Í þættinum Um land allt á Stöð 2 fer Hafsteinn með okkur um hvelfingar Gvendarbrunna þaðan sem hálf þjóðin fær drykkjarvatnið sitt. Reykjavík, Seltjarnarnes, hluti Mosfellsbæjar og Kjalarnes fái vatn þaðan en Kópavogur og Álftanes fá vatn úr Vatnsendakrika, skammt frá, sem er sameiginlegt vatnsból með Reykjavík.

Gvendarbrunnar hafa verið vatnsból Reykvíkinga frá árinu 1909 en það er umgirt mannheldri girðingu. Í upprunalega vatnsbólinu var tekið yfirborðsvatn en því er löngu hætt, að sögn Hafsteins.
„Við erum með borholur og dælum vatninu upp úr hrauninu hérna og inn á lagnirnar.“
Hægt er nálgast þættina Um land allt á streymisveitunni Stöð 2+.
Hér má sjá þriggja mínútna kafla þar sem sjá má hvaðan borgarbúar fá kalda vatnið: