Sara tók stigametið af Jóni Arnóri í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2022 10:31 Sara Rún Hinriksdóttir átti magnaðan leik í Laugardalshöllinni í gær. Hér fær hún kveðju frá Isabellu Ósk Sigurðardóttur og Evu Margréti Kristjánsdóttur. Vísir/Hulda Margrét Sara Rún Hinriksdóttir setti nýtt stigamet í gær í sigri íslenska körfuboltalandsliðsins á Rúmeníu í undankeppni Evrópumótsins. Sara Rún skoraði 33 stig í leiknum og er nú sá körfuboltamaður, karl eða kona, sem hefur skorað flest stig í einum landsleik í Laugardalshöllinni í sögu landsliðanna beggja. Sara tók metið af Jóni Arnóri Stefánssyni sem náði tvisvar sinnum að skora 32 stig í einum leik í Laugardalshöllinni. Jón Arnór skoraði fyrst 32 stig á móti Svartfjallalandi árið 2012 og endurtók leikinn á móti Búlgaríu ári síðar. Sara er líka fyrsta konan sem nær að skora þrjátíu stig í landsleik í Höllinni en gamla stigamet kvenna í Laugardalshöllinni var í eigu Helenu Sverrisdóttur sem skoraði 29 stig í sigri á Ungverjalandi í febrúar 2016. Þetta er aðeins í níunda skiptið sem landsliðskona nær að skora 30 stig í einum landsleik en Sara Rún hafði náð því einu sinni áður. Helena Sverrisdóttir (5) og Anna María Sveinsdóttir (2) hafa náð því oftast. Stigamet Önnu Maríu er frá árinu 1996 þegar hún skoraði 35 stig í sigri á Möltu. Helena hefur tvisvar sinnum skorað 34 stig í einum landsleik og einu sinni 33 stig eins og Sara í gær. Allir þessir stigamiklu leikir þeirra Helenu og Önnu Maríu komu á útivelli. Það eru aðeins fjórir körfuboltamenn sem hafa skorað þrjátíu stig eða meira í Laugardalshöllinni en auk Söru og Jóns Arnórs eru það Pálmar Sigurðsson og Teitur Örlygsson. Pálmar var sá fyrsti til að ná þrjátíu stiga leik í Höllinni en það var í apríl 1986. Flest stig fyrir íslensku körfuboltalandsliðin í Laugardalshöll: 33 stig - Sara Rún Hinriksdóttir á móti Rúmeníu í nóvember 2022 32 stig - Jón Arnór Stefánsson á móti Búlgaríu í ágúst 2013 32 stig - Jón Arnór Stefánsson á móti Svartfjallalandi í september 2012 31 stig - Pálmar Sigurðsson á móti Portúgal í apríl 1986 31 stig - Teitur Örlygsson á móti Lúxemborg í maí 1996 31 stig - Teitur Örlygsson á móti Írlandi í maí 1996 29 stig - Helena Sverrisdóttir á móti Ungverjalandi í febrúar 2016 29 stig - Logi Gunnarsson á móti Slóveníu í nóvember 2000 28 stig - Pétur Guðmundsson á móti Finnlandi í mars 19981 28 stig - Teitur Örlygsson á móti Noregi í maí 1996 Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Sara Rún skoraði 33 stig í leiknum og er nú sá körfuboltamaður, karl eða kona, sem hefur skorað flest stig í einum landsleik í Laugardalshöllinni í sögu landsliðanna beggja. Sara tók metið af Jóni Arnóri Stefánssyni sem náði tvisvar sinnum að skora 32 stig í einum leik í Laugardalshöllinni. Jón Arnór skoraði fyrst 32 stig á móti Svartfjallalandi árið 2012 og endurtók leikinn á móti Búlgaríu ári síðar. Sara er líka fyrsta konan sem nær að skora þrjátíu stig í landsleik í Höllinni en gamla stigamet kvenna í Laugardalshöllinni var í eigu Helenu Sverrisdóttur sem skoraði 29 stig í sigri á Ungverjalandi í febrúar 2016. Þetta er aðeins í níunda skiptið sem landsliðskona nær að skora 30 stig í einum landsleik en Sara Rún hafði náð því einu sinni áður. Helena Sverrisdóttir (5) og Anna María Sveinsdóttir (2) hafa náð því oftast. Stigamet Önnu Maríu er frá árinu 1996 þegar hún skoraði 35 stig í sigri á Möltu. Helena hefur tvisvar sinnum skorað 34 stig í einum landsleik og einu sinni 33 stig eins og Sara í gær. Allir þessir stigamiklu leikir þeirra Helenu og Önnu Maríu komu á útivelli. Það eru aðeins fjórir körfuboltamenn sem hafa skorað þrjátíu stig eða meira í Laugardalshöllinni en auk Söru og Jóns Arnórs eru það Pálmar Sigurðsson og Teitur Örlygsson. Pálmar var sá fyrsti til að ná þrjátíu stiga leik í Höllinni en það var í apríl 1986. Flest stig fyrir íslensku körfuboltalandsliðin í Laugardalshöll: 33 stig - Sara Rún Hinriksdóttir á móti Rúmeníu í nóvember 2022 32 stig - Jón Arnór Stefánsson á móti Búlgaríu í ágúst 2013 32 stig - Jón Arnór Stefánsson á móti Svartfjallalandi í september 2012 31 stig - Pálmar Sigurðsson á móti Portúgal í apríl 1986 31 stig - Teitur Örlygsson á móti Lúxemborg í maí 1996 31 stig - Teitur Örlygsson á móti Írlandi í maí 1996 29 stig - Helena Sverrisdóttir á móti Ungverjalandi í febrúar 2016 29 stig - Logi Gunnarsson á móti Slóveníu í nóvember 2000 28 stig - Pétur Guðmundsson á móti Finnlandi í mars 19981 28 stig - Teitur Örlygsson á móti Noregi í maí 1996
Flest stig fyrir íslensku körfuboltalandsliðin í Laugardalshöll: 33 stig - Sara Rún Hinriksdóttir á móti Rúmeníu í nóvember 2022 32 stig - Jón Arnór Stefánsson á móti Búlgaríu í ágúst 2013 32 stig - Jón Arnór Stefánsson á móti Svartfjallalandi í september 2012 31 stig - Pálmar Sigurðsson á móti Portúgal í apríl 1986 31 stig - Teitur Örlygsson á móti Lúxemborg í maí 1996 31 stig - Teitur Örlygsson á móti Írlandi í maí 1996 29 stig - Helena Sverrisdóttir á móti Ungverjalandi í febrúar 2016 29 stig - Logi Gunnarsson á móti Slóveníu í nóvember 2000 28 stig - Pétur Guðmundsson á móti Finnlandi í mars 19981 28 stig - Teitur Örlygsson á móti Noregi í maí 1996
Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira