Mikilvægt að ná samningum sem fyrst Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. nóvember 2022 21:00 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vonast til að samningar náist fljótlega á milli Sjúkratrygginga Íslands og sérgreinalækna. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að ná samningum við sérgreinalækna sem fyrst en sumir þeirra hafa hækkað verðskrár sínar vegna skorts á samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Það sé vont að vita til þess að það eigi að rukka allt að tvö hundruð þúsund krónur fyrir aðgerðir sem áður kostuðu mun minna. Læknastöðin í Orkuhúsinu hefur boðað töluverðar verðhækkanir frá og með morgundeginum. Ástæðan er sögð sú að sérgreinalæknar hafa ekki verið með samning við Sjúkratryggingar Íslands í fjögur ár og engar gjaldskrárhækkanir orðið í þrjú ár. Misjafnt er hversu mikið þjónustan hækkar nú en dæmi eru um að sjúklingar þurfi að greiða hundrað sjötíu og fimm þúsund krónur fyrir aðgerðir sem þeir hafa hingað til greitt innan við þrjátíu þúsund fyrir. „Þetta er auðvitað mjög bagalegt fyrir sjúklinga það er algjörlega ljóst. Ég þekki ekki á hverju þessir aðilar byggja sína útreikninga á aukagjöldunum. Þetta er ekki mjög gegnsætt. Þetta eru einhliða hækkanir. Okkur finnst þetta svona, að því marki sem við getum skoðað þetta. Þá finnst okkur þetta nú talsvert umfram verðlagshækkanir.“ Það sem meðal annars hafi komið í veg fyrir samninga sé krafan um að sett sé þak á allan kostnað í öllum samningum. María segir mikilvægt að deilan fari að leysast. „Það eru ekkert allir sem hafa efni á því að borga þessi háu aukagjöld og þess vegna finnst okkur svo mikil ábyrgð á bæði okkur og ekki síður okkar viðsemjendur að ganga rösklega til samninga og þess vegna höfum við sent þeim ákveðið upplegg og vonumst til að fá jákvæð viðbrögð við því. Heilbrigðisráðherra segir erfitt að vita til þess fólk sé nú rukkað um allt að nærri tvö hundruð þúsund fyrir aðgerðir. „Það er bara mjög vont að vita til þess og það er auðvitað þessi stefna okkar stjórnvalda og ríkisstjórnar um að jafna aðgengi að þjónustu sem að kannski knýr á um það núna meira en áður að við náum samningum.“ Hann segir mikilvægt að ná samningum sem fyrst. „Þess vegna legg ég mikla áherslu á og hef gert frá því ég kom í sæti heilbrigðisráðherra að við náum samningum. Þetta er nú kannski birtingarmyndin núna við þessar efnahagskringumstæður sem við erum að búa við meðal annars en ég er bjartsýnn og Sjúkratryggingar fyrir okkar hönd og læknar þeir hafa setið við samningaborðið og eru að reyna að ná saman um þessa mikilvægu þjónustu þannig að það komist á samningur.“ Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjúkratryggingar Tengdar fréttir „Farið ofan í vasa fólks sem stendur veikt fyrir“ Það er á ábyrgð stjórnvalda að koma í veg fyrir að kostnaðurinn vegna skorts á samningi við sérgreinalækna falli á veikt fólk. Þetta segir þingmaður Samfylkingarinnar og bætir við að margfaldur kostnaður sjúklinga vegna ástandsins sé algjörlega óboðlegur. 30. nóvember 2022 12:31 Aðgerðin fimm sinnum dýrari eftir mánaðamótin Átján ára stúlka, sem á þarf að fara í aðgerð á krossbandi í desember, þarf að greiða ríflega hundrað og þrjátíu þúsund krónum meira fyrir aðgerðina en ef hún hefði farið í hana núna í nóvember. Samningsleysi á milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga Íslands er sagt skýra þessa hækkun. 29. nóvember 2022 19:02 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Sjá meira
