Aðgerðin fimm sinnum dýrari eftir mánaðamótin Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. nóvember 2022 19:02 Dagný Jónssdóttir framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar segir það af illri nauðsyn sem gjaldskráin er hækkuð Vísir/Ívar Átján ára stúlka, sem á þarf að fara í aðgerð á krossbandi í desember, þarf að greiða ríflega hundrað og þrjátíu þúsund krónum meira fyrir aðgerðina en ef hún hefði farið í hana núna í nóvember. Samningsleysi á milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga Íslands er sagt skýra þessa hækkun. Tilkynnt var um það í dag að gjaldskrá Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu verði hækkuð þann 1. desember. Ástæðan er sögð sú að sérgreinalæknar hafa ekki verið með samning við Sjúkratryggingar Íslands í fjögur ár. Þá hefur ekki orðið nein breyting á gjaldskránni í þrjú ár. Árlega eru gerðar um fimm þúsund bæklunaraðgerðir á Læknastöðinni en þar starfa tuttugu og fjórir læknar. Þeir sem eiga bókaðan tíma frá og með desember fengu í dag tilkynningu um gjaldskrárhækkunina. Þeirra á meðal var átján ára stúlka á leið í aðgerð á krossbandi. Ef hún hefði farið í aðgerðina á morgun hefði hún greitt ríflega tuttugu og átta þúsund krónur en fyrst aðgerðin er í desember þá þarf hún að greiða ríflega hundrað og sextíu þúsund krónur. Hækkanir á gjaldskránni eru misjafnar eftir tegundum aðgerða. „Þær stærstu og flóknustu eru að hækka umtalsvert og minni um svona þrjátíu fjörutíu þúsund og stærri mun meira því miður. Mesta hækkunin er um 175 þúsund,“ segir Dagný Jónsdóttir framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar. Heildarkostnaður aðgerða hafi farið hækkandi vegna aukins launakostnaðar og aðfanga og efniskostnaðar. Það kosti nú ríflega níu hundruð þúsund að gera aðgerð á krossbandi en Sjúkratryggingar greiði aðeins ríflega sjö hundruð þúsund fyrir aðgerðina. „Það hefur alltaf verið þannig að Sjúkratryggingar Íslands hafa tekið í raun og veru alla greiðsluna og sjúklingar aðeins greitt greiðsluhámarkið sem er hjá almenningi 28.162 krónur en við þurfum því miður að bæta við þessum aukagjöldum núna því við höfum verið að niðurgreiða aðgerðir núna í þrjú ár.“ Margir sjúklingar höfðu í dag samband út af gjaldskrárhækkuninni. „Það náttúrulega rignir inn fyrirspurnum en enn sem komið er er enginn búinn að afboða aðgerð en við eigum alveg eins von á því.“ Ekki náðist í heilbrigðisráðherra vegna málsins í dag og heldur ekki í forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. Dagný vonast til að samningar náist sem fyrst milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga en segir að ekki hafi verið hægt að bíða með hækkanirnar. „Við höfum reynt að bíða þolinmóð ansi lengi og biðum þá sérstaklega eftir þegar að nýr heilbrigðisráðherra tók við en síðan þá er komið meira en ár síðan og við bara getum ekki beðið lengur en mönnum líður ekki vel með þetta en við bara neyðumst til þess.“ Heilbrigðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Megn óánægja sé með Sjúkratryggingar Íslands meðal lækna Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir mikla óánægju vera meðal félagsmanna með aðgerðir Sjúkratrygginga Íslands. Hann segir stofnunina senda tilhæfulausar endurkröfur áður en leyst er úr ágreiningi um læknisþjónustu. 30. apríl 2022 14:40 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Fleiri fréttir Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Sjá meira
Tilkynnt var um það í dag að gjaldskrá Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu verði hækkuð þann 1. desember. Ástæðan er sögð sú að sérgreinalæknar hafa ekki verið með samning við Sjúkratryggingar Íslands í fjögur ár. Þá hefur ekki orðið nein breyting á gjaldskránni í þrjú ár. Árlega eru gerðar um fimm þúsund bæklunaraðgerðir á Læknastöðinni en þar starfa tuttugu og fjórir læknar. Þeir sem eiga bókaðan tíma frá og með desember fengu í dag tilkynningu um gjaldskrárhækkunina. Þeirra á meðal var átján ára stúlka á leið í aðgerð á krossbandi. Ef hún hefði farið í aðgerðina á morgun hefði hún greitt ríflega tuttugu og átta þúsund krónur en fyrst aðgerðin er í desember þá þarf hún að greiða ríflega hundrað og sextíu þúsund krónur. Hækkanir á gjaldskránni eru misjafnar eftir tegundum aðgerða. „Þær stærstu og flóknustu eru að hækka umtalsvert og minni um svona þrjátíu fjörutíu þúsund og stærri mun meira því miður. Mesta hækkunin er um 175 þúsund,“ segir Dagný Jónsdóttir framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar. Heildarkostnaður aðgerða hafi farið hækkandi vegna aukins launakostnaðar og aðfanga og efniskostnaðar. Það kosti nú ríflega níu hundruð þúsund að gera aðgerð á krossbandi en Sjúkratryggingar greiði aðeins ríflega sjö hundruð þúsund fyrir aðgerðina. „Það hefur alltaf verið þannig að Sjúkratryggingar Íslands hafa tekið í raun og veru alla greiðsluna og sjúklingar aðeins greitt greiðsluhámarkið sem er hjá almenningi 28.162 krónur en við þurfum því miður að bæta við þessum aukagjöldum núna því við höfum verið að niðurgreiða aðgerðir núna í þrjú ár.“ Margir sjúklingar höfðu í dag samband út af gjaldskrárhækkuninni. „Það náttúrulega rignir inn fyrirspurnum en enn sem komið er er enginn búinn að afboða aðgerð en við eigum alveg eins von á því.“ Ekki náðist í heilbrigðisráðherra vegna málsins í dag og heldur ekki í forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. Dagný vonast til að samningar náist sem fyrst milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga en segir að ekki hafi verið hægt að bíða með hækkanirnar. „Við höfum reynt að bíða þolinmóð ansi lengi og biðum þá sérstaklega eftir þegar að nýr heilbrigðisráðherra tók við en síðan þá er komið meira en ár síðan og við bara getum ekki beðið lengur en mönnum líður ekki vel með þetta en við bara neyðumst til þess.“
Heilbrigðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Megn óánægja sé með Sjúkratryggingar Íslands meðal lækna Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir mikla óánægju vera meðal félagsmanna með aðgerðir Sjúkratrygginga Íslands. Hann segir stofnunina senda tilhæfulausar endurkröfur áður en leyst er úr ágreiningi um læknisþjónustu. 30. apríl 2022 14:40 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Fleiri fréttir Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Sjá meira
Megn óánægja sé með Sjúkratryggingar Íslands meðal lækna Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir mikla óánægju vera meðal félagsmanna með aðgerðir Sjúkratrygginga Íslands. Hann segir stofnunina senda tilhæfulausar endurkröfur áður en leyst er úr ágreiningi um læknisþjónustu. 30. apríl 2022 14:40