Íslendingur í Katar segir gagnrýnina óvægna: „Hafa ekki notið vafans“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. nóvember 2022 22:01 Jónas Grani Garðarsson hefur starfað í Katar frá árinu 2016. Úr einkasafni Jónas Grani Garðarsson, fyrrum leikmaður FH og Fram í efstu deild, sem nú starfar sem sjúkraþjálfari í Katar, segir gagnrýni Evrópuríkja í garð Katara eiga til að vera ósanngjarna. Markahrókurinn Jónas Grani Garðarsson sem vann gullskóinn í efstu deild með Fram árið 2007 hefur búið og starfað sem sjúkraþjálfari í Katar frá árinu 2016. Hann segir að kostnaður í kringum mótið sé ýktur. „Þegar kostnaður við HM í Katar er reiknaður, þá reiknar fólk bara með öllu sem er gert. Það er náttúrulega algjört bull og er svo sem í takt við ýmislegt annað sem við heyrum af. Menn hafa nú ekki svitnað mikið norður í Evrópu við að afla sér upplýsinga,“ segir Jónas Grani. Klippa: Íslendingur í Katar ósáttur við umræðuna „Kostnaður við HM sem slíkt er svipaður og við önnur heimsmeistaramót en kostnaðurinn við að breyta Katar og Doha eins og þeir settu sér markmið um árið 1995, hann er gríðarlegur. Heimsmeistaramótið kom bara inn í það plan, það er plan sem heitir Katar 2030,“. „HM er bara einn kafli í þeirri bók,“ segir Jónas Grani. ILO segi Katar geta verið fordæmi Katarar hafa sætt mikilli gagnrýni vegna mannréttindamála en Jónas segir þá gagnrýni í fjölmiðlum á köflum vera óvægna. „Þeir viðurkenna það að ýmislegt hefur farið forgörðum en Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) hefur verið með skrifstofu hérna síðan 2018. Samkvæmt því sem þeir segja, ef einhver myndi taka mark á þeim, til dæmis, þá er þeirra mat að eins og staðið er að hlutum í dag - þá verði Katar fordæmi við næstu stóru keppni.“ „En eins og staðan var 2013-15 og kannski þar á undan, var það ekki. En það þýðir að fyrsta kvörtunin til alþjóðavinnumálastofnunarinnar kom 2013 og svo var komin hingað skrifstofa 2018.“ segir Jónas Grani. Hafi spilað spillingarleikinn líkt og aðrir Katar er sagt hafa keypt mótið en Jónas segir það einnig eiga við um önnur heimsmeistaramót á þessari öld. „Þeir fengu að mér finnst ósanngjarnt kastljós og hafa ekki notið vafans. Ég held það hafi bara verið ein leið til þess að fá þetta hingað og á þessum tíma. Það var bara að sannfæra menn,“ „Eins og flestir aðrir efast ekkert um það að peningar og gjafir fóru á milli, það er bara þannig sem menn fá heimsmeistaramótið, því miður. En þetta er ekki fyrsta mótið sem þú getur sagt að hafi verið keypt,“ segir Jónas Grani. Viðtalið við Jónas Grana má sjá í spilaranum að ofan. HM 2022 í Katar Katar FIFA Íslendingar erlendis Mannréttindi Tengdar fréttir Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. 19. nóvember 2022 15:01 Subway á Íslandi hættir við auglýsingar á RÚV yfir HM Stjarnan ehf., einkaleyfishafi Subway á Íslandi, hefur ákveðið að draga til baka þær auglýsingar sem félagið hafði keypt hjá RÚV fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Félagið ætlar þess í stað að gefa andvirði auglýsinganna til góðgerðasamtaka. 19. nóvember 2022 14:13 Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01 Katarar hætta við á síðustu stundu og banna bjórinn Yfirvöld í Katar hafa tekið algjöra U-beygju varðandi bjórsölu nú þegar aðeins tveir dagar eru í að hið umdeilda heimsmeistaramót karla í fótbolta hefjist þar með leik heimamanna við Ekvador. 