„Þetta er erfiðasta innivinna sem ég hef unnið“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 28. nóvember 2022 12:28 Daníel Ágúst talaði um upplifun sína í dómarasætinu í IDOL keppninni í einlægu viðtali í Bakaríinu. Vísir/Vilhelm „Ég sagði bara fljótlega já, vegna þess að mig langaði bara að gera þetta. Mér fannst bara vera kominn tími til að gera eitthvað svona, eitthvað sem ég hafði aldrei gert áður. Svo þegar ég frétti hvaða fólk væri með mér í þessu þá var þetta bara engin spurning.“ Snúið að dæma keppendur sem flest geti sungið Tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst er einn fjögurra dómara í IDOL keppninni sem hóf göngu sína á Stöð 2 síðasta föstudag. Í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag talaði hann opinskátt um upplifun sína í dómarasætinu, dagsformið, heppnina og hvort að það sé raunverulega hægt að keppa í list. „Það má keppa í list eins og einhverju öðru,“ segir Daníel og útskýrir hversu snúið það sé þó að eiga að dæma flutning keppenda sem geti augljóslega öll sungið. Það komu þarna augnablik þar sem að maður sá að manneskjan getur sungið en er einhvern veginn ekki að ná til manns. En svo eru aðrir sem gera það frá fyrsta tóni. Viðtalið við Daníel er hægt að nálgast í heild sinni hér fyrir neðan: Daníel segir tímasetningu og röðun keppenda í prufunum geti eðlilega haft áhrif á dómana því að fyrirfram sé erfitt að setja sér einhver föst viðmið. „Þegar við settumst niður og fyrsti keppandinn kom inn þá var ekki búið að búa til neinn gæðastaðal og við þurftum bara að búa hann til frá fyrstu framkomu.“ Hæfileikar og keppni í heppni Þetta er því líka spurning um heppni keppendanna hvenær þeir koma inn í prufuna. Eru dómararnir ferskir, þreyttir, langþreyttir? Er einbeitingin á staðnum? Þetta eigi að sjálfsögðu líka við um keppendurna sjálfa og dagsformið þeirra. Hvort einbeitingin og orkan sé á réttum stað. Glæsilegur og ólíkur dómarahópur IDOLSINS. Herra Hnetusmjör, Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst og Bríet. Vísir/Vilhelm „Þetta er keppni í heppni líka,“ segir Daníel og hlær. „Hún er erfið, það tekur á,“ segir hann um tilfinninguna að þurfa að segja sitt álit augliti til auglitis við keppendur og leggja dóm sinn á þá eftir hvern flutning. Segja sitt álit, vera hreinskilinn og stundum eru þetta kannski ekki alltaf jákvæð viðbrögð við því sem fólk hefur fram að færa. Stundum er maður bara ekki hrifinn og þá verður maður bara að segja það. En það getur verið sárt. Mikil áskorun en mikil gleði Daníel segir dómarastarfið vera erfiðustu innivinnu sem hann hafi verið í hingað til. Vísir/Vilhelm Aðspurður hvort að eitthvað sérstakt sé búið að koma á óvart við sjálft dómarastarfið segir hann: „Þetta er erfiðasta innivinna sem ég hef unnið, og ég hef unnið á leikskóla sko, það er bara grín við hliðina á þessu. Maður þarf að vera gjörsamlega á staðnum með fulla einbeitingu, fókus og athygli. Vera hreinskilinn og taka tillit til svo margs. Þetta er alveg marglaga dæmi og mjög mikil áskorun falin í því en mjög skemmtilegt líka.“ Þó að dómararnir komi úr ólíkum áttum og séu ólíkir listamenn segir Daníel þau búin að vera nokkuð samstíga um dóma sína hingað til. Stundum geti þó komið upp sú staða að þau reyni að hafa áhrif hvert á annað og berjist fyrir keppendum sem þau hafi sérstaka trú á. Það er það skemmtilega við þetta. Maður hefur þetta augnablik og fer eftir sinni sannfæringu. Viðurkennir að vera kominn með uppáhald Sjálfur horfði hann á fyrsta þáttinn á föstudaginn og segir hann upplifunina hafa komið sér nokkuð á óvart. Daníel er leyndardómsfullur þegar hann er spurður hvort að hann eigi sér nú þegar eitthvað uppáhald í keppninni. Vísir/Vilhelm „Mér fannst þetta skemmtilegt sjónvarp, ég skemmti mér konunglega yfir þessu og það kom mér smá á óvart hvað þetta er fínt sjónvarpsefni, ég var bara spenntur,“ segir Daníel og hlær. Aðspurður um hvort að hann eigi sé eitthvað uppáhald í keppninni verður hann leyndardómsfullur og viðurkennir að það séu þarna keppendur sem hann haldi mikið með og hvetur fólk eindregið til að fylgjast með næstu þáttum. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á síðasta þátt í heild sinni. Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fór í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember. Bakaríið Idol Tónlist Bíó og sjónvarp Raunveruleikaþættir Bylgjan Tengdar fréttir „Hvað á ég að vera að dæma þig?“ „Mér finnst það alveg hræðilegt en í leiðinni alveg geggjað. Að sitja og eiga eitthvað að dæma,“ segir Birgitta Haukdal söngkona, metsöluhöfundur og nú einn af dómurum í Idol þáttunum sem snúa nú aftur á Stöð 2. 15. nóvember 2022 06:00 Vaxandi veldi Sifjar Jakobs: „Þú þarft að sanna þig og það tekur tíma“ Merki hennar er selt í yfir tvö þúsund verslunum í 34 löndum og á meðal viðskiptavina eru danska konungsfjölskyldan og stjörnur á borð við Beckham fjölskylduna, Miley Cyrus og Katy Perry. Íslenski skartgripahönnuðurinn Sif Jakobsdóttir er hvergi nærri hætt og stefnir enn hærra. 27. nóvember 2022 10:00 Frumsamið lag í fyrstu prufu í Idol: „Átti erfiða barnæsku“ Fyrsti þátturinn af fimmtu seríunni í raunveruleikaþáttunum Idol hófst á Stöð 2 í gærkvöldi og má segja að fyrsti þátturinn hafi vakið mikla athygli. Í þættinum var fylgst með áheyrnarprufum keppanda en undir lok þáttarins mætti Anya Hrund, 20 ára nemi, sem er alin upp á Fáskrúðsfirði 26. nóvember 2022 09:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Snúið að dæma keppendur sem flest geti sungið Tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst er einn fjögurra dómara í IDOL keppninni sem hóf göngu sína á Stöð 2 síðasta föstudag. Í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag talaði hann opinskátt um upplifun sína í dómarasætinu, dagsformið, heppnina og hvort að það sé raunverulega hægt að keppa í list. „Það má keppa í list eins og einhverju öðru,“ segir Daníel og útskýrir hversu snúið það sé þó að eiga að dæma flutning keppenda sem geti augljóslega öll sungið. Það komu þarna augnablik þar sem að maður sá að manneskjan getur sungið en er einhvern veginn ekki að ná til manns. En svo eru aðrir sem gera það frá fyrsta tóni. Viðtalið við Daníel er hægt að nálgast í heild sinni hér fyrir neðan: Daníel segir tímasetningu og röðun keppenda í prufunum geti eðlilega haft áhrif á dómana því að fyrirfram sé erfitt að setja sér einhver föst viðmið. „Þegar við settumst niður og fyrsti keppandinn kom inn þá var ekki búið að búa til neinn gæðastaðal og við þurftum bara að búa hann til frá fyrstu framkomu.“ Hæfileikar og keppni í heppni Þetta er því líka spurning um heppni keppendanna hvenær þeir koma inn í prufuna. Eru dómararnir ferskir, þreyttir, langþreyttir? Er einbeitingin á staðnum? Þetta eigi að sjálfsögðu líka við um keppendurna sjálfa og dagsformið þeirra. Hvort einbeitingin og orkan sé á réttum stað. Glæsilegur og ólíkur dómarahópur IDOLSINS. Herra Hnetusmjör, Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst og Bríet. Vísir/Vilhelm „Þetta er keppni í heppni líka,“ segir Daníel og hlær. „Hún er erfið, það tekur á,“ segir hann um tilfinninguna að þurfa að segja sitt álit augliti til auglitis við keppendur og leggja dóm sinn á þá eftir hvern flutning. Segja sitt álit, vera hreinskilinn og stundum eru þetta kannski ekki alltaf jákvæð viðbrögð við því sem fólk hefur fram að færa. Stundum er maður bara ekki hrifinn og þá verður maður bara að segja það. En það getur verið sárt. Mikil áskorun en mikil gleði Daníel segir dómarastarfið vera erfiðustu innivinnu sem hann hafi verið í hingað til. Vísir/Vilhelm Aðspurður hvort að eitthvað sérstakt sé búið að koma á óvart við sjálft dómarastarfið segir hann: „Þetta er erfiðasta innivinna sem ég hef unnið, og ég hef unnið á leikskóla sko, það er bara grín við hliðina á þessu. Maður þarf að vera gjörsamlega á staðnum með fulla einbeitingu, fókus og athygli. Vera hreinskilinn og taka tillit til svo margs. Þetta er alveg marglaga dæmi og mjög mikil áskorun falin í því en mjög skemmtilegt líka.“ Þó að dómararnir komi úr ólíkum áttum og séu ólíkir listamenn segir Daníel þau búin að vera nokkuð samstíga um dóma sína hingað til. Stundum geti þó komið upp sú staða að þau reyni að hafa áhrif hvert á annað og berjist fyrir keppendum sem þau hafi sérstaka trú á. Það er það skemmtilega við þetta. Maður hefur þetta augnablik og fer eftir sinni sannfæringu. Viðurkennir að vera kominn með uppáhald Sjálfur horfði hann á fyrsta þáttinn á föstudaginn og segir hann upplifunina hafa komið sér nokkuð á óvart. Daníel er leyndardómsfullur þegar hann er spurður hvort að hann eigi sér nú þegar eitthvað uppáhald í keppninni. Vísir/Vilhelm „Mér fannst þetta skemmtilegt sjónvarp, ég skemmti mér konunglega yfir þessu og það kom mér smá á óvart hvað þetta er fínt sjónvarpsefni, ég var bara spenntur,“ segir Daníel og hlær. Aðspurður um hvort að hann eigi sé eitthvað uppáhald í keppninni verður hann leyndardómsfullur og viðurkennir að það séu þarna keppendur sem hann haldi mikið með og hvetur fólk eindregið til að fylgjast með næstu þáttum. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á síðasta þátt í heild sinni. Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fór í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember.
Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fór í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember.
Bakaríið Idol Tónlist Bíó og sjónvarp Raunveruleikaþættir Bylgjan Tengdar fréttir „Hvað á ég að vera að dæma þig?“ „Mér finnst það alveg hræðilegt en í leiðinni alveg geggjað. Að sitja og eiga eitthvað að dæma,“ segir Birgitta Haukdal söngkona, metsöluhöfundur og nú einn af dómurum í Idol þáttunum sem snúa nú aftur á Stöð 2. 15. nóvember 2022 06:00 Vaxandi veldi Sifjar Jakobs: „Þú þarft að sanna þig og það tekur tíma“ Merki hennar er selt í yfir tvö þúsund verslunum í 34 löndum og á meðal viðskiptavina eru danska konungsfjölskyldan og stjörnur á borð við Beckham fjölskylduna, Miley Cyrus og Katy Perry. Íslenski skartgripahönnuðurinn Sif Jakobsdóttir er hvergi nærri hætt og stefnir enn hærra. 27. nóvember 2022 10:00 Frumsamið lag í fyrstu prufu í Idol: „Átti erfiða barnæsku“ Fyrsti þátturinn af fimmtu seríunni í raunveruleikaþáttunum Idol hófst á Stöð 2 í gærkvöldi og má segja að fyrsti þátturinn hafi vakið mikla athygli. Í þættinum var fylgst með áheyrnarprufum keppanda en undir lok þáttarins mætti Anya Hrund, 20 ára nemi, sem er alin upp á Fáskrúðsfirði 26. nóvember 2022 09:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
„Hvað á ég að vera að dæma þig?“ „Mér finnst það alveg hræðilegt en í leiðinni alveg geggjað. Að sitja og eiga eitthvað að dæma,“ segir Birgitta Haukdal söngkona, metsöluhöfundur og nú einn af dómurum í Idol þáttunum sem snúa nú aftur á Stöð 2. 15. nóvember 2022 06:00
Vaxandi veldi Sifjar Jakobs: „Þú þarft að sanna þig og það tekur tíma“ Merki hennar er selt í yfir tvö þúsund verslunum í 34 löndum og á meðal viðskiptavina eru danska konungsfjölskyldan og stjörnur á borð við Beckham fjölskylduna, Miley Cyrus og Katy Perry. Íslenski skartgripahönnuðurinn Sif Jakobsdóttir er hvergi nærri hætt og stefnir enn hærra. 27. nóvember 2022 10:00
Frumsamið lag í fyrstu prufu í Idol: „Átti erfiða barnæsku“ Fyrsti þátturinn af fimmtu seríunni í raunveruleikaþáttunum Idol hófst á Stöð 2 í gærkvöldi og má segja að fyrsti þátturinn hafi vakið mikla athygli. Í þættinum var fylgst með áheyrnarprufum keppanda en undir lok þáttarins mætti Anya Hrund, 20 ára nemi, sem er alin upp á Fáskrúðsfirði 26. nóvember 2022 09:00