„Gaslýsing“ orð ársins Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2022 10:47 Gaslampar við Gasljósstorg í St. Louis árið 1962. Marga fýsti að vita hvað það er að gaslýsa einhvern á árinu. AP/JMH Bandaríska bókaútgáfan Merriam-Webster hefur útnefnt „gaslýsingu“ sem enska orð ársins 2022. Leit að orðinu jókst um 1.740% á milli ára en það er notað til þess að lýsa blekkingum og lygum sem fá þann sem fyrir þeim verður til þess að efast um eigin upplifun af raunveruleikanum. „Gaslýsing“ (e. gaslighting) sker sig úr frá fyrri orðum ársins að því leyti að uppfletningar á því voru ekki bundnar við einstakan viðburð heldur var því flett upp jafnt og þétt allt árið. „Þetta er orð sem hefur risið svo hratt í enskri tungu, og sérstaklega síðustu fjögur árin, að það kom mér og mörgum öðrum raunverulega á óvart. Þetta var orð sem var flett upp oft á hverjum einasta degi ársins,“ segir Peter Sokolowski, ritstjóri Merriam-Webster sem heldur úti rafrænni orðabók, í viðtali við AP-fréttastofuna. Merriam-Webster skilgreinir gaslýsingu sem sálfræðilegri stjórnun á manneskju, venjulega yfir langan tíma, sem veldur því að „fórnarlambið fer að efast um réttmæti eigin hugsana, skynjun sína á raunveruleiknanum eða minningum og leiðir vanalega til ruglings og missis á sjálfstrausti og sjálfsímynd, óöryggis um eigin tilfinningar eða geðrænan stöðugleika og til þess að verða háður gerandanum.“ Makar í ofbeldissamböndum, nánir ættingjar, stjórnmálamenn og fulltrúar stórfyrirtækja eru á meðal þeirra sem hafa verið sakaðir um að gaslýsa fólk á árinu. Dimmdi gasljósin Uppruna hugtaksins má rekja til leikritsins „Gasljóss“ eftir Patrick Hamilton frá árinu 1938. Tvær kvikmyndir voru gerðar eftir leikritinu á fimmta áratug síðustu aldar, þar á meðal ein með Ingrid Bergman. Verkið fjallar um hvernig eiginmaður beitir konu sína andlegu ofbeldi, meðal annars með því að dimma gasljós á heimili þeirra og telja henni trú um að hún það sé ímyndun hennar. Leit að orðin jókst nokkuð eftir dauða Angelu Lansbury í október en hún fór með aukahlutverk í annarri kvikmyndinni. Orð ársins hjá Merriam-Webster er ekki valið af geðþótta heldur á grundvelli gagna úr orðabók fyrirtækisins á netinu. Hástökkvarar á listanum verða fyrir valinu eftir að algengustu leitarorðin hafa verið sigtuð frá. Á meðal annarra vinsælustu orðanna í ár voru „ólígarki“ eftir innrás Rússa í Úkraínu, „omíkron“ vegna afbrigðis kórónuveirunnar og „eiginkona konungs“ sem er titill Camillu Parker-Bowles, konu Karls Bretakonungs. Bandaríkin Tengdar fréttir Angela Lansbury er látin Leikkonan ástsæla Angela Lansbury er fallin frá 96 ára að aldri. Hún fæddist í London árið 1925 og á langan leiklistarferil að baki, bæði á sviði og á hvíta tjaldinu. 11. október 2022 20:32 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Sjá meira
„Gaslýsing“ (e. gaslighting) sker sig úr frá fyrri orðum ársins að því leyti að uppfletningar á því voru ekki bundnar við einstakan viðburð heldur var því flett upp jafnt og þétt allt árið. „Þetta er orð sem hefur risið svo hratt í enskri tungu, og sérstaklega síðustu fjögur árin, að það kom mér og mörgum öðrum raunverulega á óvart. Þetta var orð sem var flett upp oft á hverjum einasta degi ársins,“ segir Peter Sokolowski, ritstjóri Merriam-Webster sem heldur úti rafrænni orðabók, í viðtali við AP-fréttastofuna. Merriam-Webster skilgreinir gaslýsingu sem sálfræðilegri stjórnun á manneskju, venjulega yfir langan tíma, sem veldur því að „fórnarlambið fer að efast um réttmæti eigin hugsana, skynjun sína á raunveruleiknanum eða minningum og leiðir vanalega til ruglings og missis á sjálfstrausti og sjálfsímynd, óöryggis um eigin tilfinningar eða geðrænan stöðugleika og til þess að verða háður gerandanum.“ Makar í ofbeldissamböndum, nánir ættingjar, stjórnmálamenn og fulltrúar stórfyrirtækja eru á meðal þeirra sem hafa verið sakaðir um að gaslýsa fólk á árinu. Dimmdi gasljósin Uppruna hugtaksins má rekja til leikritsins „Gasljóss“ eftir Patrick Hamilton frá árinu 1938. Tvær kvikmyndir voru gerðar eftir leikritinu á fimmta áratug síðustu aldar, þar á meðal ein með Ingrid Bergman. Verkið fjallar um hvernig eiginmaður beitir konu sína andlegu ofbeldi, meðal annars með því að dimma gasljós á heimili þeirra og telja henni trú um að hún það sé ímyndun hennar. Leit að orðin jókst nokkuð eftir dauða Angelu Lansbury í október en hún fór með aukahlutverk í annarri kvikmyndinni. Orð ársins hjá Merriam-Webster er ekki valið af geðþótta heldur á grundvelli gagna úr orðabók fyrirtækisins á netinu. Hástökkvarar á listanum verða fyrir valinu eftir að algengustu leitarorðin hafa verið sigtuð frá. Á meðal annarra vinsælustu orðanna í ár voru „ólígarki“ eftir innrás Rússa í Úkraínu, „omíkron“ vegna afbrigðis kórónuveirunnar og „eiginkona konungs“ sem er titill Camillu Parker-Bowles, konu Karls Bretakonungs.
Bandaríkin Tengdar fréttir Angela Lansbury er látin Leikkonan ástsæla Angela Lansbury er fallin frá 96 ára að aldri. Hún fæddist í London árið 1925 og á langan leiklistarferil að baki, bæði á sviði og á hvíta tjaldinu. 11. október 2022 20:32 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Sjá meira
Angela Lansbury er látin Leikkonan ástsæla Angela Lansbury er fallin frá 96 ára að aldri. Hún fæddist í London árið 1925 og á langan leiklistarferil að baki, bæði á sviði og á hvíta tjaldinu. 11. október 2022 20:32