Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 29-30 | Eyjamenn sterkari á lokasprettinum Tómas Helgi Wehmeier skrifar 24. nóvember 2022 22:25 ÍBV vann mikilvægan sigur gegn Fram í Olís-deild karla í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Fram og ÍBV áttust við í frábærum handboltaleik í Olís-deild karla í kvöld sem endaði með eins marka sigri Eyja-manna í Úlfarsárdal, 29-30. Bæði lið mættu tilbúin til leiks og hófst leikurinn af miklum krafti. Fyrri hálfleikurinn var gríðarlega jafn og náði hvorugt liðið aldrei meira en þriggja marka forskoti en það voru Framara sem leiddu með þremur mörkum þegar að rétt rúmar tuttugu mínútur voru búnar af leiknum, 11-8. Framarar leiddu síðan með tveimur mörkum 14-12 í hálfleik. Framarar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og leiddu með fjórum mörkum 20-16, þegar að um tíu mínútur voru liðnar. ÍBV settu í fimmta gír, jöfnuðu leikinn og komust síðan yfir 22-23 með marki úr hraðaupphlaupi frá Elmari Erlingssyni, leikmanni ÍBV. Eyjamenn leiddu með einu marki þegar að Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, fékk dæmdan á sig ruðning þegar að um þrjátíu sekúndur voru til leiksloka og því Framarar í bílstjórasætinu að krækja í stig í lokasókn sinni. Einar Jónsson, þjálfari Fram, tók leikhlé og stillti upp í sjö manna sóknarlínu. Sóknin strandaði heldur betur og endaði þannig að Breki Dagsson, leikmaður Fram, fékk dæmdann á sig ruðning og leiktíminn rann út. ÍBV með glæsilegan útisigur á erfiðum útivelli og fara sáttir aftur til Eyja með tvö stig í farteskinu. Afhverju vann ÍBV? Þetta var hörkuleikur, bæði lið mættu svo sannarlega tilbúin í þennan leik en ÍBV mættu mun sterkari í síðari hálfleik á meðan Framarar þurftu að hreyfa til innan hópsins og voru mikið einum færri. Hverjir stóðu uppúr? Hjá ÍBV voru þeir Rúnar Kárason og Kári Kristján Kristjánsson harðir í horn að taka og opnuðu vörn Framara upp á gátt. Rúnar Kárason skoraði átta mörk úr ellefu skotum og Kári Kristján 5 mörk úr jafnmörgum skotum. Reynir Þór Stefánsson, sautján ára gamall leikmaður Fram, átti stórleik fyrir lið sitt í kvöld og skoraði ellefu mörk úr fimmtán skotum, vörn ÍBV átti engin svör við skotum Reynis í kvöld. Luka Vukicevic átti einnig flottan leik fyrir lið Fram, hann skoraði átta mörk úr fjórtán skotum. Lárus Helgi Ólafsson, markmaður Fram, var stórkostlegur í fyrri hálfleik með tólf varða bolta (50 prósent) en hélt því miður ekki uppteknum hætti í þeim síðari og endaði leikinn með fimmtán varða bolta (39 prósent) Hvað gekk illa? Vörn Framarar áttu í stökustu vandræðum með Kára Kristján, leikmann ÍBV, á línunni í síðari hálfleik. Framarar voru mikið einum færri og áttu fá svör við sóknarleik Eyja-manna með Rúnar Kárason fremstan í flokki. Hvað gerist næst? Framarar leika þriðja heimaleikinn í röð við Stjörnuna á sunnudaginn klukkan 19:40. ÍBV fá KA-menn í heimsókn til Vestmannaeyja á sunnudaginn klukkan 14:00. Maður getur gleymt sér aðeins í hasarnum á hliðarlínunni og þá tekur maður gult spjald á kassann Magnús Stefánsson, aðstoðarþjálfari ÍBV.Vísir/Bára Magnús Stefánsson aðstoðarþjálfari ÍBV, var að vonum sáttur með tvö stig gegn Fram á nýja heimavelli þeirra í Úlfarsárdal. „Við erum hrikalega sáttir með framlag okkar manna í þessum leik, við lendum undir og höfum ekki oft náð okkur almennilega á strik eftir þá kafla en við stóðumst prófið hér í dag. Hrikalega mikið hrós á strákana og framlag þeirra.“ Jóhannes Esra Ingólfsson, markmaður ÍBV, leysti Petar Jokanovic af í dag með Björn Viðar til aðstoðar þar sem Petar tók út leikbann. „Hann er bara geggjaður, þetta er náttúrulega ekkert öfundsvert fyrir ungan markmann á sínu fyrsta ári í meistaraflokk að vera skilinn eftir með alla þessa ábyrgð. Það má ekki gleyma því líka að hann er með frábæran mann í dag til aðstoðar, hann Björn Viðar og voru þeir búnir að undirbúa sig vel saman fyrir leik og skiluðu sínu bara frábærlega í dag.“ ÍBV stigu svo sannarlega upp í síðari hálfleik og létu ekkert undan. „Við vorum held ég of staðir sóknarlega og flæðið ekki nægilega mikið í fyrri hálfleik. Við fórum síðan yfir það í hálfleik og komum einbeittari til baka á völlinn. Við vorum ákveðnari í vörn í síðari hálfleik og fundum betra flæði sóknarlega. Þessir tveir hlutir skiluðu okkur sigri hér í dag.“ Það hitnaði vel í kolunum í síðari hálfleik og þurftu dómarar leiksins oft að stöðva leikinn til þess að ræða við þjálfara beggja liða og fékk Erlingur Richardson, þjálfari ÍBV, að líta gula spjaldið. „Það er kannski ekkert nýtt að hann fái gult spjald. Við höfum auðvitað skoðanir á leiknum og svo er ástríða í mönnum, menn eru að lifa sig inn í leikinn og það er bara svoleiðis. Það er líka það sem gerir þetta skemmtilegt, að maður geti gleymt sér aðeins í hasarnum á hliðarlínunni og þá bara tekur maður gult spjald á kassann.“ Virkilega sterkt hjá Eyja-mönnum að koma til baka eftir tapleik við Hauka í síðustu umferð og krækja í tvö stig á móti góðu liði Fram. „Við erum búnir að vera í hörku leikjum núna fram að þessu, þrjú jafntefli sem að við hefðum jafnvel getað tekið bæði stigin en auðvitað er alltaf hægt að segja það eftir á. Þetta sýnir líka bara hversu jöfn þessi deild er orðin og það má hvergi sofa á verðinum.“ Olís-deild karla Fram ÍBV
Fram og ÍBV áttust við í frábærum handboltaleik í Olís-deild karla í kvöld sem endaði með eins marka sigri Eyja-manna í Úlfarsárdal, 29-30. Bæði lið mættu tilbúin til leiks og hófst leikurinn af miklum krafti. Fyrri hálfleikurinn var gríðarlega jafn og náði hvorugt liðið aldrei meira en þriggja marka forskoti en það voru Framara sem leiddu með þremur mörkum þegar að rétt rúmar tuttugu mínútur voru búnar af leiknum, 11-8. Framarar leiddu síðan með tveimur mörkum 14-12 í hálfleik. Framarar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og leiddu með fjórum mörkum 20-16, þegar að um tíu mínútur voru liðnar. ÍBV settu í fimmta gír, jöfnuðu leikinn og komust síðan yfir 22-23 með marki úr hraðaupphlaupi frá Elmari Erlingssyni, leikmanni ÍBV. Eyjamenn leiddu með einu marki þegar að Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, fékk dæmdan á sig ruðning þegar að um þrjátíu sekúndur voru til leiksloka og því Framarar í bílstjórasætinu að krækja í stig í lokasókn sinni. Einar Jónsson, þjálfari Fram, tók leikhlé og stillti upp í sjö manna sóknarlínu. Sóknin strandaði heldur betur og endaði þannig að Breki Dagsson, leikmaður Fram, fékk dæmdann á sig ruðning og leiktíminn rann út. ÍBV með glæsilegan útisigur á erfiðum útivelli og fara sáttir aftur til Eyja með tvö stig í farteskinu. Afhverju vann ÍBV? Þetta var hörkuleikur, bæði lið mættu svo sannarlega tilbúin í þennan leik en ÍBV mættu mun sterkari í síðari hálfleik á meðan Framarar þurftu að hreyfa til innan hópsins og voru mikið einum færri. Hverjir stóðu uppúr? Hjá ÍBV voru þeir Rúnar Kárason og Kári Kristján