Íhuga að breyta reglum í miðri keppni en enga kæru þarf til Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2022 12:31 Á einum tímapunkti í þriðja leikhluta voru óvart fjórir erlendir leikmenn Tindastóls innan vallar, í bikarleiknum gegn Haukum. Skjáskot/RÚV Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir mögulegt fyrir sambandið að breyta reglum í miðri keppni. Hins vegar þurfi enga kæru til. Kallað hefur verið eftir vægari viðurlögum við brotum á reglum um fjölda erlenda leikmanna, eftir bikarleik Tindastóls og Hauka. Haukar kærðu úrslitin eftir tap gegn Tindastóli í VÍS-bikar karla í körfubolta eftir að í ljós kom að á einum tímapunkti í leiknum, þegar Haukar áttu vítaskot, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls innan vallar á sama tíma. Hámarkið er þrír erlendir leikmenn, samkvæmt reglum sem tóku gildi í sumar. Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ dæmdi Haukum í vil, 20-0 sigur, en Tindastóll hefur frest fram á næsta þriðjudag til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KKÍ. Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, sagði við Vísi í vikunni að markmiðið með því að kæra úrslitin hefði ekki verið að Haukar kæmust áfram í bikarnum, heldur að laga „stranga og meingallaða“ reglugerð. Bragi, líkt og fleiri, telur að milda þurfi viðurlögin við því að óvart séu fjórir erlendir leikmenn inná í sama liði en Hannes segir það ekki einfalt mál. „Í fyrsta lagi er aldrei hægt að breyta reglum afturvirkt, það er alveg á hreinu. Það er dómur fallinn hjá aga- og úrskurðanefnd, samkvæmt kröfu Hauka um að vinna 20-0. Varðandi breytingu á reglugerð virðast engir annmarkar á reglugerðinni sem slíkri, samkvæmt dómnum. Það sem menn eru að horfa til er hvort breyta þurfi viðurlögunum. Að þau séu of ströng,“ segir Hannes og hefur það mál verið til umræðu hjá stjórn KKÍ. Málið rætt á stjórnarfundum „Stjórnin ræddi þetta á síðasta stjórnarfundi í byrjun nóvember og við munum halda áfram að fara yfir alla vinkla í þessu á næsta fundi í byrjun desember. Við höfum látið viðkomandi félög vita af því. Við munum taka þessa reglugerð aftur fyrir og ræða þetta. En reglugerðum er ekki bara breytt með einu pennastriki á 2-3 dögum. Ég er ekki að segja að einhverju verði breytt en við ræddum þetta á síðasta fundi og ákváðum að ræða þetta frekar á næsta fundi, aðallega út frá viðurlögunum,“ segir Hannes. Stjórnin geti alltaf breytt reglum og ekki þurfi kærur til Hannes segir ekki hafa verið þörf á því fyrir Hauka að kæra úrslitin hafi þeir aðeins viljað að stjórn KKÍ breytti reglunum. Það sé í raun ótengt mál enda er það í höndum stjórnar að breyta reglunum en í höndum sjálfstæðs aðila, aga- og úrskurðarnefndar, að taka kæruna fyrir. „Stjórnin getur alltaf endurskoðað reglugerðir telji hún þess þurfa og það þarf engar kærur til þess. Stjórnin er með reglugerðarvald á milli þinga, eins og til dæmis þegar reglunni um erlenda leikmenn var breytt í vor að beiðni félaganna. Það kom engin beiðni frá þeim um hvernig ætti að breyta henni, aðeins að það yrði farið í 3+2, og stjórnin fór svo í þessa vinnu.“ Ekki hægt að endurtaka leikinn Sömuleiðis segir Hannes ekki inni í myndinni að leikur Hauka og Tindastóls verði endurtekinn, eins og formaður Hauka kallaði eftir. „Það er ekki hægt. KKÍ getur ekki tekið ákvörðun um það. Haukar hefðu þá þurft að hafa það sem eina af kröfum sínum í kærunni. KKÍ getur ekkert gert núna, það er bara búið að dæma leikinn 20-0. KKÍ getur ekki bara valið leik og breytt úrslitum í honum. Við erum með okkar dómstig, aga- og úrskurðarnefnd og áfrýjunardómstól, sem eru algjörlega óháð KKÍ. Ég hef til dæmis engin samskipti átt við aga- og úrskurðarnefnd og mun ekki eiga.“ Þarf mjög sterk rök til að breyta Reglurnar um erlenda leikmenn, og sérstaklega viðurlög við brotum á þeim, hafa verið mikið til umræðu en munu að óbreyttu haldast þær sömu út keppnistímabilið þó að Hannes útiloki ekki breytingar eins og fyrr segir. „En það er alla vega mjög erfitt að breyta reglugerð inni í miðri keppni. Það þurfa að vera mjög sterk rök fyrir því. Þessi mál verða örugglega til umræðu á þinginu okkar í lok mars,“ segir Hannes og bætir við að ekki sé ákjósanlegt að breyta reglum í miðri keppni. „Það er hægt en við viljum helst ekki breyta reglugerð í miðri keppni. Við höfum aldrei breytt reglugerðum inni í miðri keppni en ef menn komast að niðurstöðu um að þess þurfi þá gerum við það, en það þarf að vinna það vel og örugglega.“ Hvernig á dómari að fylgjast með þessu? Hannes segir að lausnir á borð við þá að dómarar sjái um að fylgjast með fjölda erlenda leikmanna hverju sinni, og að dæmd sé til dæmis tæknivilla fyrir brot á reglunum, séu óraunhæfar: „Hvernig á það að vera í framkvæmd? Hvernig ætlum við að vita hverjir eru útlendingar og hverjir ekki? Hvernig á dómarinn að fylgjast með því að þessu sé fylgt eftir, þegar leikurinn er í fullum gangi? Það er ekki hægt að setja þetta í hendurnar á dómurum,“ segir Hannes. En hvað þá með starfsfólkið á ritaraborði, gæti það fylgst með fjölda erlendra leikmanna? „Þá ertu farinn að setja ansi mikla ábyrgð á þau sem eru á ritaraborðinu, fólk í sjálfboðavinnu, og viljum við leggja þetta á þau?“ Subway-deild karla Körfubolti Haukar Tindastóll Tengdar fréttir Haukum dæmdur sigur og liðið tekur sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum Haukar munu taka sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta eftir að aga- og úrskurðarnefnd KKÍ dæmdi liðinu sigur í bikarleik liðanna sem fram fór fyrir tæpum mánuði síðan. 15. nóvember 2022 18:22 Brynjar segir KKÍ vera ákvörðunarfælið samband og vill sjá nýtt fólk í forystu Stjórn Körfuknattleiksambands Íslands var meðal þessa sem var til umræðu í nýjustu Framlengingunni í Körfuboltakvöldi en þar voru nokkur hitamál tekin fyrir. 8. nóvember 2022 10:00 Haukar sendu inn kæru en ekki KKÍ Ekki er búist við niðurstöðu varðandi úrslitin í leik Tindastóls og Hauka, í 32-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta, fyrr en í allra fyrsta lagi í næstu viku. 31. október 2022 12:00 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Haukar kærðu úrslitin eftir tap gegn Tindastóli í VÍS-bikar karla í körfubolta eftir að í ljós kom að á einum tímapunkti í leiknum, þegar Haukar áttu vítaskot, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls innan vallar á sama tíma. Hámarkið er þrír erlendir leikmenn, samkvæmt reglum sem tóku gildi í sumar. Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ dæmdi Haukum í vil, 20-0 sigur, en Tindastóll hefur frest fram á næsta þriðjudag til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KKÍ. Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, sagði við Vísi í vikunni að markmiðið með því að kæra úrslitin hefði ekki verið að Haukar kæmust áfram í bikarnum, heldur að laga „stranga og meingallaða“ reglugerð. Bragi, líkt og fleiri, telur að milda þurfi viðurlögin við því að óvart séu fjórir erlendir leikmenn inná í sama liði en Hannes segir það ekki einfalt mál. „Í fyrsta lagi er aldrei hægt að breyta reglum afturvirkt, það er alveg á hreinu. Það er dómur fallinn hjá aga- og úrskurðanefnd, samkvæmt kröfu Hauka um að vinna 20-0. Varðandi breytingu á reglugerð virðast engir annmarkar á reglugerðinni sem slíkri, samkvæmt dómnum. Það sem menn eru að horfa til er hvort breyta þurfi viðurlögunum. Að þau séu of ströng,“ segir Hannes og hefur það mál verið til umræðu hjá stjórn KKÍ. Málið rætt á stjórnarfundum „Stjórnin ræddi þetta á síðasta stjórnarfundi í byrjun nóvember og við munum halda áfram að fara yfir alla vinkla í þessu á næsta fundi í byrjun desember. Við höfum látið viðkomandi félög vita af því. Við munum taka þessa reglugerð aftur fyrir og ræða þetta. En reglugerðum er ekki bara breytt með einu pennastriki á 2-3 dögum. Ég er ekki að segja að einhverju verði breytt en við ræddum þetta á síðasta fundi og ákváðum að ræða þetta frekar á næsta fundi, aðallega út frá viðurlögunum,“ segir Hannes. Stjórnin geti alltaf breytt reglum og ekki þurfi kærur til Hannes segir ekki hafa verið þörf á því fyrir Hauka að kæra úrslitin hafi þeir aðeins viljað að stjórn KKÍ breytti reglunum. Það sé í raun ótengt mál enda er það í höndum stjórnar að breyta reglunum en í höndum sjálfstæðs aðila, aga- og úrskurðarnefndar, að taka kæruna fyrir. „Stjórnin getur alltaf endurskoðað reglugerðir telji hún þess þurfa og það þarf engar kærur til þess. Stjórnin er með reglugerðarvald á milli þinga, eins og til dæmis þegar reglunni um erlenda leikmenn var breytt í vor að beiðni félaganna. Það kom engin beiðni frá þeim um hvernig ætti að breyta henni, aðeins að það yrði farið í 3+2, og stjórnin fór svo í þessa vinnu.“ Ekki hægt að endurtaka leikinn Sömuleiðis segir Hannes ekki inni í myndinni að leikur Hauka og Tindastóls verði endurtekinn, eins og formaður Hauka kallaði eftir. „Það er ekki hægt. KKÍ getur ekki tekið ákvörðun um það. Haukar hefðu þá þurft að hafa það sem eina af kröfum sínum í kærunni. KKÍ getur ekkert gert núna, það er bara búið að dæma leikinn 20-0. KKÍ getur ekki bara valið leik og breytt úrslitum í honum. Við erum með okkar dómstig, aga- og úrskurðarnefnd og áfrýjunardómstól, sem eru algjörlega óháð KKÍ. Ég hef til dæmis engin samskipti átt við aga- og úrskurðarnefnd og mun ekki eiga.“ Þarf mjög sterk rök til að breyta Reglurnar um erlenda leikmenn, og sérstaklega viðurlög við brotum á þeim, hafa verið mikið til umræðu en munu að óbreyttu haldast þær sömu út keppnistímabilið þó að Hannes útiloki ekki breytingar eins og fyrr segir. „En það er alla vega mjög erfitt að breyta reglugerð inni í miðri keppni. Það þurfa að vera mjög sterk rök fyrir því. Þessi mál verða örugglega til umræðu á þinginu okkar í lok mars,“ segir Hannes og bætir við að ekki sé ákjósanlegt að breyta reglum í miðri keppni. „Það er hægt en við viljum helst ekki breyta reglugerð í miðri keppni. Við höfum aldrei breytt reglugerðum inni í miðri keppni en ef menn komast að niðurstöðu um að þess þurfi þá gerum við það, en það þarf að vinna það vel og örugglega.“ Hvernig á dómari að fylgjast með þessu? Hannes segir að lausnir á borð við þá að dómarar sjái um að fylgjast með fjölda erlenda leikmanna hverju sinni, og að dæmd sé til dæmis tæknivilla fyrir brot á reglunum, séu óraunhæfar: „Hvernig á það að vera í framkvæmd? Hvernig ætlum við að vita hverjir eru útlendingar og hverjir ekki? Hvernig á dómarinn að fylgjast með því að þessu sé fylgt eftir, þegar leikurinn er í fullum gangi? Það er ekki hægt að setja þetta í hendurnar á dómurum,“ segir Hannes. En hvað þá með starfsfólkið á ritaraborði, gæti það fylgst með fjölda erlendra leikmanna? „Þá ertu farinn að setja ansi mikla ábyrgð á þau sem eru á ritaraborðinu, fólk í sjálfboðavinnu, og viljum við leggja þetta á þau?“
Subway-deild karla Körfubolti Haukar Tindastóll Tengdar fréttir Haukum dæmdur sigur og liðið tekur sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum Haukar munu taka sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta eftir að aga- og úrskurðarnefnd KKÍ dæmdi liðinu sigur í bikarleik liðanna sem fram fór fyrir tæpum mánuði síðan. 15. nóvember 2022 18:22 Brynjar segir KKÍ vera ákvörðunarfælið samband og vill sjá nýtt fólk í forystu Stjórn Körfuknattleiksambands Íslands var meðal þessa sem var til umræðu í nýjustu Framlengingunni í Körfuboltakvöldi en þar voru nokkur hitamál tekin fyrir. 8. nóvember 2022 10:00 Haukar sendu inn kæru en ekki KKÍ Ekki er búist við niðurstöðu varðandi úrslitin í leik Tindastóls og Hauka, í 32-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta, fyrr en í allra fyrsta lagi í næstu viku. 31. október 2022 12:00 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Haukum dæmdur sigur og liðið tekur sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum Haukar munu taka sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta eftir að aga- og úrskurðarnefnd KKÍ dæmdi liðinu sigur í bikarleik liðanna sem fram fór fyrir tæpum mánuði síðan. 15. nóvember 2022 18:22
Brynjar segir KKÍ vera ákvörðunarfælið samband og vill sjá nýtt fólk í forystu Stjórn Körfuknattleiksambands Íslands var meðal þessa sem var til umræðu í nýjustu Framlengingunni í Körfuboltakvöldi en þar voru nokkur hitamál tekin fyrir. 8. nóvember 2022 10:00
Haukar sendu inn kæru en ekki KKÍ Ekki er búist við niðurstöðu varðandi úrslitin í leik Tindastóls og Hauka, í 32-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta, fyrr en í allra fyrsta lagi í næstu viku. 31. október 2022 12:00
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn