Timothy Weah hafði áður komið bandaríska landsliðinu yfir með sínu fyrsta marki í úrslitakeppni HM. Þetta var hans fjórða mark fyrir bandaríska landsliðið.
Eftir leikinn fór Timothy út af að borða með forseta Líberíu. Sá heitir George Weah og það vill svo til að hann er faðir Timothy.
George Weah var sjálfur frábær leikmaður og er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Monakó, Paris Saint-Germain og AC Milan.
Just had dinner with my son Timothy Weah. Proud daddy. pic.twitter.com/Jrx2vT3iAa
— George Weah (@GeorgeWeahOff) November 22, 2022
George vann Gullboltann árið 1995 og varð þá eini landsliðsmaður Afríkuríkis til að afreka slíkt.
George Weah lék alls 75 landsleiki fyrir Líberíu frá 1986 til 2002 og skoraði í þeim 18 mörk. Hann fékk hins vegar aldrei að spila á HM því landslið Líberíu hefur aldrei komist í úrslitakeppni HM.
Timothy Weah fæddist árið 2000 í Brooklyn í New York fylki en móðir hans er frá Jamaíku. Hann fór ungur til Paris Saint-Germain en hefur spilað með Lille frá árinu 2019.
Timothy hafði möguleika á því að spila fyri fjögur landslið en valdi það bandaríska fram yfir Frakkland, Jamaíkúy og Líberíu.
George Weah hefur verið forseti Líberíu frá því í janúar 2018.
George Weah, the only African player to have won the Ballon d Or, and arguably the greatest player the continent has produced never played in a #FIFAWorldCup.
— 101 Great Goals (@101greatgoals) November 21, 2022
Timothy Weah, his son, has just gone and scored in one. Legacy pic.twitter.com/bNALl3tKws