Bókabíllinn: úti að aka Brynhildur Bolladóttir skrifar 18. nóvember 2022 11:01 Síðustu vikur hef ég rétt eins og í skáldsögum blikkað augunum margoft og klórað mér í höfðinu til að fullvissa mig um að mig sé ekki að dreyma. Bókabíllinn er að hætta þjónustu sinni við borgarbúa eftir rúm 50 ár á götunni. Á fimmtudögum sjáum ég og dóttir mín bláu rútuna keyra inn Laugalækinn á leið okkar heim úr leikskólanum og hún æpir upp yfir sig af gleði „Bókabíllinn!“ og við förum og veljum okkur bækur í ævintýraheiminum sem bíllinn er. Ég og hún. Gæðastundir. Kaldhæðni örlaganna er sú að strákurinn minn (18 mánaða) mun eins og fram horfir ekki fá að upplifa þessar stundir, ekki finna gleðina við það þegar bíllinn keyrir inn götuna og hann getur valið sér ævintýri til að týna sér í, flett í gegnum bækur og vegið og metið hverjar skuli taka með heim. Strákurinn minn sem finnst svo gaman að lesa, mun læra að lesa sjálfur og kunna að lesa sér til gagns mun ekki fá þessar stundir. Við fjölskyldan notum bókasöfnin líka, en ekkert er í beint göngufjarlægð frá okkur. Bókasöfn eru eitthvað það stórkostlegasta sem til er og Borgarbókasafnið býður svo sannarlega frábæra þjónustu í allskonar formi. Ég geri mér grein fyrir því að verkefni borgarinnar eru mörg og ærin, málaflokkarnir eru margir og flóknir, fjármagnið af skornum skammti. Eins og alltaf. En í stóra samhenginu eru 100 milljónir í nærþjónustu sem eykur ánægju og gleði af lestri einhvernveginn eitthvað svo lítið. Þegar ég hugsa út fyrir heimilisbókhaldið mitt og yfir í rekstur borgarinnar þá get ég ekki annað en spurt mig hvort þetta sé í alvöru sú forgangsröðun sem þurfi að fara í. Fátt hefur verið háværara í umræðu um skólakerfið sl. ár en hvernig lestrarkunnáttu og lesskilningi fari aftur, fyrir utan auðvitað mögulega útdauða íslenskunnar. Ekkert af þessu er nú kannski á ábyrgð Bókabílsins, en hverfi hann þá styður það a.m.k. ekki við bækur í nábýli fólks í Laugarnesi, Kjalarnesi, Fossvogi, Hlíðum, Grafarholti… Í raun ætti Bókabíllinn að aka meira, stoppa á fleiri stöðum. Ég sé strax í svipinn að það mætti bæta Vesturbæjarlaug við. Kæri Dagur borgarstjóri, kæra Pálína borgarbókavörður. Ég skrifa þessi orð í veikri von um að ákvörðuninni verði snúið við og Bókabíllinn efldur þess í stað. Borgin gerð enn blómlegri en hún er, með ávöxtum bókmenntanna sem auðga lífið svo sannarlega. Leyfum Bókabílnum að gera það sem hann gerir svo vel, að vera úti að aka. Höfundur er lögfræðingur og lestrarhestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Bolladóttir Reykjavík Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hef ég rétt eins og í skáldsögum blikkað augunum margoft og klórað mér í höfðinu til að fullvissa mig um að mig sé ekki að dreyma. Bókabíllinn er að hætta þjónustu sinni við borgarbúa eftir rúm 50 ár á götunni. Á fimmtudögum sjáum ég og dóttir mín bláu rútuna keyra inn Laugalækinn á leið okkar heim úr leikskólanum og hún æpir upp yfir sig af gleði „Bókabíllinn!“ og við förum og veljum okkur bækur í ævintýraheiminum sem bíllinn er. Ég og hún. Gæðastundir. Kaldhæðni örlaganna er sú að strákurinn minn (18 mánaða) mun eins og fram horfir ekki fá að upplifa þessar stundir, ekki finna gleðina við það þegar bíllinn keyrir inn götuna og hann getur valið sér ævintýri til að týna sér í, flett í gegnum bækur og vegið og metið hverjar skuli taka með heim. Strákurinn minn sem finnst svo gaman að lesa, mun læra að lesa sjálfur og kunna að lesa sér til gagns mun ekki fá þessar stundir. Við fjölskyldan notum bókasöfnin líka, en ekkert er í beint göngufjarlægð frá okkur. Bókasöfn eru eitthvað það stórkostlegasta sem til er og Borgarbókasafnið býður svo sannarlega frábæra þjónustu í allskonar formi. Ég geri mér grein fyrir því að verkefni borgarinnar eru mörg og ærin, málaflokkarnir eru margir og flóknir, fjármagnið af skornum skammti. Eins og alltaf. En í stóra samhenginu eru 100 milljónir í nærþjónustu sem eykur ánægju og gleði af lestri einhvernveginn eitthvað svo lítið. Þegar ég hugsa út fyrir heimilisbókhaldið mitt og yfir í rekstur borgarinnar þá get ég ekki annað en spurt mig hvort þetta sé í alvöru sú forgangsröðun sem þurfi að fara í. Fátt hefur verið háværara í umræðu um skólakerfið sl. ár en hvernig lestrarkunnáttu og lesskilningi fari aftur, fyrir utan auðvitað mögulega útdauða íslenskunnar. Ekkert af þessu er nú kannski á ábyrgð Bókabílsins, en hverfi hann þá styður það a.m.k. ekki við bækur í nábýli fólks í Laugarnesi, Kjalarnesi, Fossvogi, Hlíðum, Grafarholti… Í raun ætti Bókabíllinn að aka meira, stoppa á fleiri stöðum. Ég sé strax í svipinn að það mætti bæta Vesturbæjarlaug við. Kæri Dagur borgarstjóri, kæra Pálína borgarbókavörður. Ég skrifa þessi orð í veikri von um að ákvörðuninni verði snúið við og Bókabíllinn efldur þess í stað. Borgin gerð enn blómlegri en hún er, með ávöxtum bókmenntanna sem auðga lífið svo sannarlega. Leyfum Bókabílnum að gera það sem hann gerir svo vel, að vera úti að aka. Höfundur er lögfræðingur og lestrarhestur.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun