Uppbygging íbúðarhúsnæðis og metfjöldi lóðaumsókna Þuríður Lillý Sigurðardóttir skrifar 24. nóvember 2022 11:00 Að búa í víðfeðmu fjölkjarna samfélagi getur oft á tíðum verið flókið en það er jafnframt mjög lærdómsríkt því hver og einn byggðarkjarni býr yfir einstakri sögu sem einkennir hann og skilgreinir. Frá því ég tók sæti sem bæjarfulltrúi í maí hefur ýmislegt gengið á eins og venja er fyrir á þessum vettvangi. Verst finnst mér þegar fólk festist í því að ræða eingöngu neikvæða hluti, við verðum að muna að þakka fyrir og vera stolt af því sem vel er gert og því flotta samfélagi sem við búum í. Ég hef passað að temja mér ávallt framsýni og velta mér ekki upp úr orðnum hlutum sem ég get ekki breytt. Ég vil heldur einbeita mér að framtíðinni og þeim markmiðum sem ég vil ná fyrir samfélagið okkar á þeim tíma sem mér hefur verið úthlutað. Ég brenn fyrir samfélagið okkar og vil að allir geti notið þess að lifa hér, starfa og njóta. Við búum í samfélagi sem hefur farið í gegnum margar stórar áskoranir og má þar helst nefna byggingu Alcoa fjarðaráls sem hefur verið gríðarleg lyftistöng fyrir samfélagið. Í kjölfarið fengum við mikið af nýju fólki og samfélagið varð fjölbreyttara en jafnframt mikið opnara. Þá sem og nú varð uppsveifla í sveitarfélaginu, núna skýrist uppsveiflan þó að öðru en hér er mikið atvinnuframboð, góð launakjör og frábært umhverfi fyrir fjölskyldur sem og einstaklinga að setjast að. Það sem hefur staðið okkur fyrir þrifum er framboð á íbúðarhúsnæði sem hefur verið mjög takmarkandi þáttur og bitnar á mörgum. Þar má til dæmis nefna fyrirtæki sem hér starfa og vilja stækka og efla sína starfsemi en geta ekki bætt við sig starfskröftum vegna íbúðarskorts og það sama á við um iðnaðarmenn sem vilja koma hingað að vinna. Ég sé þó blikur á lofti í þessum málum. Það er orðið mun fýsilegra að byggja í sveitarfélaginu nú en áður þar sem íbúðarverð hefur loksins náð skurðpunkti byggingarkostnaðar í flestum þéttbýliskjörnum Fjarðabyggðar. Það er fljótt að skila sér þar sem eftirspurn eftir lóðum síðustu mánuði hefur farið fram úr björtustu vonum. Sem formaður Umhverfis- og Skipulagsnefndar finnst mér ótrúlega gaman að segja frá því að í október á þessu ári höfðum við úthlutað 35 lóðum fyrir íbúðarhús og sjö fyrir atvinnu húsnæði sem er mikil aukning frá síðustu árum. Að finna kraftinn og samheldnina í íbúum hér er ótrúlega hvetjandi, ég held og veit að Fjarðabyggð sem og Austurland allt býr yfir miklum tækifærum ef haldið er rétt á spöðunum. Ég á mér stóra drauma varðandi uppbyggingu, afþreyingu og þjónustu fyrir alla í sveitarfélaginu og tel að í góðu samstarfi við grasrótina, íbúa og starfsfólk Fjarðabyggðar getum við náð ansi langt sem ein heild, Fjarðabyggð. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsnefndar Fjarðabyggðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Sjá meira
Að búa í víðfeðmu fjölkjarna samfélagi getur oft á tíðum verið flókið en það er jafnframt mjög lærdómsríkt því hver og einn byggðarkjarni býr yfir einstakri sögu sem einkennir hann og skilgreinir. Frá því ég tók sæti sem bæjarfulltrúi í maí hefur ýmislegt gengið á eins og venja er fyrir á þessum vettvangi. Verst finnst mér þegar fólk festist í því að ræða eingöngu neikvæða hluti, við verðum að muna að þakka fyrir og vera stolt af því sem vel er gert og því flotta samfélagi sem við búum í. Ég hef passað að temja mér ávallt framsýni og velta mér ekki upp úr orðnum hlutum sem ég get ekki breytt. Ég vil heldur einbeita mér að framtíðinni og þeim markmiðum sem ég vil ná fyrir samfélagið okkar á þeim tíma sem mér hefur verið úthlutað. Ég brenn fyrir samfélagið okkar og vil að allir geti notið þess að lifa hér, starfa og njóta. Við búum í samfélagi sem hefur farið í gegnum margar stórar áskoranir og má þar helst nefna byggingu Alcoa fjarðaráls sem hefur verið gríðarleg lyftistöng fyrir samfélagið. Í kjölfarið fengum við mikið af nýju fólki og samfélagið varð fjölbreyttara en jafnframt mikið opnara. Þá sem og nú varð uppsveifla í sveitarfélaginu, núna skýrist uppsveiflan þó að öðru en hér er mikið atvinnuframboð, góð launakjör og frábært umhverfi fyrir fjölskyldur sem og einstaklinga að setjast að. Það sem hefur staðið okkur fyrir þrifum er framboð á íbúðarhúsnæði sem hefur verið mjög takmarkandi þáttur og bitnar á mörgum. Þar má til dæmis nefna fyrirtæki sem hér starfa og vilja stækka og efla sína starfsemi en geta ekki bætt við sig starfskröftum vegna íbúðarskorts og það sama á við um iðnaðarmenn sem vilja koma hingað að vinna. Ég sé þó blikur á lofti í þessum málum. Það er orðið mun fýsilegra að byggja í sveitarfélaginu nú en áður þar sem íbúðarverð hefur loksins náð skurðpunkti byggingarkostnaðar í flestum þéttbýliskjörnum Fjarðabyggðar. Það er fljótt að skila sér þar sem eftirspurn eftir lóðum síðustu mánuði hefur farið fram úr björtustu vonum. Sem formaður Umhverfis- og Skipulagsnefndar finnst mér ótrúlega gaman að segja frá því að í október á þessu ári höfðum við úthlutað 35 lóðum fyrir íbúðarhús og sjö fyrir atvinnu húsnæði sem er mikil aukning frá síðustu árum. Að finna kraftinn og samheldnina í íbúum hér er ótrúlega hvetjandi, ég held og veit að Fjarðabyggð sem og Austurland allt býr yfir miklum tækifærum ef haldið er rétt á spöðunum. Ég á mér stóra drauma varðandi uppbyggingu, afþreyingu og þjónustu fyrir alla í sveitarfélaginu og tel að í góðu samstarfi við grasrótina, íbúa og starfsfólk Fjarðabyggðar getum við náð ansi langt sem ein heild, Fjarðabyggð. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsnefndar Fjarðabyggðar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun