Elanga kemur Ronaldo til varnar Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2022 11:00 Elanga tók upp hanskann fyrir Ronaldo í viðtali eftir landsleik Svía. Vísir/Getty Anthony Elanga tók upp hanskann fyrir Cristiano Ronaldo í viðtali eftir landsleik Svíþjóðar og Mexíkó í vikunni. Gagnrýni Ronaldo gagnvart ungum leikmönnum í viðtali hans hjá Piers Morgan hefur vakið töluverða athygli. Cristiano Ronaldo hefur verið í aðalhlutverki í fréttum í vikunni vegna fjölmargra athyglisverðra ummæla hans í viðtali hjá Piers Morgan. Meðal þess sem þar kom fram var gagnrýni Ronaldo á unga leikmenn sem hann sagði skorta hungur til að ná árangri. „Allt er auðveldara og þeim er sama um hluti. Ég er ekki bara að tala um í Manchester, heldur í öllum liðum og öllum deildum heims. Ungir leikmenn eru ekki eins og mín kynslóð.“ „Þeir munu ekki eiga langa knattspyrnuferla, það er ómögulegt. Hjá minni kynslóð sérðu leikmenn spila til 36, 37 eða 38 ára aldurs á hæsta getustigi. Þú munt geta talið það á fingrum annarrar handar hversu margir leikmenn af núverandi kynslóð munu ná svo langt.“ Anthony Elanga, leikmaður United, var spurður út í viðtal Ronaldo og Morgan eftir landsleik Svíþjóðar og Mexíkó í vikunni. Hann tók að vissu leyti upp hanskann fyrir liðsfélaga sinn. „Cristiano er að tala um unga leikmenn almennt séð. Við erum ný kynslóð. Ég er alltaf 100% einbeittur í því sem ég geri en ég skil það sem hann er að segja. Það er mikið um síma og mikil tækni. Það er auðvelt fyrir unga leikmenn að verða fyrir truflun og missa einbeitinguna.“ Elanga segir að álit sitt á Ronaldo hafi ekki breyst eftir viðtalið en fréttir hafa borist af því að leikmenn United vilji að félagið verði búið að losa sig við hann þegar leikmenn koma saman á ný eftir heimsmeistaramótið í Katar. „Þegar ég er með honum hefur hann ekki breyst. Hann er ennþá Cristiano Ronaldo fyrir mér, hann hefur hjálpað mér mjög mikið,“ bætti Elanga við en í grein Aftonbladet kemur fram að þeir hafi átt í góðu sambandi og að Ronaldo hafi aðstoðað unga Svíann á styrktaræfingum. „Stundum eru það bara ég og hann í líkamsræktinni.“ Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Sjá meira
Cristiano Ronaldo hefur verið í aðalhlutverki í fréttum í vikunni vegna fjölmargra athyglisverðra ummæla hans í viðtali hjá Piers Morgan. Meðal þess sem þar kom fram var gagnrýni Ronaldo á unga leikmenn sem hann sagði skorta hungur til að ná árangri. „Allt er auðveldara og þeim er sama um hluti. Ég er ekki bara að tala um í Manchester, heldur í öllum liðum og öllum deildum heims. Ungir leikmenn eru ekki eins og mín kynslóð.“ „Þeir munu ekki eiga langa knattspyrnuferla, það er ómögulegt. Hjá minni kynslóð sérðu leikmenn spila til 36, 37 eða 38 ára aldurs á hæsta getustigi. Þú munt geta talið það á fingrum annarrar handar hversu margir leikmenn af núverandi kynslóð munu ná svo langt.“ Anthony Elanga, leikmaður United, var spurður út í viðtal Ronaldo og Morgan eftir landsleik Svíþjóðar og Mexíkó í vikunni. Hann tók að vissu leyti upp hanskann fyrir liðsfélaga sinn. „Cristiano er að tala um unga leikmenn almennt séð. Við erum ný kynslóð. Ég er alltaf 100% einbeittur í því sem ég geri en ég skil það sem hann er að segja. Það er mikið um síma og mikil tækni. Það er auðvelt fyrir unga leikmenn að verða fyrir truflun og missa einbeitinguna.“ Elanga segir að álit sitt á Ronaldo hafi ekki breyst eftir viðtalið en fréttir hafa borist af því að leikmenn United vilji að félagið verði búið að losa sig við hann þegar leikmenn koma saman á ný eftir heimsmeistaramótið í Katar. „Þegar ég er með honum hefur hann ekki breyst. Hann er ennþá Cristiano Ronaldo fyrir mér, hann hefur hjálpað mér mjög mikið,“ bætti Elanga við en í grein Aftonbladet kemur fram að þeir hafi átt í góðu sambandi og að Ronaldo hafi aðstoðað unga Svíann á styrktaræfingum. „Stundum eru það bara ég og hann í líkamsræktinni.“
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Sjá meira