Barnshafandi kona á Egilsstöðum þarf að flytja með fjölskyldu sína Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. nóvember 2022 09:04 Heiða Ingimarsdóttir, sem þarf að flytja með fjölskyldu sína og hundinn suður yfir jól- og áramót en hún er komin rúmlega átta mánuði á leið. Fjölskyldan býr í Fellabæ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Barnshafandi kona á Austurlandi þarf að flytja suður með fimm manna fjölskyldu sína og hundinn yfir jól og áramót því hún getur ekki fætt barnið sitt í Neskaupstað. Ástæðan er sú að það verður engin skurðlæknir þar á vakt yfir jólahátíðina. Hér erum við að tala um Heiðu Ingimarsdóttur en hún er komin rúmlega 8 mánuði á leið og er skráð í fæðingu í byrjun nýs árs. Barnið gæti þó fæðst fyrr eða seinna eins og allir vita. Heiða og fjölskylda búa í Fellabæ rétt við Egilsstaði. En af hverju þarf Heiða að flytja suður með allt sitt fólk? „Við eigum von á okkar fimmta barni og við fengum símtal fyrir einum og hálfum mánuði um að það verður ekki skurðlæknir á Neskaupstað og þar að leiðandi þurfum við að fara suður um jólin með alla okkar fjölskyldu og hund. Við fengum sumarhús á Suðurlandi og verður þar en erum þá allavega í nálægð við Landsspítalann ef að ég skyldi fara af stað,” segir Heiða. Er þetta ekki meiriháttar mál fyrir ykkur? „Jú, þetta er það því það er meira en að segja það, en við erum samt heppin að við vitum að þetta stendur til og þetta er ekki að koma okkur á óvart á meðan það er fólk, sem gæti þurft á að halda skurðlækni yfir jólin, sem hefur ekki fyrirvara.” Heiða segir að ekki hafi fengist afleysing fyrir skurðlækninn, sem verður í fríi yfir jóla og áramót og því sé staðan eins og hún er. Sama hafi verið upp á teningnum síðasta sumar þegar læknirinn var í fríi. Hvað finnst þér um þetta ástand? „Þetta er bara ekki hægt, að geta ekki verið heima hjá sér yfir jólin og notið þess í rólegheitum síðustu vikurnar á meðgöngunni, heldur að þurfa að hafa áhyggjur af því að selflytja alla fjölskylduna þvert yfir landið og finna sér húsnæði.” Heiða er langt frá því að vera hress með að þurfa að flytja í burtu af svæðinu í nokkrar vikur því að það verður engin skurðlæknir á vakt í Neskaupstað yfir jól- og áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða segir að allar íbúðir stéttarfélaganna hafi verið uppbókaðar á höfuðborgarsvæðinu yfir jól og áramót en að þau hafa verið svo heppin að fá sumarbústað í Grímsnesi. Og þetta kostar heilmikið fyrir ykkur? „Já, já, það er kostnaður af þessu og þetta er líka rót. Á sumrin hefði maður kannski getað komið börnunum í pössun en maður stígar ekki fjölskyldunni allri í sundur yfir hátíðirnar,” segir Heiða. Múlaþing Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Austurlands Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Hér erum við að tala um Heiðu Ingimarsdóttur en hún er komin rúmlega 8 mánuði á leið og er skráð í fæðingu í byrjun nýs árs. Barnið gæti þó fæðst fyrr eða seinna eins og allir vita. Heiða og fjölskylda búa í Fellabæ rétt við Egilsstaði. En af hverju þarf Heiða að flytja suður með allt sitt fólk? „Við eigum von á okkar fimmta barni og við fengum símtal fyrir einum og hálfum mánuði um að það verður ekki skurðlæknir á Neskaupstað og þar að leiðandi þurfum við að fara suður um jólin með alla okkar fjölskyldu og hund. Við fengum sumarhús á Suðurlandi og verður þar en erum þá allavega í nálægð við Landsspítalann ef að ég skyldi fara af stað,” segir Heiða. Er þetta ekki meiriháttar mál fyrir ykkur? „Jú, þetta er það því það er meira en að segja það, en við erum samt heppin að við vitum að þetta stendur til og þetta er ekki að koma okkur á óvart á meðan það er fólk, sem gæti þurft á að halda skurðlækni yfir jólin, sem hefur ekki fyrirvara.” Heiða segir að ekki hafi fengist afleysing fyrir skurðlækninn, sem verður í fríi yfir jóla og áramót og því sé staðan eins og hún er. Sama hafi verið upp á teningnum síðasta sumar þegar læknirinn var í fríi. Hvað finnst þér um þetta ástand? „Þetta er bara ekki hægt, að geta ekki verið heima hjá sér yfir jólin og notið þess í rólegheitum síðustu vikurnar á meðgöngunni, heldur að þurfa að hafa áhyggjur af því að selflytja alla fjölskylduna þvert yfir landið og finna sér húsnæði.” Heiða er langt frá því að vera hress með að þurfa að flytja í burtu af svæðinu í nokkrar vikur því að það verður engin skurðlæknir á vakt í Neskaupstað yfir jól- og áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða segir að allar íbúðir stéttarfélaganna hafi verið uppbókaðar á höfuðborgarsvæðinu yfir jól og áramót en að þau hafa verið svo heppin að fá sumarbústað í Grímsnesi. Og þetta kostar heilmikið fyrir ykkur? „Já, já, það er kostnaður af þessu og þetta er líka rót. Á sumrin hefði maður kannski getað komið börnunum í pössun en maður stígar ekki fjölskyldunni allri í sundur yfir hátíðirnar,” segir Heiða.
Múlaþing Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Austurlands Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira