Fara með krafti inn í skemmtanalífið eftir andlitslyftingu Bjarki Sigurðsson skrifar 30. nóvember 2022 17:06 Daníel Örn Einarsson er einn þeirra sem rekur nýjasta skemmtistað miðbæjarins, Exit. Vísir/Vilhelm Skemmtistaðurinn Exit var opnaður við Austurstræti þann 11. nóvember þar sem annar skemmtistaður 203 Club var áður til húsa. Eigandi staðarins segir að staðurinn sé allt annar þrátt fyrir smávægilegar breytingar. Daníel Örn Einarsson er einn þeirra sem rekur Exit en hann kom einnig að rekstri 203 Club. Í samtali við fréttastofu segir hann staðinn hafa fengið ákveðna andlitslyftingu í breytingunum. „Það sem við gerðum er að við settum ný ljós og spegla, máluðum og fleira. Þetta er góð breyting. Staðurinn opnast vel og mikið. Þetta er ekki eins og sami staðurinn þegar þú labbar inn núna. Það má segja að það hafi verið blásið nýju lífi í staðinn. Við settum smá bótox í staðinn,“ segir Daníel kankvíslega. Passar vel inn í flóruna 203 Club var lokað þann 7. október og var Exit opnaður 11. nóvember, rúmum mánuði síðar. Nafnið á staðnum á sér enga sérstaka sögu að sögn Daníels. „Ég eiginlega skaut því út í loftið. Það mallaði í hausnum á okkur í nokkrar vikur og svo var það eiginlega bara ákveðið að negla nafnið. Mér finnst þetta helvíti flott nafn. Passar vel inni í flóruna af nöfnum í miðbænum,“ segir Daníel. Staðurinn verður eins og aðrir hefðbundnir skemmtistaðir, hægt að kaupa drykki, flöskuborð, dansa og hafa gaman. Aldurstakmark á staðinn er 22 ára en eigendurnir fara inn í verkefnið af fullum krafti. Sami hópur rak skemmtistaðinn Spot í Kópavogi sem var lokað fyrr í haust. „Eftir að við lokuðum Spot ákváðum við að fara svolítið í þessa stemningu. Við förum vel af krafti í þennan stað. Svo erum við með efri hæð sem hefur verið í útleigu fyrir einkaviðburði. Til fyrirtækja og fleira. Það eru afmæli, veislur og aðrir viðburðir. Við höfum haldið áttatíu ára afmæli, brúðkaup og allt heila klabbið,“ segir Daníel. Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir 203 Club lokað og Exit tekur við Skemmtistaðnum 203 Club sem staðsettur var við Austurstræti 3 hefur verið lokað. Þess í stað hefur annar skemmtistaður, Exit, opnað í húsnæðinu. 30. nóvember 2022 10:42 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Daníel Örn Einarsson er einn þeirra sem rekur Exit en hann kom einnig að rekstri 203 Club. Í samtali við fréttastofu segir hann staðinn hafa fengið ákveðna andlitslyftingu í breytingunum. „Það sem við gerðum er að við settum ný ljós og spegla, máluðum og fleira. Þetta er góð breyting. Staðurinn opnast vel og mikið. Þetta er ekki eins og sami staðurinn þegar þú labbar inn núna. Það má segja að það hafi verið blásið nýju lífi í staðinn. Við settum smá bótox í staðinn,“ segir Daníel kankvíslega. Passar vel inn í flóruna 203 Club var lokað þann 7. október og var Exit opnaður 11. nóvember, rúmum mánuði síðar. Nafnið á staðnum á sér enga sérstaka sögu að sögn Daníels. „Ég eiginlega skaut því út í loftið. Það mallaði í hausnum á okkur í nokkrar vikur og svo var það eiginlega bara ákveðið að negla nafnið. Mér finnst þetta helvíti flott nafn. Passar vel inni í flóruna af nöfnum í miðbænum,“ segir Daníel. Staðurinn verður eins og aðrir hefðbundnir skemmtistaðir, hægt að kaupa drykki, flöskuborð, dansa og hafa gaman. Aldurstakmark á staðinn er 22 ára en eigendurnir fara inn í verkefnið af fullum krafti. Sami hópur rak skemmtistaðinn Spot í Kópavogi sem var lokað fyrr í haust. „Eftir að við lokuðum Spot ákváðum við að fara svolítið í þessa stemningu. Við förum vel af krafti í þennan stað. Svo erum við með efri hæð sem hefur verið í útleigu fyrir einkaviðburði. Til fyrirtækja og fleira. Það eru afmæli, veislur og aðrir viðburðir. Við höfum haldið áttatíu ára afmæli, brúðkaup og allt heila klabbið,“ segir Daníel.
Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir 203 Club lokað og Exit tekur við Skemmtistaðnum 203 Club sem staðsettur var við Austurstræti 3 hefur verið lokað. Þess í stað hefur annar skemmtistaður, Exit, opnað í húsnæðinu. 30. nóvember 2022 10:42 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
203 Club lokað og Exit tekur við Skemmtistaðnum 203 Club sem staðsettur var við Austurstræti 3 hefur verið lokað. Þess í stað hefur annar skemmtistaður, Exit, opnað í húsnæðinu. 30. nóvember 2022 10:42