Myndavélar í sjálfsafgreiðslukössum sporna gegn þjófnaði Bjarki Sigurðsson skrifar 19. nóvember 2022 11:46 Sjálfsafgreiðslukassar í Krónunni. Vísir Maður var gómaður í verslun í Kópavogi í gærkvöldi við að skanna strikamerki ódýrari vara en hann ætlaði sér að kaupa í sjálfsafgreiðslukassa verslunarinnar. Þetta var í fertugasta og sjötta skiptið sem maðurinn er gripinn við þá iðju. Framkvæmdastjóri Hagkaups segir að þrátt fyrir nokkra svarta sauði sem stunda þetta sé það ekki algengt. Sjálfsafgreiðslukassarnir eru með ákveðnar leiðir til að stöðva þjófana. Maður var á sjöunda tímanum í gærkvöldi gripinn við að skanna aðrar vörur en hann ætlaði sér að kaupa. Hann tók ódýrar vörur og skannaði þær við kassann en reyndi að ganga út með vörur sem kostuðu töluvert meira. Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að flestir fari eftir settum reglum við kassana en þrátt fyrir það séu alltaf ákveðnir svartir sauðir sem reyna að komast upp með þetta. „Við búum í þannig umhverfi við verslunarmenn að við erum alltaf með einhverja svarta sauði sem eru aðeins að prófa kerfin og láta reyna á þau. Sjálfsafgreiðslan er þannig lagað ný tækni á Íslandi. Svörtu sauðirnir prófa kerfin og tekst kannski í nokkur skipti. En á endanum erum við með öflug eftirlitskerfi og erum frekar fljót að taka eftir þessu,“ segir Sigurður. Búnaður sem greinir vörurnar Kassarnir eru með búnaði sem á að koma í veg fyrir að slíkur þjófnaður eigi sér stað. Til dæmis eru myndavélar inni í kassanum sem geta greint hver varan er. Sé gulur ávöxtur settur á vigtina veit kassinn að líklegast sé um að ræða sítrónu, gult epli eða annað slíkt. „Hann er kominn með myndavélar sem þekkja hluti og taka upp hluti sem settir er á kassann. Svo eru ýmisleg önnur kerfi í kringum þetta sem hjálpa okkur að taka eftir því ef eitthvað er skrítið. Við erum frekar fljót að uppgötva alla misnotkun,“ segir Sigurður. Þrátt fyrir örfá dæmi um þjófnað hafa sjálfsafgreiðslukassarnir þó reynst vel. „Það er verið að stytta tímann fyrir viðskiptavini og til þess að láta allt ganga greiðlega fyrir sig. Við náum að fylgjast með öllum athugasemdum sem fram koma á kössunum og erum að bregðast hratt við að laga það,“ segir Sigurður Verslun Lögreglumál Tækni Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
Maður var á sjöunda tímanum í gærkvöldi gripinn við að skanna aðrar vörur en hann ætlaði sér að kaupa. Hann tók ódýrar vörur og skannaði þær við kassann en reyndi að ganga út með vörur sem kostuðu töluvert meira. Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að flestir fari eftir settum reglum við kassana en þrátt fyrir það séu alltaf ákveðnir svartir sauðir sem reyna að komast upp með þetta. „Við búum í þannig umhverfi við verslunarmenn að við erum alltaf með einhverja svarta sauði sem eru aðeins að prófa kerfin og láta reyna á þau. Sjálfsafgreiðslan er þannig lagað ný tækni á Íslandi. Svörtu sauðirnir prófa kerfin og tekst kannski í nokkur skipti. En á endanum erum við með öflug eftirlitskerfi og erum frekar fljót að taka eftir þessu,“ segir Sigurður. Búnaður sem greinir vörurnar Kassarnir eru með búnaði sem á að koma í veg fyrir að slíkur þjófnaður eigi sér stað. Til dæmis eru myndavélar inni í kassanum sem geta greint hver varan er. Sé gulur ávöxtur settur á vigtina veit kassinn að líklegast sé um að ræða sítrónu, gult epli eða annað slíkt. „Hann er kominn með myndavélar sem þekkja hluti og taka upp hluti sem settir er á kassann. Svo eru ýmisleg önnur kerfi í kringum þetta sem hjálpa okkur að taka eftir því ef eitthvað er skrítið. Við erum frekar fljót að uppgötva alla misnotkun,“ segir Sigurður. Þrátt fyrir örfá dæmi um þjófnað hafa sjálfsafgreiðslukassarnir þó reynst vel. „Það er verið að stytta tímann fyrir viðskiptavini og til þess að láta allt ganga greiðlega fyrir sig. Við náum að fylgjast með öllum athugasemdum sem fram koma á kössunum og erum að bregðast hratt við að laga það,“ segir Sigurður
Verslun Lögreglumál Tækni Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira