Kröfðust sex hundruð milljóna en fá ekki krónu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. nóvember 2022 15:24 Egilsstaðir Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn tveggja eignarhaldsfélaga utan um fólksflutninga á Austurlandi fá ekki krónu frá Sambandi sveitarfélagi á Austurlandi. Félögin tvö höfðu krafið sambandið um tæpar 600 milljónir króna í skaðabætur lögbanns sem sett var á akstur þeirra á milli Hafnar og Egilsstaða. Málið má rekja aftur til ársins 2012 þegar Samband sveitarfélaga á Austurlandi fékk lögbann á umræddan akstur. Lögreglan meinaði þá bílstjóra fyrirtækisins Bíla og fólks að að aka um austfirði með farþega til Hafnar í Hornafirði. Áður höfðu forsvarsmenn Bíla og fólks stofnað fyrirtæki, Sterna Travel, og þróað svokalla hringmiðakerfi sem gerði erlendum ferðamönnum kleyft að ferðast hringinn í kringum landið á sveigjanlegan hátt. Árið 2011 var hins vegar gerður samningur á milli Vegagerðarinnar og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um sér- og einkaleyfi um almenningssamgöngur á starfsvæði sambandsins. Leitaði sambandið þá eftir tilboðum í sérleið á milli Egilsstaða og Hornafjarðar. Árið 2012 var samið við annað hópbílafyrirtæki sem tók að sér aksturinn. Vildu 300 milljónir vegna ímyndarskaða og framtíðartjóns Sterna og Bílar og fólk héldu hins vegar áfram að auglýsa hringmiðana svokölluðu, sem meðal annars giltu á leiðinni á milli Egilsstaða og Hafnar. Fór það svo að sambandið fór fram á lögbann á akstur félaganna. Ári síðar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að akstur félaganna hafi hins vegar ekki bortið gegn sérleyfinu. Lögbannið ættu því ekki rét á sér. Forsvarsmenn félaganna höfðuðu því mál gegn sambandinu vegna málsins. Kröfðust þeir alls greiðslu 589 milljóna króna í skaðabætur, sundurliðað svo: Hagnaðarmissir árið 2012 - 132.600.000 krónur. Hagnaðarmissir árið 2013 - 156.400.000 krónur. Bætur fyrir ímyndarskaða og framtíðartjón - 300.000.000 krónur. Sambandið fór hins vegar fram á það að málinu yrði vísað frá, meðal annars á þeim grundvelli að skaðabótakrafan væri vanreifuð. Félögin hafi ekki sýnt fram á það tjón þeirra væri jafn mikið og haldið var fram. Höfn í HornafirðiStöð 2/Arnar Halldórsson. Í úrskurði Héraðsdóms Austurlands, sem féll á dögunum, segir að félögin tvö hafi ekki lagt fram grundvallargögn úr bókhaldi sínu, þrátt fyrir áskoranir, sem ætla megi að styðja geti við kröfu þeirra og það tjón sem þeir telji sig hafa orðið fyrir. Kröfurnar væru því vanreifaðar og því óhjákvæmilegt að vísa málinu frá. Alls þurfa félögin tvö að greiða sambandinu 1,3 milljónir í málskostnað vegna málsins. Samgöngur Dómsmál Múlaþing Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Málið má rekja aftur til ársins 2012 þegar Samband sveitarfélaga á Austurlandi fékk lögbann á umræddan akstur. Lögreglan meinaði þá bílstjóra fyrirtækisins Bíla og fólks að að aka um austfirði með farþega til Hafnar í Hornafirði. Áður höfðu forsvarsmenn Bíla og fólks stofnað fyrirtæki, Sterna Travel, og þróað svokalla hringmiðakerfi sem gerði erlendum ferðamönnum kleyft að ferðast hringinn í kringum landið á sveigjanlegan hátt. Árið 2011 var hins vegar gerður samningur á milli Vegagerðarinnar og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um sér- og einkaleyfi um almenningssamgöngur á starfsvæði sambandsins. Leitaði sambandið þá eftir tilboðum í sérleið á milli Egilsstaða og Hornafjarðar. Árið 2012 var samið við annað hópbílafyrirtæki sem tók að sér aksturinn. Vildu 300 milljónir vegna ímyndarskaða og framtíðartjóns Sterna og Bílar og fólk héldu hins vegar áfram að auglýsa hringmiðana svokölluðu, sem meðal annars giltu á leiðinni á milli Egilsstaða og Hafnar. Fór það svo að sambandið fór fram á lögbann á akstur félaganna. Ári síðar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að akstur félaganna hafi hins vegar ekki bortið gegn sérleyfinu. Lögbannið ættu því ekki rét á sér. Forsvarsmenn félaganna höfðuðu því mál gegn sambandinu vegna málsins. Kröfðust þeir alls greiðslu 589 milljóna króna í skaðabætur, sundurliðað svo: Hagnaðarmissir árið 2012 - 132.600.000 krónur. Hagnaðarmissir árið 2013 - 156.400.000 krónur. Bætur fyrir ímyndarskaða og framtíðartjón - 300.000.000 krónur. Sambandið fór hins vegar fram á það að málinu yrði vísað frá, meðal annars á þeim grundvelli að skaðabótakrafan væri vanreifuð. Félögin hafi ekki sýnt fram á það tjón þeirra væri jafn mikið og haldið var fram. Höfn í HornafirðiStöð 2/Arnar Halldórsson. Í úrskurði Héraðsdóms Austurlands, sem féll á dögunum, segir að félögin tvö hafi ekki lagt fram grundvallargögn úr bókhaldi sínu, þrátt fyrir áskoranir, sem ætla megi að styðja geti við kröfu þeirra og það tjón sem þeir telji sig hafa orðið fyrir. Kröfurnar væru því vanreifaðar og því óhjákvæmilegt að vísa málinu frá. Alls þurfa félögin tvö að greiða sambandinu 1,3 milljónir í málskostnað vegna málsins.
Samgöngur Dómsmál Múlaþing Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira