Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - HK 32-26 | Öruggur sigur heimakvenna í botnslagnum Guðmundur A. Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2022 18:35 Selfyssingar unnu öruggan sigur er liðið tók á móti HK í Olís-deild kvenna í dag. Selfoss Selfoss vann öruggan marka sigur er liðið tók á móti HK í botnslag Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Lokatölur 32-26, en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í neðstu sætum deildarinnar. Það mátti svo sannarlega tala um ‘fjögurra stiga’ leik þegar Selfoss og HK áttust við í Set-höllinni á Selfossi. Þetta var hörkuleikur til að byrja og ekki mikið sem skildi liðin að fyrstu 30 mínúturnar. Liðin tvö skiptust á að taka forystuna og munurinn varð aldrei meiri en tvö mörk. Heimakonur í Selfossi enduðu fyrri hálfleik ögn betur og fóru inn í hálfleikshléið með eins marks forystu. Þær tóku síðustu mínúturnar úr fyrri hálfleik með sér inn í hálfleikinn og mættu gríðarlega vel til leiks í seinni hálfleik. Krafturinn í Selfossi í seinni hálfleik var magnaður og HK átti engin svör. Fyrir leik fór Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, í klisjubókina þegar hann talaði um að það þyrfti markvörslu, varnarleik og sóknarleik til að vinna HK. Selfoss gerði allt vel í seinni hálfleik og þær sigldu fram úr. Þær náðu mest upp tíu marka forystu þar sem HK var í miklu basli í sóknarleik sínum. HK gerði bara þrjú mörk á fyrsta stundarfjórðungnum í seinni hálfleik. Að lokum vann Selfoss sex marka sigur og eru þær núna búnar að slíta sig aðeins frá HK-ingum sem sitja á botni deildarinnar; Selfoss er með fjögur stig og HK er með tvö stig. Af hverju vann Selfoss? Þær mættu miklu áræðnari í seinni hálfleik og gerðu allt vel. Vörnin varð sterkari og markvarslan fylgdi með. HK fann engin svör við kraftinu sem Selfyssingar bjuggu yfir þegar seinni 30 mínúturnar hófust. Hverjir stóðu upp úr? Katla María Magnúsdóttir, markahæsti leikmaður deildarinnar, sýndi líklega einhverja bestu frammistöðu sem hefur sést í Olís-deildinni á þessu tímabili þar sem hún skoraði tólf mörk og fór algjörlega fyrir sínu liði. Ásdís Þóra Ágústsdóttir var einnig mjög öflug á miðjunni hjá Selfossi og kom Cornelia Hermansson, markvörður liðsins, sterk í seinni hálfleikinn. Sara Katrín Gunnarsdóttir og Embla Steindórsdóttir voru ljósið í myrkrinu hjá HK í þessum leik. Hvað gekk illa? Markvarslan hjá HK var skelfileg. Ethel Gyða Bjarnasen náði varla að klukka bolta og það má setja stórt spurningamerki að hún hafi haldið svona lengi í markinu. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir átti þá ekki sinn besta dag hjá HK-ingum. Þegar HK fékk tækifæri til að refsa fyrir mistök þá tókst þeim ekki að nýta sér það. HK-ingar verða líka að halda sér betur inn í leikjum í seinni hálfleikjum. Þetta er í annað sinn í röð þar sem HK missir leik frá sér eftir jafnan fyrri hálfleik. „Bæði við í þjálfarateyminu og leikmenn þurfum að líta í spegil“ Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, var svekktur eftir leikVísir/Vilhelm Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, var skiljanlega svekktur eftir tapið á Selfossi. „Mér líður bara illa, mjög illa. Þetta er önnur helgin í röð þar sem við erum að spila á móti liði þar sem við eigum að eiga góðan möguleika á því að taka stig. Enn og aftur erum við sjálfum okkur verstar í þessu.“ „Það er auðvelt að fara í gegn hjá okkur, markvörðurinn fær enga hjálp og er ekki að taka neina bolta og við erum að tapa boltanum mikið í hraðaupphlaupum þó það hafi verið skárra en í síðasta leik. Við vorum að spila þetta upp í hendurnar á þeim. Við klúðruðum líka dauðafærum sem var helvíti dýrt. Ég hefði viljað sjá meira blóð á tönnunum hjá mínum leikmönnum líka. Við þurfum að átta okkur betur á því hvað er undir, við verðum að átta okkur á því að þetta er leikur sem við eigum að taka þegar allt smellur. Það var ekki svo í dag.“ Þetta er annar leikurinn í röð hjá HK þar sem liðið missir andstæðinginn frá sér í seinni hálfleiknum. Það gerðist líka gegn Haukum á Ásvöllum. „Já, það er eitthvað sem við þurfum að skoða. Það má vera að þetta séu hrókeringar sem við erum að gera til að halda leikmönnum ferskum. Það geta verið margar ástæður sem liggja að baki. Ég veit ekki hvort ég sé of svæfandi í hálfleiknum. Nei, nei en við þurfum að líta inn á við. Bæði við í þjálfarateyminu og leikmenn þurfum að líta í spegil.“ Markvarslan var ekki góð í dag hjá HK. Kom ekki til greina að gera breytinguna aðeins fyrr? „Það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. Ethel er frábær markvörður þegar hún hittir á það. Stundum bíður maður eftir því að hún hrökkvi í gang. Hún getur tekið nokkrar bolta í röð þegar hún gerir það. Svo fer þetta náttúrulega líka eftir æfingavikunni. Ég er búinn að sjá jákvæða hluti frá henni sem gerði það að verkum að við biðum. Við skiptum henni þegar við byrjuðum að missa þær fram úr okkur. Það öskraði ekkert á mig að ég þyrfti að skipta henni út fyrr.“ HK er núna eina liðið sem er með tvö stig. „Eru ekki einhver verðlaun fyrir það? Nei, nei. Þetta er bara fyrsti leikur í annarri umferð og það er nóg vinna eftir. Það eru tveir erfiðir leikir framundan og við þurfum öll að eiga okkar besta leik til að eiga möguleika þar.“ „Það eru örugglega margir leikmenn sem eru að stefna þangað“ Katla María Magnúsdóttir, leikmaður Selfoss, var markahæsti leikmaður vallarins með tólf mörk.Sunnlenska.is Það gerist ekki á hverjum degi að leikmaður skori tólf mörk í handboltaleik en Katla María, leikmaður Selfoss, gerði það gegn HK í dag. Hún fór á kostum fyrir sitt lið í mikilvægum leik. „Þetta var frábær leikur. Við byrjuðum seint í vörninni en svo kom hún. Í sókninni var þetta upp á tíu, geggjað,“ sagði Katla eftir leik. „Vörnin breyttist í seinni hálfleiknum, við vorum þéttari og harðari. Við vorum bara betri heilt yfir.“ Hún segist ekki hafa átt marga svona leiki á ferlinum þó hún sé búin að vera með betri leikmönnum deildarinnar í vetur. „Nei, ég held ekki. Þetta var fínn leikur.“ „Ég er ánægð með mína frammistöðu og líka hjá öllum í liðinu. Þær sem voru að koma inn á voru að skila sínu.“ Katla, sem er 21 árs, gekk aftur í raðir Selfoss fyrir tímabilið eftir að hafa leikið með Stjörnunni. Hún er ánægð með tímabilið til þessa. „Ég er ánægð hérna, það er svo gaman að vera komin heim. Mér líður vel og það er mjög gaman hér.“ Aðspurð um persónuleg markmið fyrir framtíðina segir hún: „Auðvitað stefnir maður alltaf á landsliðið. Það eru örugglega margir leikmenn sem eru að stefna þangað. Vonandi fær maður tækifæri til að spila erlendis í framtíðinni en maður þarf bara að æfa mikið og halda áfram að skila sínu.“ „Ég er spennt fyrir framhaldinu. Við eigum spennandi heimaleiki framundan og við þurfum að nýta okkur. Við þurfum bara að koma eins geggjaðar inn í þá leiki og við gerðum í dag.“ Olís-deild kvenna UMF Selfoss HK Handbolti
Selfoss vann öruggan marka sigur er liðið tók á móti HK í botnslag Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Lokatölur 32-26, en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í neðstu sætum deildarinnar. Það mátti svo sannarlega tala um ‘fjögurra stiga’ leik þegar Selfoss og HK áttust við í Set-höllinni á Selfossi. Þetta var hörkuleikur til að byrja og ekki mikið sem skildi liðin að fyrstu 30 mínúturnar. Liðin tvö skiptust á að taka forystuna og munurinn varð aldrei meiri en tvö mörk. Heimakonur í Selfossi enduðu fyrri hálfleik ögn betur og fóru inn í hálfleikshléið með eins marks forystu. Þær tóku síðustu mínúturnar úr fyrri hálfleik með sér inn í hálfleikinn og mættu gríðarlega vel til leiks í seinni hálfleik. Krafturinn í Selfossi í seinni hálfleik var magnaður og HK átti engin svör. Fyrir leik fór Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, í klisjubókina þegar hann talaði um að það þyrfti markvörslu, varnarleik og sóknarleik til að vinna HK. Selfoss gerði allt vel í seinni hálfleik og þær sigldu fram úr. Þær náðu mest upp tíu marka forystu þar sem HK var í miklu basli í sóknarleik sínum. HK gerði bara þrjú mörk á fyrsta stundarfjórðungnum í seinni hálfleik. Að lokum vann Selfoss sex marka sigur og eru þær núna búnar að slíta sig aðeins frá HK-ingum sem sitja á botni deildarinnar; Selfoss er með fjögur stig og HK er með tvö stig. Af hverju vann Selfoss? Þær mættu miklu áræðnari í seinni hálfleik og gerðu allt vel. Vörnin varð sterkari og markvarslan fylgdi með. HK fann engin svör við kraftinu sem Selfyssingar bjuggu yfir þegar seinni 30 mínúturnar hófust. Hverjir stóðu upp úr? Katla María Magnúsdóttir, markahæsti leikmaður deildarinnar, sýndi líklega einhverja bestu frammistöðu sem hefur sést í Olís-deildinni á þessu tímabili þar sem hún skoraði tólf mörk og fór algjörlega fyrir sínu liði. Ásdís Þóra Ágústsdóttir var einnig mjög öflug á miðjunni hjá Selfossi og kom Cornelia Hermansson, markvörður liðsins, sterk í seinni hálfleikinn. Sara Katrín Gunnarsdóttir og Embla Steindórsdóttir voru ljósið í myrkrinu hjá HK í þessum leik. Hvað gekk illa? Markvarslan hjá HK var skelfileg. Ethel Gyða Bjarnasen náði varla að klukka bolta og það má setja stórt spurningamerki að hún hafi haldið svona lengi í markinu. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir átti þá ekki sinn besta dag hjá HK-ingum. Þegar HK fékk tækifæri til að refsa fyrir mistök þá tókst þeim ekki að nýta sér það. HK-ingar verða líka að halda sér betur inn í leikjum í seinni hálfleikjum. Þetta er í annað sinn í röð þar sem HK missir leik frá sér eftir jafnan fyrri hálfleik. „Bæði við í þjálfarateyminu og leikmenn þurfum að líta í spegil“ Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, var svekktur eftir leikVísir/Vilhelm Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, var skiljanlega svekktur eftir tapið á Selfossi. „Mér líður bara illa, mjög illa. Þetta er önnur helgin í röð þar sem við erum að spila á móti liði þar sem við eigum að eiga góðan möguleika á því að taka stig. Enn og aftur erum við sjálfum okkur verstar í þessu.“ „Það er auðvelt að fara í gegn hjá okkur, markvörðurinn fær enga hjálp og er ekki að taka neina bolta og við erum að tapa boltanum mikið í hraðaupphlaupum þó það hafi verið skárra en í síðasta leik. Við vorum að spila þetta upp í hendurnar á þeim. Við klúðruðum líka dauðafærum sem var helvíti dýrt. Ég hefði viljað sjá meira blóð á tönnunum hjá mínum leikmönnum líka. Við þurfum að átta okkur betur á því hvað er undir, við verðum að átta okkur á því að þetta er leikur sem við eigum að taka þegar allt smellur. Það var ekki svo í dag.“ Þetta er annar leikurinn í röð hjá HK þar sem liðið missir andstæðinginn frá sér í seinni hálfleiknum. Það gerðist líka gegn Haukum á Ásvöllum. „Já, það er eitthvað sem við þurfum að skoða. Það má vera að þetta séu hrókeringar sem við erum að gera til að halda leikmönnum ferskum. Það geta verið margar ástæður sem liggja að baki. Ég veit ekki hvort ég sé of svæfandi í hálfleiknum. Nei, nei en við þurfum að líta inn á við. Bæði við í þjálfarateyminu og leikmenn þurfum að líta í spegil.“ Markvarslan var ekki góð í dag hjá HK. Kom ekki til greina að gera breytinguna aðeins fyrr? „Það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. Ethel er frábær markvörður þegar hún hittir á það. Stundum bíður maður eftir því að hún hrökkvi í gang. Hún getur tekið nokkrar bolta í röð þegar hún gerir það. Svo fer þetta náttúrulega líka eftir æfingavikunni. Ég er búinn að sjá jákvæða hluti frá henni sem gerði það að verkum að við biðum. Við skiptum henni þegar við byrjuðum að missa þær fram úr okkur. Það öskraði ekkert á mig að ég þyrfti að skipta henni út fyrr.“ HK er núna eina liðið sem er með tvö stig. „Eru ekki einhver verðlaun fyrir það? Nei, nei. Þetta er bara fyrsti leikur í annarri umferð og það er nóg vinna eftir. Það eru tveir erfiðir leikir framundan og við þurfum öll að eiga okkar besta leik til að eiga möguleika þar.“ „Það eru örugglega margir leikmenn sem eru að stefna þangað“ Katla María Magnúsdóttir, leikmaður Selfoss, var markahæsti leikmaður vallarins með tólf mörk.Sunnlenska.is Það gerist ekki á hverjum degi að leikmaður skori tólf mörk í handboltaleik en Katla María, leikmaður Selfoss, gerði það gegn HK í dag. Hún fór á kostum fyrir sitt lið í mikilvægum leik. „Þetta var frábær leikur. Við byrjuðum seint í vörninni en svo kom hún. Í sókninni var þetta upp á tíu, geggjað,“ sagði Katla eftir leik. „Vörnin breyttist í seinni hálfleiknum, við vorum þéttari og harðari. Við vorum bara betri heilt yfir.“ Hún segist ekki hafa átt marga svona leiki á ferlinum þó hún sé búin að vera með betri leikmönnum deildarinnar í vetur. „Nei, ég held ekki. Þetta var fínn leikur.“ „Ég er ánægð með mína frammistöðu og líka hjá öllum í liðinu. Þær sem voru að koma inn á voru að skila sínu.“ Katla, sem er 21 árs, gekk aftur í raðir Selfoss fyrir tímabilið eftir að hafa leikið með Stjörnunni. Hún er ánægð með tímabilið til þessa. „Ég er ánægð hérna, það er svo gaman að vera komin heim. Mér líður vel og það er mjög gaman hér.“ Aðspurð um persónuleg markmið fyrir framtíðina segir hún: „Auðvitað stefnir maður alltaf á landsliðið. Það eru örugglega margir leikmenn sem eru að stefna þangað. Vonandi fær maður tækifæri til að spila erlendis í framtíðinni en maður þarf bara að æfa mikið og halda áfram að skila sínu.“ „Ég er spennt fyrir framhaldinu. Við eigum spennandi heimaleiki framundan og við þurfum að nýta okkur. Við þurfum bara að koma eins geggjaðar inn í þá leiki og við gerðum í dag.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti