Á vef forsætisráðuneytisins kemur fram að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni taka á móti Marin í Norræna húsinu klukka 11 á þriðjudag þar sem þær munu eiga tvíhliða fund.
„Klukkan 12:30 til 13:15 munu forsætisráðherrarnir halda í Þjóðminjasafnið þar sem þær munu eiga hádegisspjall um stórar áskoranir og tækifæri samtímans. Heimir Már Pétursson stýrir umræðum og er viðburðurinn á vegum forsætisráðuneytisins og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.
Katrín heimsótti Marin til Finnlands í apríl síðastliðinn.