvikmyndinni Snerting.lilja jóns Baltasar segir að það sé vegna þessa framlags sem bandaríska leikkonan Jodie Foster láti fara vel um sig í kvikmyndaverinu því tökur á þáttunum True Detective fara nú fram þar. Verkefnið gæti verið tekið í raun hvar sem er í heiminum. „Sjáiði alla trukkana í kringum þetta. Það er út af þessu framtaki ríkisstjórnarinnar sem það er möguleiki að taka þessa þætti upp á Íslandi. Þetta er stærsta verkefni sem hefur verið gert í Íslandssögunni og það hefði ekki verið hægt án þess að vera með svona stúdíó til þess að taka á móti þessu þannig allt vinnur þetta saman.“ Kvikmyndaverin bókuð fram á vor „Og í raun og veru eru öll þessi stúdíó, öll þrjú, bókuð fram á vor og ég er ekki búin að klára að byggja þau. Þannig þetta lítur mjög vel út en auðvitað er þetta dýr og stór framkvæmd þannig það þarf kannski meira en það.“ Hér má sjá veitingastaðinn sem búinn var til í kvikmyndaverinu. Strangar reglur gilda um myndatökur inni á settinu en við fengum að mynda það að utan.vísir/vilhelm En þú ert viss um að hún borgi sig? „Það verður bara að koma í ljós, þetta er bara vogun vinnur vogun tapar.“ Möguleikar á uppbyggingu séu miklir enda bjóði stærð kvikmyndaversins upp á að hægt sé að taka á móti nánast hvaða verkefni sem er. „Möguleikarnir eru vissulega til staðar og það hefur verið talað um að margfalda kvikmyndaiðnaðinn á Íslandi. Ég tel það raunhæft, það er algjörlega hægt. Það er að sýna sig að þetta eru störf sem ungt fólk leitar í, þetta er eftirsótt vinna og ég held að þetta sé frábær viðbót við efnahagslífið á Íslandi.“ Tökur á True Detective á Íslandi Menning Bíó og sjónvarp Reykjavík Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir True Detective verður stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar Gert er ráð fyrir að tökur á fjórðu þáttaröð bandarísku sjónvarpsþáttanna True Detective muni taka níu mánuði og framleiðslukostnaður verði um níu milljarðar króna. 11. september 2022 18:41 Næsta þáttaröð True Detective tekin á Íslandi með Jodie Foster í aðalhlutverki Bandaríska stórleikkonan og leikstjórinn Jodie Foster mun snúa aftur á sjónvarpsskjáinn í fjórðu þáttaröðinni af HBO-seríunni True Detective. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að taka þættina upp á Íslandi næsta vetur en þeir gerast í Alaska í Bandaríkjunum. 27. maí 2022 15:00 Eitt stærsta kvikmyndaver í Evrópu opnað í Gufunesi Við opnunina brá borgarstjóri sér í nýtt hlutverk og leikstýrði senu í fyrsta verkefninu sem unnið er í kvikmyndaverinu í Gufunesi. 19. apríl 2018 20:00 Tökum á Snertingu lokið í London Tökum á kvikmyndinni Snertingu, í leikstjórn Baltasars Kormáks, lauk í London í mánuðinum. Tökur halda áfram á Íslandi í kvikmyndaveri RVK Studios í nóvember. Þaðan verður haldið til Japans eftir áramót þar sem tökum lýkur. 31. október 2022 15:30 Átti ekki von á að Snertingu myndi ganga svona vel Eitt stærsta kvikmyndadreifingarfyrirtæki heims hefur keypt réttinn að íslensku kvikmyndinni Snerting. Kaupsamningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar hvað íslenska kvikmynd varðar en leikstjórinn segist ekki hafa búist við svo góðum móttökum úr kvikmyndaheiminum. 9. október 2022 12:30 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Margt er um að vera í kvikmyndaveri RVK studios í Gufunesinu, þar sem kvikmyndin Snerting er meðal annars tekin upp. Myndin gerist á Íslandi, í London og Japan og fer jafnframt fram á þessum þremur tungumálum. „Í dag erum við að taka senu þar sem þrjátíu manns eru inni á staðnum, það er afmælisveisla. Allir Japanir á Íslandi eru hér í aukahlutverkum. Þetta er besti staðurinn fyrir Japani til að „mingla“ að koma hingað og vinna með okkur,“ segir Baltasar Kormákur Baltasarsson, leikstjóri og eigandi RVK studios. Við tökur á myndinni Snerting. Leikararnir eru Starkaður Pétursson, Pálmi Kormákur, Sigurður Ingvarsson og Akshay Kanna.lilja jóns Settið er japanskur veitingastaður frá árinu 1969 staðsettur í London. Nákvæm eftirlíking af staðnum sjálfum. Senan er tekin upp í stúdíói tvö en þar má meðal annars finna flugvél og fjölda herbergja. „Hérna er breskur bakgarður með múrsteinum og svona, þannig það er mikill töfraheimur víða.“ Þrjú stúdíó eru í kvikmyndaþorpinu en kvikmyndaverið er eitt það stærsta í Evrópu og möguleikarnir nær endalausir. Baltasar stendur í ströngu við leikstjórn þessa dagana.vísir/vilhelm Er hægt að gera hvað sem er hérna? „Já það er verið að gera Alaska hérna hinum megin, þannig það er nánast hægt að gera hvað sem er. Kvikmyndir eru svolítill töfraheimur. Harry Potter var meira og minna allur tekinn í stúdíói og núna með þessum þrem stúdíóum hérna þá er hægt að taka við svona verkefni.“ Atvinnuskapandi „Það eru svona verkefni í sjóndeildarhringnum. Ég er í viðræðum við stórar sjónvarpsseríur og Hollywood myndir sem er mögulega hægt að taka hér. Það var alltaf draumurinn minn. Mig langaði alltaf að búa til aðstöðu þar sem ég gæti bæði stækkað íslenska bransann og líka tekið erlend alþjóðleg verkefni og gert þau hérna og þannig líka skapað atvinnu fyrir fullt af starfsfólki.“ Hann telur kvikmyndaverið mikið aðdráttarafl fyrir stórar erlendar framleiðslur auk íslenskra verkefna og þar skipti ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hækka endurgreiðsluna upp í 35 prósent sköpum. Pálmi Kormákur og Koki frá tökum á kvikmyndinni Snerting.lilja jóns Baltasar segir að það sé vegna þessa framlags sem bandaríska leikkonan Jodie Foster láti fara vel um sig í kvikmyndaverinu því tökur á þáttunum True Detective fara nú fram þar. Verkefnið gæti verið tekið í raun hvar sem er í heiminum. „Sjáiði alla trukkana í kringum þetta. Það er út af þessu framtaki ríkisstjórnarinnar sem það er möguleiki að taka þessa þætti upp á Íslandi. Þetta er stærsta verkefni sem hefur verið gert í Íslandssögunni og það hefði ekki verið hægt án þess að vera með svona stúdíó til þess að taka á móti þessu þannig allt vinnur þetta saman.“ Kvikmyndaverin bókuð fram á vor „Og í raun og veru eru öll þessi stúdíó, öll þrjú, bókuð fram á vor og ég er ekki búin að klára að byggja þau. Þannig þetta lítur mjög vel út en auðvitað er þetta dýr og stór framkvæmd þannig það þarf kannski meira en það.“ Hér má sjá veitingastaðinn sem búinn var til í kvikmyndaverinu. Strangar reglur gilda um myndatökur inni á settinu en við fengum að mynda það að utan.vísir/vilhelm En þú ert viss um að hún borgi sig? „Það verður bara að koma í ljós, þetta er bara vogun vinnur vogun tapar.“ Möguleikar á uppbyggingu séu miklir enda bjóði stærð kvikmyndaversins upp á að hægt sé að taka á móti nánast hvaða verkefni sem er. „Möguleikarnir eru vissulega til staðar og það hefur verið talað um að margfalda kvikmyndaiðnaðinn á Íslandi. Ég tel það raunhæft, það er algjörlega hægt. Það er að sýna sig að þetta eru störf sem ungt fólk leitar í, þetta er eftirsótt vinna og ég held að þetta sé frábær viðbót við efnahagslífið á Íslandi.“
Tökur á True Detective á Íslandi Menning Bíó og sjónvarp Reykjavík Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir True Detective verður stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar Gert er ráð fyrir að tökur á fjórðu þáttaröð bandarísku sjónvarpsþáttanna True Detective muni taka níu mánuði og framleiðslukostnaður verði um níu milljarðar króna. 11. september 2022 18:41 Næsta þáttaröð True Detective tekin á Íslandi með Jodie Foster í aðalhlutverki Bandaríska stórleikkonan og leikstjórinn Jodie Foster mun snúa aftur á sjónvarpsskjáinn í fjórðu þáttaröðinni af HBO-seríunni True Detective. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að taka þættina upp á Íslandi næsta vetur en þeir gerast í Alaska í Bandaríkjunum. 27. maí 2022 15:00 Eitt stærsta kvikmyndaver í Evrópu opnað í Gufunesi Við opnunina brá borgarstjóri sér í nýtt hlutverk og leikstýrði senu í fyrsta verkefninu sem unnið er í kvikmyndaverinu í Gufunesi. 19. apríl 2018 20:00 Tökum á Snertingu lokið í London Tökum á kvikmyndinni Snertingu, í leikstjórn Baltasars Kormáks, lauk í London í mánuðinum. Tökur halda áfram á Íslandi í kvikmyndaveri RVK Studios í nóvember. Þaðan verður haldið til Japans eftir áramót þar sem tökum lýkur. 31. október 2022 15:30 Átti ekki von á að Snertingu myndi ganga svona vel Eitt stærsta kvikmyndadreifingarfyrirtæki heims hefur keypt réttinn að íslensku kvikmyndinni Snerting. Kaupsamningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar hvað íslenska kvikmynd varðar en leikstjórinn segist ekki hafa búist við svo góðum móttökum úr kvikmyndaheiminum. 9. október 2022 12:30 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
True Detective verður stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar Gert er ráð fyrir að tökur á fjórðu þáttaröð bandarísku sjónvarpsþáttanna True Detective muni taka níu mánuði og framleiðslukostnaður verði um níu milljarðar króna. 11. september 2022 18:41
Næsta þáttaröð True Detective tekin á Íslandi með Jodie Foster í aðalhlutverki Bandaríska stórleikkonan og leikstjórinn Jodie Foster mun snúa aftur á sjónvarpsskjáinn í fjórðu þáttaröðinni af HBO-seríunni True Detective. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að taka þættina upp á Íslandi næsta vetur en þeir gerast í Alaska í Bandaríkjunum. 27. maí 2022 15:00
Eitt stærsta kvikmyndaver í Evrópu opnað í Gufunesi Við opnunina brá borgarstjóri sér í nýtt hlutverk og leikstýrði senu í fyrsta verkefninu sem unnið er í kvikmyndaverinu í Gufunesi. 19. apríl 2018 20:00
Tökum á Snertingu lokið í London Tökum á kvikmyndinni Snertingu, í leikstjórn Baltasars Kormáks, lauk í London í mánuðinum. Tökur halda áfram á Íslandi í kvikmyndaveri RVK Studios í nóvember. Þaðan verður haldið til Japans eftir áramót þar sem tökum lýkur. 31. október 2022 15:30
Átti ekki von á að Snertingu myndi ganga svona vel Eitt stærsta kvikmyndadreifingarfyrirtæki heims hefur keypt réttinn að íslensku kvikmyndinni Snerting. Kaupsamningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar hvað íslenska kvikmynd varðar en leikstjórinn segist ekki hafa búist við svo góðum móttökum úr kvikmyndaheiminum. 9. október 2022 12:30