Þakkar Seinni bylgjunni fyrir - ,,Ekki gerst síðan út á Nesi árið 2003” Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2022 22:36 Ragnar Þór Hermannsson þakkaði Seinni bylgjunni fyrir eftir leik Vísir/Diego Ragnar Þór Hermannsson, þjálfari Hauka, var virkilega ánægður með átta marka sigur Hauka gegn HK í Olís-deild kvenna í dag. Bæði lið voru með tvö stig fyrir þennan leik; Haukar í sjötta sæti og HK í áttunda sæti. ,,Ég er rosalega ánægður með sigurinn. Þetta eru mjög mikilvæg stig fyrir okkur,” sagði Ragnar eftir leik. Ragnar hrósaði HK-liðinu og fannst þeirra frammistaða flott. ,,Þær voru drullugóðar í þessum leik. Það varð ekkert slit á milli liðanna fyrr en sá fáheyrði atburður gerðist að ég skipti í 6-0 vörn. Ég þakka Seinni Bylgjunni fyrir það. Ég las í vikunni allar helstu heimildir um það hvenær á að taka leikhlé, hvernig á að taka leikhlé og hvaða ákvarðanir maður á að taka í leikhléi.” ,,Ég þakka Seinni Bylgjunni fyrir það.” Ragnar var þarna að vísa í umræðu úr Seinni Bylgjunni í vikunni þar sem hann var sérstaklega tekinn fyrir. Gerðist líka margt í vikunni ,,Gagnrýni er góð og þessi gagnrýni átti að mörgu leyti rétt á sér, þó ég hafi verið búinn að útskýra af hverju ég gerði þetta. Fólk verður svo bara að vera ósammála þjálfunaraðferðunum og sálfræðinni sem verið er að vinna með. Seinni Bylgjan á mikið í því, að ég skipti yfir í 6-0. Það hefur ekki gerst síðan út á Nesi árið 2003. Þá skipti ég yfir úr 3-2-1 yfir í 6-0. Viljandi sko. Það lokaði leiknum fyrir okkur í dag. Við fengum markvörslu á bak við 6-0 vörnina og meiri umsetningu. Okkur tókst að flýta lokaákvörðuninni hjá HK. Ég er rosalega ánægður.” ,,Maður þrífst af því að fá gagnrýni en svo gerðist líka margt í vikunni. Aron Kristjánsson og Díana Guðjónsdóttur tóku liðið í sóknarklíník. Mér fannst það sjást. Það sem þau gerðu á einum og hálfum tima sem við tókum aukalega í vikunni - það gekk rosalega vel upp. Í fyrsta sinn á þessu tímabili erum við með minna en tíu bolta tapaða.” Aron hefur stýrt karlaliði Hauka til fjölmargra titla, hann hefur þjálfað íslenska landsliðið og einnig erlendis. Hvernig er að fá hann inn á æfingar? ,,Það var rosalega vel heppnað og sýnir líka samstöðuna í Haukafjölskyldunni. Við tölum samam; gagnrýnum hvort annað og tökum mark á því - vinnum út frá því. Það er æðislegt í þjálfun að fá inn fólk sem er betra en maður sjálfur á einhverju sviði. Það er eiginlega það besta sem kemur fyrir. Ég verð að viðurkenna að það er fullt af fólki sem er betra í ákveðnum greinum handboltans en ég. Það er bara allt í lagi.” Ef liðið trúir, þá er það hægt Ragnar var virkilega ánægður með liðið sóknarlega og varnarlega í dag, en það er alltaf hægt að gera enn betur. ,,Ég er rosalega ánægður með liðið, en ég er líka mikill fullkomnunarsinni. Ég vill alltaf fara með þetta lengra og gera enn betur. Ég get verið svolítið leiðinlegur svoleiðis og þrjóskur líka. Ég er að vinna í því, það er það sem ég er að gera.” Haukar eru núna með fjögur stig og fjarlægjast aðeins fallsvæðið. ,,Við erum í þessari baráttu núna frá fimm til átta. Við eigum Val næst sem verður fróðlegt fyrir okkur því við vorum gjörsamlega niðurlægðar í síðasta leik gegn þeim. Það er mikið að gera og mjög verðmætir leik framundan.” Valur er enn taplaust í deildinni. Verða Haukar fyrsta liðið til að vinna þær? ,,Ef liðið trúir því, þá er það hægt. Ég trúi á þær.” Haukar Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Fleiri fréttir Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Sjá meira
,,Ég er rosalega ánægður með sigurinn. Þetta eru mjög mikilvæg stig fyrir okkur,” sagði Ragnar eftir leik. Ragnar hrósaði HK-liðinu og fannst þeirra frammistaða flott. ,,Þær voru drullugóðar í þessum leik. Það varð ekkert slit á milli liðanna fyrr en sá fáheyrði atburður gerðist að ég skipti í 6-0 vörn. Ég þakka Seinni Bylgjunni fyrir það. Ég las í vikunni allar helstu heimildir um það hvenær á að taka leikhlé, hvernig á að taka leikhlé og hvaða ákvarðanir maður á að taka í leikhléi.” ,,Ég þakka Seinni Bylgjunni fyrir það.” Ragnar var þarna að vísa í umræðu úr Seinni Bylgjunni í vikunni þar sem hann var sérstaklega tekinn fyrir. Gerðist líka margt í vikunni ,,Gagnrýni er góð og þessi gagnrýni átti að mörgu leyti rétt á sér, þó ég hafi verið búinn að útskýra af hverju ég gerði þetta. Fólk verður svo bara að vera ósammála þjálfunaraðferðunum og sálfræðinni sem verið er að vinna með. Seinni Bylgjan á mikið í því, að ég skipti yfir í 6-0. Það hefur ekki gerst síðan út á Nesi árið 2003. Þá skipti ég yfir úr 3-2-1 yfir í 6-0. Viljandi sko. Það lokaði leiknum fyrir okkur í dag. Við fengum markvörslu á bak við 6-0 vörnina og meiri umsetningu. Okkur tókst að flýta lokaákvörðuninni hjá HK. Ég er rosalega ánægður.” ,,Maður þrífst af því að fá gagnrýni en svo gerðist líka margt í vikunni. Aron Kristjánsson og Díana Guðjónsdóttur tóku liðið í sóknarklíník. Mér fannst það sjást. Það sem þau gerðu á einum og hálfum tima sem við tókum aukalega í vikunni - það gekk rosalega vel upp. Í fyrsta sinn á þessu tímabili erum við með minna en tíu bolta tapaða.” Aron hefur stýrt karlaliði Hauka til fjölmargra titla, hann hefur þjálfað íslenska landsliðið og einnig erlendis. Hvernig er að fá hann inn á æfingar? ,,Það var rosalega vel heppnað og sýnir líka samstöðuna í Haukafjölskyldunni. Við tölum samam; gagnrýnum hvort annað og tökum mark á því - vinnum út frá því. Það er æðislegt í þjálfun að fá inn fólk sem er betra en maður sjálfur á einhverju sviði. Það er eiginlega það besta sem kemur fyrir. Ég verð að viðurkenna að það er fullt af fólki sem er betra í ákveðnum greinum handboltans en ég. Það er bara allt í lagi.” Ef liðið trúir, þá er það hægt Ragnar var virkilega ánægður með liðið sóknarlega og varnarlega í dag, en það er alltaf hægt að gera enn betur. ,,Ég er rosalega ánægður með liðið, en ég er líka mikill fullkomnunarsinni. Ég vill alltaf fara með þetta lengra og gera enn betur. Ég get verið svolítið leiðinlegur svoleiðis og þrjóskur líka. Ég er að vinna í því, það er það sem ég er að gera.” Haukar eru núna með fjögur stig og fjarlægjast aðeins fallsvæðið. ,,Við erum í þessari baráttu núna frá fimm til átta. Við eigum Val næst sem verður fróðlegt fyrir okkur því við vorum gjörsamlega niðurlægðar í síðasta leik gegn þeim. Það er mikið að gera og mjög verðmætir leik framundan.” Valur er enn taplaust í deildinni. Verða Haukar fyrsta liðið til að vinna þær? ,,Ef liðið trúir því, þá er það hægt. Ég trúi á þær.”
Haukar Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Fleiri fréttir Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Sjá meira