Fjölmenn tekk-sölusíða með óvænt nýtt hlutverk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2022 11:06 Sölusíðan Tekk/teak húsgögn til sölu er komin með nýtt hlutverk. Nokkuð fjölmenn sölusíða á Facebook, sem hingað til hefur gegnt hlutverki sölumarkaðs fyrir tekk-húsgögn á Íslandi, hefur skipt um hlutverk. Síðan er nú, nokkuð óvænt, orðin að sölusíðu fyrir tölvuleikinn Clash of Clans. Rétt rúmlega tíu þúsund meðlimir, sem í gær voru meðlimir „Tekk/teak húsgögn til sölu á Facebook“, eru nú meðlimir í hópnum „Clash Of Clan Buy & Sell“ Eins og fyrra nafn hópsins gefur til kynna snerist sölusíðan um tekk-húsgögn, lítil sem stór. Hópurinn var stofnaður 8. nóvember 2014.Skjáskot Sjá má að breytingin fór í gegn í gærkvöldi. Þá virðist nýr stjórnandi hafa tekið völdin á sölusíðunni og umsvifalaust breytt nafni hennar og tilgangi. Ef marka má Facebook-síðu stjórnandans er viðkomandi búsettur í Bangladess. Sá beið ekki boðanna og byrjaði strax að leggja línuna varðandi nýtt hlutverk sölusíðunnar. „Coc post onlyyyy,“ skrifar viðkomandi, sem þýða mætti sem „Eingöngu Clash of Clans færslur“. Tilkynningin hefur hingað til uppskorið einn reiðan kall í viðbrögð. Hið nýja nafn hópsins.Skjáskot Clash of Clans er tölvuleikur sem hægt er að spila í símum og spjaldtölvum. Tölvuleikurinn er byggður á finnsku hugviti og snýst um að byggja upp ættarveldi og herja á nágranna sína. Ókeypis er að spila leikinn en hægt er að greiða fyrir ýmsar uppfærslur til að hraða þróun ættarveldisins. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ef marka má sambærilegar Clash of Clans sölusíður á Facebook ganga aðgangar kaupum og sölum á slíkum síðum. Notendur hinnar íslensku síðu virðast reyndar ekki kippa sér mjög upp við breytinguna. Aðeins einn íslenskur notandi hefur skrifað ummæli eftir að breytingin fór í gegn. Þar vekur hann athygli á því að hér sé eitthvað óeðlilegt í gangi og spyr hvar sé hægt að tilkynna breytinguna. Raunar hefur sölusíðan ekki verið mjög virk að undanförnu þrátt fyrir að í henni séu rúmlega tíu þúsund meðlimir. Þannig leiðir lausleg skoðun í ljós að síðasta auglýsingin þar sem tekk-húsgagn var auglýst til sölu hafi verið sett inn í fyrra. Á árum áður var síðan hins vegar mjög virk og algengt að tugir eða jafn vel hundruð ummæla væru skilin eftir við færslur um tekk-húsgögn. Samfélagsmiðlar Facebook Neytendur Leikjavísir Tengdar fréttir Íranar banna Clash of Clans Segja leikinn ýta undir átök á milli ættbálka og vera hættulegan æsku landsins. 27. desember 2016 23:59 Vinsælustu auglýsingar Youtube Flestar eiga auglýsingarnar það sameiginlegt að vera hugljúfar og hjartnæmar. 10. desember 2015 20:36 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Rétt rúmlega tíu þúsund meðlimir, sem í gær voru meðlimir „Tekk/teak húsgögn til sölu á Facebook“, eru nú meðlimir í hópnum „Clash Of Clan Buy & Sell“ Eins og fyrra nafn hópsins gefur til kynna snerist sölusíðan um tekk-húsgögn, lítil sem stór. Hópurinn var stofnaður 8. nóvember 2014.Skjáskot Sjá má að breytingin fór í gegn í gærkvöldi. Þá virðist nýr stjórnandi hafa tekið völdin á sölusíðunni og umsvifalaust breytt nafni hennar og tilgangi. Ef marka má Facebook-síðu stjórnandans er viðkomandi búsettur í Bangladess. Sá beið ekki boðanna og byrjaði strax að leggja línuna varðandi nýtt hlutverk sölusíðunnar. „Coc post onlyyyy,“ skrifar viðkomandi, sem þýða mætti sem „Eingöngu Clash of Clans færslur“. Tilkynningin hefur hingað til uppskorið einn reiðan kall í viðbrögð. Hið nýja nafn hópsins.Skjáskot Clash of Clans er tölvuleikur sem hægt er að spila í símum og spjaldtölvum. Tölvuleikurinn er byggður á finnsku hugviti og snýst um að byggja upp ættarveldi og herja á nágranna sína. Ókeypis er að spila leikinn en hægt er að greiða fyrir ýmsar uppfærslur til að hraða þróun ættarveldisins. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ef marka má sambærilegar Clash of Clans sölusíður á Facebook ganga aðgangar kaupum og sölum á slíkum síðum. Notendur hinnar íslensku síðu virðast reyndar ekki kippa sér mjög upp við breytinguna. Aðeins einn íslenskur notandi hefur skrifað ummæli eftir að breytingin fór í gegn. Þar vekur hann athygli á því að hér sé eitthvað óeðlilegt í gangi og spyr hvar sé hægt að tilkynna breytinguna. Raunar hefur sölusíðan ekki verið mjög virk að undanförnu þrátt fyrir að í henni séu rúmlega tíu þúsund meðlimir. Þannig leiðir lausleg skoðun í ljós að síðasta auglýsingin þar sem tekk-húsgagn var auglýst til sölu hafi verið sett inn í fyrra. Á árum áður var síðan hins vegar mjög virk og algengt að tugir eða jafn vel hundruð ummæla væru skilin eftir við færslur um tekk-húsgögn.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Samfélagsmiðlar Facebook Neytendur Leikjavísir Tengdar fréttir Íranar banna Clash of Clans Segja leikinn ýta undir átök á milli ættbálka og vera hættulegan æsku landsins. 27. desember 2016 23:59 Vinsælustu auglýsingar Youtube Flestar eiga auglýsingarnar það sameiginlegt að vera hugljúfar og hjartnæmar. 10. desember 2015 20:36 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Íranar banna Clash of Clans Segja leikinn ýta undir átök á milli ættbálka og vera hættulegan æsku landsins. 27. desember 2016 23:59
Vinsælustu auglýsingar Youtube Flestar eiga auglýsingarnar það sameiginlegt að vera hugljúfar og hjartnæmar. 10. desember 2015 20:36