Kristjánsson harðir í horn að taka og opnuðu vörn Framara upp á gátt. Rúnar Kárason skoraði átta mörk úr ellefu skotum og Kári Kristján 5 mörk úr jafnmörgum skotum. Reynir Þór Stefánsson, sautján ára gamall leikmaður Fram, átti stórleik fyrir lið sitt í kvöld og skoraði ellefu mörk úr fimmtán skotum, vörn ÍBV átti engin svör við skotum Reynis í kvöld. Luka Vukicevic átti einnig flottan leik fyrir lið Fram, hann skoraði átta mörk úr fjórtán skotum. Lárus Helgi Ólafsson, markmaður Fram, var stórkostlegur í fyrri hálfleik með tólf varða bolta (50 prósent) en hélt því miður ekki uppteknum hætti í þeim síðari og endaði leikinn með fimmtán varða bolta (39 prósent) Hvað gekk illa? Vörn Framarar áttu í stökustu vandræðum með Kára Kristján, leikmann ÍBV, á línunni í síðari hálfleik. Framarar voru mikið einum færri og áttu fá svör við sóknarleik Eyja-manna með Rúnar Kárason fremstan í flokki. Hvað gerist næst? Framarar leika þriðja heimaleikinn í röð við Stjörnuna á sunnudaginn klukkan 19:40. ÍBV fá KA-menn í heimsókn til Vestmannaeyja á sunnudaginn klukkan 14:00. Maður getur gleymt sér aðeins í hasarnum á hliðarlínunni og þá tekur maður gult spjald á kassann Magnús Stefánsson, aðstoðarþjálfari ÍBV.Vísir/Bára Magnús Stefánsson aðstoðarþjálfari ÍBV, var að vonum sáttur með tvö stig gegn Fram á nýja heimavelli þeirra í Úlfarsárdal. „Við erum hrikalega sáttir með framlag okkar manna í þessum leik, við lendum undir og höfum ekki oft náð okkur almennilega á strik eftir þá kafla en við stóðumst prófið hér í dag. Hrikalega mikið hrós á strákana og framlag þeirra.“ Jóhannes Esra Ingólfsson, markmaður ÍBV, leysti Petar Jokanovic af í dag með Björn Viðar til aðstoðar þar sem Petar tók út leikbann. „Hann er bara geggjaður, þetta er náttúrulega ekkert öfundsvert fyrir ungan markmann á sínu fyrsta ári í meistaraflokk að vera skilinn eftir með alla þessa ábyrgð. Það má ekki gleyma því líka að hann er með frábæran mann í dag til aðstoðar, hann Björn Viðar og voru þeir búnir að undirbúa sig vel saman fyrir leik og skiluðu sínu bara frábærlega í dag.“ ÍBV stigu svo sannarlega upp í síðari hálfleik og létu ekkert undan. „Við vorum held ég of staðir sóknarlega og flæðið ekki nægilega mikið í fyrri hálfleik. Við fórum síðan yfir það í hálfleik og komum einbeittari til baka á völlinn. Við vorum ákveðnari í vörn í síðari hálfleik og fundum betra flæði sóknarlega. Þessir tveir hlutir skiluðu okkur sigri hér í dag.“ Það hitnaði vel í kolunum í síðari hálfleik og þurftu dómarar leiksins oft að stöðva leikinn til þess að ræða við þjálfara beggja liða og fékk Erlingur Richardson, þjálfari ÍBV, að líta gula spjaldið. „Það er kannski ekkert nýtt að hann fái gult spjald. Við höfum auðvitað skoðanir á leiknum og svo er ástríða í mönnum, menn eru að lifa sig inn í leikinn og það er bara svoleiðis. Það er líka það sem gerir þetta skemmtilegt, að maður geti gleymt sér aðeins í hasarnum á hliðarlínunni og þá bara tekur maður gult spjald á kassann.“ Virkilega sterkt hjá Eyja-mönnum að koma til baka eftir tapleik við Hauka í síðustu umferð og krækja í tvö stig á móti góðu liði Fram. „Við erum búnir að vera í hörku leikjum núna fram að þessu, þrjú jafntefli sem að við hefðum jafnvel getað tekið bæði stigin en auðvitað er alltaf hægt að segja það eftir á. Þetta sýnir líka bara hversu jöfn þessi deild er orðin og það má hvergi sofa á verðinum.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti