Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.

Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að ná samningum við sérgreinalækna sem fyrst en sumir þeirra hafa hækkað verðskrár sínar vegna skorts á samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Það sé vont að vita til þess að allt að tvö hundruð þúsund krónur eigi að rukka fyrir aðgerðir sem áður kostuðu mun minna.

Mikill hamagangur hefur verið í Karphúsinu í dag þar sem reynt er til þrautar að landa kjarasamningum. Sunna Sæmundsdóttir hefur fylgst með stöðunni í allan dag og verður í beinni úr Karphúsinu til að fara yfir stöðuna.

Uppgangur líftæknifyrirtækisins Kerecis á Ísafirði hefur verið ævintýralegur. Fyrirtækið framleiðir einstaklega græðandi umbúðir úr þorskroði sem oft á tíðum kemur í veg fyrir að aflima þurfi fólk. Verðmæti afurðanna er meira en alls sjávarfangs á Vestfjörðum að frátöldu fiskeldi. Heimir Már kíkir í heimsókn til fyrirtækisins í kvöld.

Hún ruddi brautina fyrir íslenskar konur í flugmannastétt sem sú fyrsta sem var ráðin sem atvinnuflugmaður. Í dag var komið að síðustu lendingu Sigríðar Einarsdóttur í flugstjórasætinu hjá Icelandair og hlaut hún heiðursmóttöku á Keflavíkurflugvelli.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum okkar í kvöld:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×