Læknastöðin í Orkuhúsinu hefur boðað töluverðar verðhækkanir frá og með morgundeginum. Ástæðan er sögð sú að sérgreinalæknar hafa ekki verið með samning við Sjúkratryggingar Íslands í fjögur ár og engar gjaldskrárhækkanir orðið í þrjú ár. Misjafnt er hversu mikið þjónustan hækkar nú en dæmi eru um að sjúklingar þurfi að greiða hundrað sjötíu og fimm þúsund krónur fyrir aðgerðir sem þeir hafa hingað til greitt innan við þrjátíu þúsund fyrir. „Þetta er auðvitað mjög bagalegt fyrir sjúklinga það er algjörlega ljóst. Ég þekki ekki á hverju þessir aðilar byggja sína útreikninga á aukagjöldunum. Þetta er ekki mjög gegnsætt. Þetta eru einhliða hækkanir. Okkur finnst þetta svona, að því marki sem við getum skoðað þetta. Þá finnst okkur þetta nú talsvert umfram verðlagshækkanir.“ Það sem meðal annars hafi komið í veg fyrir samninga sé krafan um að sett sé þak á allan kostnað í öllum samningum. María segir mikilvægt að deilan fari að leysast. „Það eru ekkert allir sem hafa efni á því að borga þessi háu aukagjöld og þess vegna finnst okkur svo mikil ábyrgð á bæði okkur og ekki síður okkar viðsemjendur að ganga rösklega til samninga og þess vegna höfum við sent þeim ákveðið upplegg og vonumst til að fá jákvæð viðbrögð við því. Heilbrigðisráðherra segir erfitt að vita til þess fólk sé nú rukkað um allt að nærri tvö hundruð þúsund fyrir aðgerðir. „Það er bara mjög vont að vita til þess og það er auðvitað þessi stefna okkar stjórnvalda og ríkisstjórnar um að jafna aðgengi að þjónustu sem að kannski knýr á um það núna meira en áður að við náum samningum.“ Hann segir mikilvægt að ná samningum sem fyrst. „Þess vegna legg ég mikla áherslu á og hef gert frá því ég kom í sæti heilbrigðisráðherra að við náum samningum. Þetta er nú kannski birtingarmyndin núna við þessar efnahagskringumstæður sem við erum að búa við meðal annars en ég er bjartsýnn og Sjúkratryggingar fyrir okkar hönd og læknar þeir hafa setið við samningaborðið og eru að reyna að ná saman um þessa mikilvægu þjónustu þannig að það komist á samningur.“
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjúkratryggingar Tengdar fréttir „Farið ofan í vasa fólks sem stendur veikt fyrir“ Það er á ábyrgð stjórnvalda að koma í veg fyrir að kostnaðurinn vegna skorts á samningi við sérgreinalækna falli á veikt fólk. Þetta segir þingmaður Samfylkingarinnar og bætir við að margfaldur kostnaður sjúklinga vegna ástandsins sé algjörlega óboðlegur. 30. nóvember 2022 12:31 Aðgerðin fimm sinnum dýrari eftir mánaðamótin Átján ára stúlka, sem á þarf að fara í aðgerð á krossbandi í desember, þarf að greiða ríflega hundrað og þrjátíu þúsund krónum meira fyrir aðgerðina en ef hún hefði farið í hana núna í nóvember. Samningsleysi á milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga Íslands er sagt skýra þessa hækkun. 29. nóvember 2022 19:02 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Sjá meira
„Farið ofan í vasa fólks sem stendur veikt fyrir“ Það er á ábyrgð stjórnvalda að koma í veg fyrir að kostnaðurinn vegna skorts á samningi við sérgreinalækna falli á veikt fólk. Þetta segir þingmaður Samfylkingarinnar og bætir við að margfaldur kostnaður sjúklinga vegna ástandsins sé algjörlega óboðlegur. 30. nóvember 2022 12:31
Aðgerðin fimm sinnum dýrari eftir mánaðamótin Átján ára stúlka, sem á þarf að fara í aðgerð á krossbandi í desember, þarf að greiða ríflega hundrað og þrjátíu þúsund krónum meira fyrir aðgerðina en ef hún hefði farið í hana núna í nóvember. Samningsleysi á milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga Íslands er sagt skýra þessa hækkun. 29. nóvember 2022 19:02