Selja Freyju eftir yfir fjörutíu ára rekstur Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2022 15:14 Ævar Guðmundsson, forstjóri Freyju. Vísir Matvælafyrirtækið Langisjór hefur fest kaup á sælgætisgerðinni Freyju og fasteignum sem tengjast rekstri hennar. Freyja er elsta sælgætisgerð landsins og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í yfir fjörutíu ár. Í tilkynningu frá Freyju kemur fram að eigendur fyrirtækisins og Langasjávar ehf. hafi skrifað undir kaupsamning um kaup þess síðarnefnda á félaginu K-102 ehf. sem á dótturfélagið Freyju að fullu og fasteignir sem tengjast rekstrinum. Kaupin séu háð fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Freyja er fjölskyldufyrirtæki í eigu Ævars Guðmundssonar og fjölskyldu hans. Í tilkynningu er haft eftir honum að eftir rúmlega fjörutíu ára uppbyggingu fjölskyldunnar á fyrirtækinu sé nú góður tími til þess að hefja nýjan kafla í lífinu og koma Freyju í hendur á traustum eigendum. Freyja er elsta starfandi sælgætisgerð á Íslandi, stofnuð árið 1918.Vísir/Magnús Á vefsíðu Freyju kemur fram að þar starfi um fimmtíu manns á tveimur stöðum, annars vegar í verksmiðju fyrirtækisins á Kársnesbrraut í Kópavogi og á skrifstofu- og lagerhúsnæði á Vesturvör í sama bæ. Langisjór er móðurfélag fyrirtækja í framleiðslu og dreifingu á matvælum en það sinnir einnig útleigu og uppbyggingu á atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Meðal fyrirtækja í samstæðu Langasjávar ehf. eru Alma íbúðafélag hf., Brimgarðar ehf., Mata hf., Matfugl ehf., Salathúsið ehf. og Síld og fiskur ehf. Langisjór er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna og fjölskyldna þeirra. Í mars var greint frá því að öll starfsemi Sælgætisgerðarinnar Freyju verði flutt úr Kópavogi til Hveragerðis en fyrirtækið hefur fengið úthlutað um sautján þúsund fermetra lóð í bæjarfélaginu. Fimmtíu ný störf verð til í Hveragerði með flutningnum. Verksmiðjuhúsnæðið sjálft verður um sex þúsund fermetrar. Sælgæti Matvælaframleiðsla Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Freyja flytur í Hveragerði Öll starfsemi Sælgætisgerðarinnar Freyju verður flutt úr Kópavogi til Hveragerðis en fyrirtækið hefur fengið úthlutað um sautján þúsund fermetra lóð í bæjarfélaginu. Fimmtíu ný störf verð til í Hveragerði með flutningnum. 29. mars 2022 07:04 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Í tilkynningu frá Freyju kemur fram að eigendur fyrirtækisins og Langasjávar ehf. hafi skrifað undir kaupsamning um kaup þess síðarnefnda á félaginu K-102 ehf. sem á dótturfélagið Freyju að fullu og fasteignir sem tengjast rekstrinum. Kaupin séu háð fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Freyja er fjölskyldufyrirtæki í eigu Ævars Guðmundssonar og fjölskyldu hans. Í tilkynningu er haft eftir honum að eftir rúmlega fjörutíu ára uppbyggingu fjölskyldunnar á fyrirtækinu sé nú góður tími til þess að hefja nýjan kafla í lífinu og koma Freyju í hendur á traustum eigendum. Freyja er elsta starfandi sælgætisgerð á Íslandi, stofnuð árið 1918.Vísir/Magnús Á vefsíðu Freyju kemur fram að þar starfi um fimmtíu manns á tveimur stöðum, annars vegar í verksmiðju fyrirtækisins á Kársnesbrraut í Kópavogi og á skrifstofu- og lagerhúsnæði á Vesturvör í sama bæ. Langisjór er móðurfélag fyrirtækja í framleiðslu og dreifingu á matvælum en það sinnir einnig útleigu og uppbyggingu á atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Meðal fyrirtækja í samstæðu Langasjávar ehf. eru Alma íbúðafélag hf., Brimgarðar ehf., Mata hf., Matfugl ehf., Salathúsið ehf. og Síld og fiskur ehf. Langisjór er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna og fjölskyldna þeirra. Í mars var greint frá því að öll starfsemi Sælgætisgerðarinnar Freyju verði flutt úr Kópavogi til Hveragerðis en fyrirtækið hefur fengið úthlutað um sautján þúsund fermetra lóð í bæjarfélaginu. Fimmtíu ný störf verð til í Hveragerði með flutningnum. Verksmiðjuhúsnæðið sjálft verður um sex þúsund fermetrar.
Sælgæti Matvælaframleiðsla Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Freyja flytur í Hveragerði Öll starfsemi Sælgætisgerðarinnar Freyju verður flutt úr Kópavogi til Hveragerðis en fyrirtækið hefur fengið úthlutað um sautján þúsund fermetra lóð í bæjarfélaginu. Fimmtíu ný störf verð til í Hveragerði með flutningnum. 29. mars 2022 07:04 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Freyja flytur í Hveragerði Öll starfsemi Sælgætisgerðarinnar Freyju verður flutt úr Kópavogi til Hveragerðis en fyrirtækið hefur fengið úthlutað um sautján þúsund fermetra lóð í bæjarfélaginu. Fimmtíu ný störf verð til í Hveragerði með flutningnum. 29. mars 2022 07:04