18. nóvember 2022 10:48 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Markahrókurinn Jónas Grani Garðarsson sem vann gullskóinn í efstu deild með Fram árið 2007 hefur búið og starfað sem sjúkraþjálfari í Katar frá árinu 2016. Hann segir að kostnaður í kringum mótið sé ýktur. „Þegar kostnaður við HM í Katar er reiknaður, þá reiknar fólk bara með öllu sem er gert. Það er náttúrulega algjört bull og er svo sem í takt við ýmislegt annað sem við heyrum af. Menn hafa nú ekki svitnað mikið norður í Evrópu við að afla sér upplýsinga,“ segir Jónas Grani. Klippa: Íslendingur í Katar ósáttur við umræðuna „Kostnaður við HM sem slíkt er svipaður og við önnur heimsmeistaramót en kostnaðurinn við að breyta Katar og Doha eins og þeir settu sér markmið um árið 1995, hann er gríðarlegur. Heimsmeistaramótið kom bara inn í það plan, það er plan sem heitir Katar 2030,“. „HM er bara einn kafli í þeirri bók,“ segir Jónas Grani. ILO segi Katar geta verið fordæmi Katarar hafa sætt mikilli gagnrýni vegna mannréttindamála en Jónas segir þá gagnrýni í fjölmiðlum á köflum vera óvægna. „Þeir viðurkenna það að ýmislegt hefur farið forgörðum en Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) hefur verið með skrifstofu hérna síðan 2018. Samkvæmt því sem þeir segja, ef einhver myndi taka mark á þeim, til dæmis, þá er þeirra mat að eins og staðið er að hlutum í dag - þá verði Katar fordæmi við næstu stóru keppni.“ „En eins og staðan var 2013-15 og kannski þar á undan, var það ekki. En það þýðir að fyrsta kvörtunin til alþjóðavinnumálastofnunarinnar kom 2013 og svo var komin hingað skrifstofa 2018.“ segir Jónas Grani. Hafi spilað spillingarleikinn líkt og aðrir Katar er sagt hafa keypt mótið en Jónas segir það einnig eiga við um önnur heimsmeistaramót á þessari öld. „Þeir fengu að mér finnst ósanngjarnt kastljós og hafa ekki notið vafans. Ég held það hafi bara verið ein leið til þess að fá þetta hingað og á þessum tíma. Það var bara að sannfæra menn,“ „Eins og flestir aðrir efast ekkert um það að peningar og gjafir fóru á milli, það er bara þannig sem menn fá heimsmeistaramótið, því miður. En þetta er ekki fyrsta mótið sem þú getur sagt að hafi verið keypt,“ segir Jónas Grani. Viðtalið við Jónas Grana má sjá í spilaranum að ofan.
HM 2022 í Katar Katar FIFA Íslendingar erlendis Mannréttindi Tengdar fréttir Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. 19. nóvember 2022 15:01 Subway á Íslandi hættir við auglýsingar á RÚV yfir HM Stjarnan ehf., einkaleyfishafi Subway á Íslandi, hefur ákveðið að draga til baka þær auglýsingar sem félagið hafði keypt hjá RÚV fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Félagið ætlar þess í stað að gefa andvirði auglýsinganna til góðgerðasamtaka. 19. nóvember 2022 14:13 Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01 Katarar hætta við á síðustu stundu og banna bjórinn Yfirvöld í Katar hafa tekið algjöra U-beygju varðandi bjórsölu nú þegar aðeins tveir dagar eru í að hið umdeilda heimsmeistaramót karla í fótbolta hefjist þar með leik heimamanna við Ekvador. 18. nóvember 2022 10:48 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. 19. nóvember 2022 15:01
Subway á Íslandi hættir við auglýsingar á RÚV yfir HM Stjarnan ehf., einkaleyfishafi Subway á Íslandi, hefur ákveðið að draga til baka þær auglýsingar sem félagið hafði keypt hjá RÚV fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Félagið ætlar þess í stað að gefa andvirði auglýsinganna til góðgerðasamtaka. 19. nóvember 2022 14:13
Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01
Katarar hætta við á síðustu stundu og banna bjórinn Yfirvöld í Katar hafa tekið algjöra U-beygju varðandi bjórsölu nú þegar aðeins tveir dagar eru í að hið umdeilda heimsmeistaramót karla í fótbolta hefjist þar með leik heimamanna við Ekvador. 18. nóvember 2022 10:48