Er betra að „veifa röngu tré en öngvu“? Erna Bjarnadóttir skrifar 30. nóvember 2022 13:31 Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu var gestur í Morgunútvarpi Rásar 2 miðvikudaginn 30. nóvember. Verðbólgan var þar til umfjöllunar og komið inn á samanburð verðþróun matvæla við nágrannalöndin. Því miður stóðst framkvæmdstjórinn ekki þá freistingu að senda innlendum matvælaframleiðendum sneið fyrir að leggja verðbólgudraugnum fóður meðan hann hrósaði sér og sínum fyrir góða frammistöðu. Fullyrti hann að innlendar matvörur ættu drjúgan hlut í verðbólgu undangenginna mánaða. Það er vissulega rétt hjá framkvæmdastjóranum að verðbólga hér á landi er ein sú lægsta í Evrópu um þessar mundir. Hátt orkuverð og matvælaverð eru drifkraftur verðbólgu í nágranna löndunum. En til að varpa frekara ljósi á fullyrðingar framkvæmdastjórans um hækkanir á búvöruverði hér á landi og áhrif á verðbólgu til samanburðar við það sem gerist í nágrannalöndum má bera saman hækkanir á matvælaverði á Íslandi og í Danmörku. Samanburðurinn miðast við október mánuð þar sem danska Hagstofan hefur ekki birt niðurstöður fyrir nóvember. Í stuttu máli þá nam hækkun á matvöruverði frá október 2021 til október 2022 9,7% hér á landi en 16,5% í Danmörku. Á sama tíma nam hækkun vísitölu neysluverðs 11,4% í Danmörku en 9,4% á Íslandi. Á þessu tólf mánaða tímabili mældist hækkun á verði á kjöti 17,7% á Íslandi en 18% í Danmörku. Mjólk ostar og egg hækkuðu um 12,1% hér á landi en 25,3% í Danmörku. Þar sem smjör telst til flokksins olíur og feitmeti má geta þess að munurinn þar er enn meiri eða 11,1% hækkun á Íslandi en 37,8% í Danmörku. Getum við ekki bara verið sammála um að á heildina litið hafi innlend matvælaframleiðsla og innflytjendur staðið sig í að halda aftur af hækkunum á matvælaverði í þeim ólgusjó sem ríkt hefur undanfarna mánuði. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Matvælaframleiðsla Verðlag Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Sjá meira
Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu var gestur í Morgunútvarpi Rásar 2 miðvikudaginn 30. nóvember. Verðbólgan var þar til umfjöllunar og komið inn á samanburð verðþróun matvæla við nágrannalöndin. Því miður stóðst framkvæmdstjórinn ekki þá freistingu að senda innlendum matvælaframleiðendum sneið fyrir að leggja verðbólgudraugnum fóður meðan hann hrósaði sér og sínum fyrir góða frammistöðu. Fullyrti hann að innlendar matvörur ættu drjúgan hlut í verðbólgu undangenginna mánaða. Það er vissulega rétt hjá framkvæmdastjóranum að verðbólga hér á landi er ein sú lægsta í Evrópu um þessar mundir. Hátt orkuverð og matvælaverð eru drifkraftur verðbólgu í nágranna löndunum. En til að varpa frekara ljósi á fullyrðingar framkvæmdastjórans um hækkanir á búvöruverði hér á landi og áhrif á verðbólgu til samanburðar við það sem gerist í nágrannalöndum má bera saman hækkanir á matvælaverði á Íslandi og í Danmörku. Samanburðurinn miðast við október mánuð þar sem danska Hagstofan hefur ekki birt niðurstöður fyrir nóvember. Í stuttu máli þá nam hækkun á matvöruverði frá október 2021 til október 2022 9,7% hér á landi en 16,5% í Danmörku. Á sama tíma nam hækkun vísitölu neysluverðs 11,4% í Danmörku en 9,4% á Íslandi. Á þessu tólf mánaða tímabili mældist hækkun á verði á kjöti 17,7% á Íslandi en 18% í Danmörku. Mjólk ostar og egg hækkuðu um 12,1% hér á landi en 25,3% í Danmörku. Þar sem smjör telst til flokksins olíur og feitmeti má geta þess að munurinn þar er enn meiri eða 11,1% hækkun á Íslandi en 37,8% í Danmörku. Getum við ekki bara verið sammála um að á heildina litið hafi innlend matvælaframleiðsla og innflytjendur staðið sig í að halda aftur af hækkunum á matvælaverði í þeim ólgusjó sem ríkt hefur undanfarna mánuði. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun