Tenniskonur á blæðingum geta nú keppt óhræddar á Wimbledon Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 23:30 Elena Rybakina frá Kasakstan lék til úrslita í einliðaleik kvenna á Wimbledon mótinu í sumar. Vísir/Getty Frá árinu 2014 hefur verið bannað að vera í lituðum nærfötum undir alhvítum keppnisfötum á Wimbledon mótinu í tennis. Nú hefur verið slakað á reglunum eftir gagnrýni tenniskvenna. Wimbledon mótið í tennis er eitt fjögurra risamóta sem haldið er á hverju ári. Saga mótsins er merkileg en það var haldið í fyrsta sinn árið 1877 og nemur heildarverðlaunafé á mótinu tæpum sjö milljörðum króna. Sú hefð hefur lengi verið við lýði að allir leikmenn klæðist alhvítum keppnisklæðnaði og síðan 2014 var nærfatnaður einnig felldur undir þessa reglu. Sú ákvörðun hefur fengið talsverða gagnrýni, ekki síst frá tenniskonum sem hafa upplifað kvíða vegna þessa þegar þær eru á blæðingum. Wimbledon is relaxing its requirement for all-white clothing to allow female players to wear colored undershorts to be more comfortable on their periods. https://t.co/e8ky2ypBiK— The Associated Press (@AP) November 17, 2022 Billie Jean King, sexfaldur Wimbledon meistari, var ein af þeim sem var í fararbroddi í umræðunni um reglubreytinguna. „Mín kynslóð var alltaf með áhyggjur því við vorum í alhvítum klæðnaði öllum stundum. Það er klæðnaðurinn undir sem er mikilvægur þegar þú ert á blæðingum. Við vorum alltaf að athuga hvort eitthvað myndi sjást.“ „Maður verður áhyggjufullur því fyrst og fremst erum við skemmtikraftar og þú villt alltaf líta óaðfinnanlega út, líta frábærlega út. Manni líður eins og maður geti andað og þurfi ekki að athuga stöðuna á hverri mínútu þegar maður sest niður og skiptir um vallarhelming. Nú er þetta komið í umræðuna og það er mikilvægt að við eigum samræðurnar,“ sagði King að auki. Serena Williams vann Wimbledon mótið sjö sinnum á sínum ferli. Hér er hún á mótinu í sumar.Vísir/Getty Sally Bolton, stjórnarformaður All England tennisfélagsins sem heldur Wimbledon mótið, segir mikilvægt að styðja við leikmenn. „Við ætlum okkur að styðja við leikmennina og hlusta á þeirra rödd varðandi það hvernig þeir geta staðið sig sem best á mótinu,“ sagði Bolton. „Það er okkar von að þessi reglubreyting hjálpi leikmönnum að einbeita sér að sinni frammistöðu og komi í veg fyrir kvíðavaldandi aðstæður.“ Tennis Bretland Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
Wimbledon mótið í tennis er eitt fjögurra risamóta sem haldið er á hverju ári. Saga mótsins er merkileg en það var haldið í fyrsta sinn árið 1877 og nemur heildarverðlaunafé á mótinu tæpum sjö milljörðum króna. Sú hefð hefur lengi verið við lýði að allir leikmenn klæðist alhvítum keppnisklæðnaði og síðan 2014 var nærfatnaður einnig felldur undir þessa reglu. Sú ákvörðun hefur fengið talsverða gagnrýni, ekki síst frá tenniskonum sem hafa upplifað kvíða vegna þessa þegar þær eru á blæðingum. Wimbledon is relaxing its requirement for all-white clothing to allow female players to wear colored undershorts to be more comfortable on their periods. https://t.co/e8ky2ypBiK— The Associated Press (@AP) November 17, 2022 Billie Jean King, sexfaldur Wimbledon meistari, var ein af þeim sem var í fararbroddi í umræðunni um reglubreytinguna. „Mín kynslóð var alltaf með áhyggjur því við vorum í alhvítum klæðnaði öllum stundum. Það er klæðnaðurinn undir sem er mikilvægur þegar þú ert á blæðingum. Við vorum alltaf að athuga hvort eitthvað myndi sjást.“ „Maður verður áhyggjufullur því fyrst og fremst erum við skemmtikraftar og þú villt alltaf líta óaðfinnanlega út, líta frábærlega út. Manni líður eins og maður geti andað og þurfi ekki að athuga stöðuna á hverri mínútu þegar maður sest niður og skiptir um vallarhelming. Nú er þetta komið í umræðuna og það er mikilvægt að við eigum samræðurnar,“ sagði King að auki. Serena Williams vann Wimbledon mótið sjö sinnum á sínum ferli. Hér er hún á mótinu í sumar.Vísir/Getty Sally Bolton, stjórnarformaður All England tennisfélagsins sem heldur Wimbledon mótið, segir mikilvægt að styðja við leikmenn. „Við ætlum okkur að styðja við leikmennina og hlusta á þeirra rödd varðandi það hvernig þeir geta staðið sig sem best á mótinu,“ sagði Bolton. „Það er okkar von að þessi reglubreyting hjálpi leikmönnum að einbeita sér að sinni frammistöðu og komi í veg fyrir kvíðavaldandi aðstæður.“
Tennis Bretland Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti