Innlent

Mikil hálka á höfuðborgarsvæðinu

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Hálkan sést vel á bílastæðum og á götum í úthverfum borgarinnar. Hún getur þó verið lúmsk á umferðargötunum.
Hálkan sést vel á bílastæðum og á götum í úthverfum borgarinnar. Hún getur þó verið lúmsk á umferðargötunum. vísir/óttar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að fara sérstaklega varlega í umferðinni í kvöld vegna mikillar hálku á höfuðborgarsvæðinu. Bíll fór út af Hellisheiðinni síðdegis í dag.

Tveir bílar rákust svo saman við Suður­fell í Breiðholti á fimmta tímanum í dag talsverð hálka var þar á veginum.

Vakthafandi varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar segir þó að afar rólegt hafi verið síðan og engin slys orðið vegna hálku það sem af er kvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×