Segir Vesturlönd hrokafull og misnota mannréttindaráð SÞ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. nóvember 2022 14:06 Fulltrúi Írans í mannréttindaráði SÞ vandaði ekki Vesturlöndum kveðjurnar í ræðu sinni. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Fulltrúi Írans í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna segir Vesturlönd skorta siðferðilegan trúverðugleika til að gagnrýna Íran en Ísland og Þýskaland kölluðu eftir sérstökum aukafundi í ráðinu um ástand mannréttindamála í Íran. Mótmælaalda hefur riðið yfir í Íran frá því að Masha Amini, 22 ára kona, lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Síðan þá segja Sameinuðu þjóðirnar að fleiri en 300 hafi látist og að minnsta kosti 40 börn. Þá hafi fimmtán þúsund manns, hið minnsta, verið tekin höndum. Vill óháða rannsakendur til að kanna stöðu mannréttinda Ísland og Þýskaland kölluðu eftir fundinum til að knýja á um að Sameinuðu þjóðirnar myndu hefja gagnaöflun um framgöngu stjórnvalda í Íran. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, gagnrýndi írönsk stjórnvöld harðlega í ræðu sinni. „Við leggjum til að óháður aðili á vegum Sameinuðu þjóðanna rannsaki mannréttindabrotin til þess að hægt verði að draga þá ,sem að þeim standa, til ábyrgðar.“ Sjá nánar: Tugir gætu átt yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælum Khadijeh Karimi, fulltrúi íranskra stjórnvalda í ráðinu, segir að með þessum fundi sé verið að misnota mannréttindaráðið og að Vesturlönd skorti siðferðislegan trúverðugleika til að gagnrýna aðra. „Íran harmar að hrokafull ríki misnoti ráðið enn eina ferðina til að egna fullvalda aðildarríki sem er að fullu skuldbundið til að verja mannréttindi.“ Skulda írönskum stúlkum að grípa til aðgerða Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Íslands, voru afdráttarlausar í sínum málflutningi. Ísland og Þýskaland óskuðu eftir fundinum.utanríkisráðuneytið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sagði að það væri handan hennar skilnings að nokkur yfirvöld skuli velja að fremja mannréttindabrot á þegnum sínum, sem þau eru skuldbundin til að verja. Þórdís segir íranskar stúlkur og konur hafa sýnt af sér fádæma hugrekki með því að hafa leitt mótmæli víða um Íran. Sagðist hún full innblásturs vegna hugrekkis sem þær hefðu sýnt með því að hafa hætt lífi sínu fyrir málstaðinn. „Ofbeldið verður að hætta og brotum gegn mannréttindum kvenna verður að linna.“ „Við skuldum öllum hugrökku stúlkunum, konunum og öllum öðrum í Íran að grípa til aðgerða fyrir konur, lífið og frelsið,“sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Sameinuðu þjóðirnar Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Bein útsending: Mannréttindaráð fundar um Íran að beiðni Íslands og Þýskalands Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í Genf heldur í dag sérstakan aukafund um ástand mannréttindamála í Íran. Fundurinn er haldinn að beiðni Íslands og Þýskalands og er honum ætlað að knýja á um að Sameinuðu þjóðirnar hefji markvissa gagnaöflun varðandi framgöngu yfirvalda í Íran gegn friðsömum mótmælendum. 24. nóvember 2022 09:34 Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. 22. nóvember 2022 07:45 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Sjá meira
Mótmælaalda hefur riðið yfir í Íran frá því að Masha Amini, 22 ára kona, lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Síðan þá segja Sameinuðu þjóðirnar að fleiri en 300 hafi látist og að minnsta kosti 40 börn. Þá hafi fimmtán þúsund manns, hið minnsta, verið tekin höndum. Vill óháða rannsakendur til að kanna stöðu mannréttinda Ísland og Þýskaland kölluðu eftir fundinum til að knýja á um að Sameinuðu þjóðirnar myndu hefja gagnaöflun um framgöngu stjórnvalda í Íran. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, gagnrýndi írönsk stjórnvöld harðlega í ræðu sinni. „Við leggjum til að óháður aðili á vegum Sameinuðu þjóðanna rannsaki mannréttindabrotin til þess að hægt verði að draga þá ,sem að þeim standa, til ábyrgðar.“ Sjá nánar: Tugir gætu átt yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælum Khadijeh Karimi, fulltrúi íranskra stjórnvalda í ráðinu, segir að með þessum fundi sé verið að misnota mannréttindaráðið og að Vesturlönd skorti siðferðislegan trúverðugleika til að gagnrýna aðra. „Íran harmar að hrokafull ríki misnoti ráðið enn eina ferðina til að egna fullvalda aðildarríki sem er að fullu skuldbundið til að verja mannréttindi.“ Skulda írönskum stúlkum að grípa til aðgerða Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Íslands, voru afdráttarlausar í sínum málflutningi. Ísland og Þýskaland óskuðu eftir fundinum.utanríkisráðuneytið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sagði að það væri handan hennar skilnings að nokkur yfirvöld skuli velja að fremja mannréttindabrot á þegnum sínum, sem þau eru skuldbundin til að verja. Þórdís segir íranskar stúlkur og konur hafa sýnt af sér fádæma hugrekki með því að hafa leitt mótmæli víða um Íran. Sagðist hún full innblásturs vegna hugrekkis sem þær hefðu sýnt með því að hafa hætt lífi sínu fyrir málstaðinn. „Ofbeldið verður að hætta og brotum gegn mannréttindum kvenna verður að linna.“ „Við skuldum öllum hugrökku stúlkunum, konunum og öllum öðrum í Íran að grípa til aðgerða fyrir konur, lífið og frelsið,“sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra.
Sameinuðu þjóðirnar Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Bein útsending: Mannréttindaráð fundar um Íran að beiðni Íslands og Þýskalands Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í Genf heldur í dag sérstakan aukafund um ástand mannréttindamála í Íran. Fundurinn er haldinn að beiðni Íslands og Þýskalands og er honum ætlað að knýja á um að Sameinuðu þjóðirnar hefji markvissa gagnaöflun varðandi framgöngu yfirvalda í Íran gegn friðsömum mótmælendum. 24. nóvember 2022 09:34 Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. 22. nóvember 2022 07:45 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Sjá meira
Bein útsending: Mannréttindaráð fundar um Íran að beiðni Íslands og Þýskalands Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í Genf heldur í dag sérstakan aukafund um ástand mannréttindamála í Íran. Fundurinn er haldinn að beiðni Íslands og Þýskalands og er honum ætlað að knýja á um að Sameinuðu þjóðirnar hefji markvissa gagnaöflun varðandi framgöngu yfirvalda í Íran gegn friðsömum mótmælendum. 24. nóvember 2022 09:34
Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. 22. nóvember 2022 07:45