Íslenski boltinn

Glenn tekur tvær knattspyrnukonur með sér úr Eyjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sandra Voitane á ferðinni með ÍBV liðinu síðasta sumar.
Sandra Voitane á ferðinni með ÍBV liðinu síðasta sumar. Vísir/Bára Dröfn

Keflavík hefur samið við tvo nýja erlenda leikmenn sem báðar fylgja nýjum þjálfara liðsins úr Eyjum.

Madison Wolfbauer og Sandra Voitane hafa báðar skrifað undir samning um að spila með Keflavík í Bestu deildinni.

Báðir léku þær undir stjórn Jonathan Glenn hjá ÍBV í sumar en ÍBV lét Glenn fara eftir tímabili. Glenn tók síðan við Keflavikurliðinu sem spilar líka í Bestu deildinni.

Madison Wolfbauer er 23 ára fjölhæfur miðjumaður sem mun koma til með styrkja miðsvæði Keflavíkur. Madison spilaði með Bowling Green University og var fyrirliði liðsins þegar það tryggði sér MAC meistaratitilinn í NCAA deildinni.

Sandra Voitane er landsliðskona frá Lettlandi sem hefur leikið 47 leiki með landsliðinu og skorað í þeim 14 mörk. Þá hefur hún verið fyrirliði liðsins. Með landsliðinu hefur hún tvisvar unnið Baltic Cup. Sandra spilar sem bakvörður en getur leyst fleiri stöður á vellinum.

Wolfbauer var með eitt mark og eina stoðsendingu í átta leikjum með ÍBV í Bestu deildinni í sumar en Voitane var með þrjú mörk og eina stoðsendingu í sextán leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×