Umfjöllun og viðtal: Haukar - Tindastóll 80-75 | Haukar komu til baka og lögðu Stólana Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 1. desember 2022 22:23 Hilmar Smári Henningsson í baráttu við Axel Kárason í leiknum í kvöld. Vísir/Diego Haukar unnu fimm stiga sigur á heimavelli gegn Tindastóli í Subway deildinni í kvöld. Tindastóli mistókst þar með að vinna fjórða leik sinn í röð. Haukar áttu góða endurkomu í kvöld og unnu 80-75. Eftir frekar jafnan fyrsta leikhluta þá sigu gestirnir frá Sauðárkróki fram úr í öðrum leikhluta. Sóknarleikur heimamanna var stirður og það var eins og það væri lok á annarri körfunni; boltinn vildi ekki ofan í hjá Haukum. Haukarnir skoruðu ekki fyrstu fimm mínúturnar í öðrum leikhluta og á meðan körfuþurrðin lifði hjá heimamönnum þá náðu Stólarnir upp 13 stiga forskoti. Staðan var allt í einu orðin 19-32 fyrir Tindastól. Heimamenn náðu ekkert að saxa á forskotið, þeir voru linir og gerðu mörg mistök sem Tindastóll refsaði fyrir. Þegar fyrri hálfleik lauk leiddi Tindastóll með 15 stigum, 33-48. Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki vel fyrir Hauka, hann byrjaði líkt og fyrri hálfleikurinn endaði. Tindastóll náði 18 stiga forskoti og þetta virtist ætla vera auðveldur dagur á skrifstofunni fyrir gestina. En svo gerðist eitthvað - leikurinn breyttist. Orri Gunnarsson, leikmaður Hauka, með boltann.Vísir/Diego Haukar urðu agressívari í vörninni og það skilaði sér líka á hinum enda vallarins. Þeir urðu ákveðnari og skilvirkari. Skotin fóru að detta og stemningin í húsinu kom líka með. Jafnt og þétt náðu heimamenn að brúa bilið og var munurinn tíu stig þegar þriðja leikhluta lauk. Það má svo segja að vendipunkturinn hafi orðið snemma í fjórða leikhluta þegar Pétur Rúnar Birgisson, leiðtoginn í liði Stólanna, fékk að líta sína fimmtu villu þegar hann var ósáttur við það að fá ekki vítaskot. Hann lét skapið fara með sig í gönur og þegar honum var kastað út af með sína fimmtu villu þá tóku Haukarnir öll völd og sneru leiknum alveg. Bandaríkjamaðurinn Darwin Davis steig upp í liði Hauka og komu aðrir með honum. Að lokum unnu Haukar stórkostlegan endurkomusigur eftir að hafa mest verið 18 stigum undir í byrjun seinni hálfleiks. Af hverju unnu Haukar? Heimamenn voru vægast sagt slakir í fyrri hálfleik en þeir mættu mun sterkari til leiks þegar líða tók á þriðja leikhluta. Þá hrukku þeir í gang, lokið fór af körfunni og allt gekk upp hjá þeim. Þeir lögðu þennan sigur upp með sterkum varnarleik í þriðja og fjórða leikhluta. Haukarnir sýndu mikinn karakter á meðan Stólarnir söknuðu Péturs á síðustu mínútum leiksins. Stólarnir lentu líka í villuvandræðum í seinni hálfleik og það hafði áhrif á það hvernig leikurinn spilaðist. Hverjir stóðu upp úr? Darwin Davis byrjaði ekki vel en steig upp þegar Haukar þurftu mest á honum að halda. Annað en í síðasta leik gegn Njarðvík. Hann skoraði 21 stig í leiknum og skaut 45 prósent. Hilmar Smári, Norbertas Giga og Daniel Mortensen stigu einnig upp í seinni hálfleik. Giga var með 20 stig og tólf fráköst. Hjá Tindastóli var Axel Kárason frábær í fyrri hálfleik með þrjá þrista en hann skoraði ekki eitt einasta stig í seinni hálfleiknum. Taiwo Hassan Badmus var stigahæstur í liði Tindastóls með 21 stig. Hvað gekk illa? Haukarnir voru sjálfum sér verstir í fyrri hálfleik og þeir voru að hitta mjög illa. Þeir hittu aðeins 18 prósent fyrir utan þriggja stiga línuna og það er eitthvað sem þeir verða að bæta fyrir framhaldið. Hjá Stólunum þá var það vont fyrir liðið að missa Bandaríkjamanninn Keyshawn Woods úr liðinu vegna veikinda. Arnar Björnsson byrjaði mjög vel en hann lenti í villuvandræðum sem var slæmt fyrir liðið. Erlendu leikmennirnir - þá fyrir utan Badmus - voru ekki á deginum sínum og spurning hvort þeir séu mögulega að glíma við þá flensu sem er að hrjá Woods. Hvað næst? Haukar eru með fimm sigra og þrjú töp. Þeir mæta næst Stjörnunni og verður það fróðlegur leikur. Tindastóll er með fjóra sigra og fjögur töp. Næsti leikur þeirra er gegn Þór Þorlákshöfn eftir viku. Mate: „Ég gerði það í seinasta leik gegn Njarðvík og það virkaði alls ekki“ Mate var sáttur með sigurinn gegn Tindastól.Vísir/Diego Mate Dalmay þjálfari Hauka var gríðarlega ánægður með sína menn í kvöld og karakterinn sem þeir sýndu. Haukar áttu frábæran seinni hálfleik, eftir erfiðan fyrri hálfleik. „Mjög glaður eins og þú sérð,” sagði Mate er hann var spurður út í tilfinningar sínar eftir leik. Var tekinn alvöru hárblásari í hálfleik eftir þennan slaka fyrri hálfleik? „Nei, alls ekki. Ég gerði það í seinasta leik gegn Njarðvík og það virkaði alls ekki. Núna tókum við þetta meira hnitmiðað og ‘stick together’ þegar á móti blæs. Það blés helvíti mikið í þriðja leikhluta og við breyttum aðeins hvernig við vorum að gera ‘pick-and-role vörnina’ og það gekk vel upp.” Haukar lentu 18 stigum undir í fyrri hálfleik og svo bara breytist leikurinn eftir það. Hvernig sá Mate þessa endurkomu frá sínu sjónarhorni? „Ég held að við höfum fengið svolítið ‘reality check’ á móti Njarðvík, og lært af því. Við fengum högg í andlitið þegar á móti blés. Í dag bregðumst við með því að berjast saman í gegnum þetta og það skilaði sigri. Ég held að þetta sé „milestone“ hjá okkur á þessu tímabili. Núna er komin trú í klefann að við getum staðið af okkur svona dæmi á móti bestu liðum deildarinnar.” Loksins vinna Haukar lið sem er fyrir ofan sig í töflunni. ,,Já og svo fara alltaf liðin sem við vinnum og vinna einhver af góðu liðunum eftir að við vinnum þá. Eins og til dæmis Þór Þorlákshöfn gerði.” Mate segir að þessi sigur muni gefa liðinu mikið fyrir framhaldið. „100 prósent. Við lögðum þetta þannig upp að þessir leikir gegn Njarðvík, Tindastóli og Stjörnunni sem eru þrír í röð, þetta eru svolítið leikir sem skýra það hvort og hverjir ætla vera í efri fimm, sex eða neðri fimm, sex. Það eru allir að bæta við sig, það eru allir gríðarlega sterkir. En okkur langar að hanga í efri hlutanum.” Subway-deild karla Haukar Tindastóll Tengdar fréttir Vlad spurður út í dóminn sem féll nokkrum klukkutímum fyrir leik: Ég hef enga skoðun á því „Ég er enn sár eftir þennan leik en við fórum illa með okkur sjálfa. Við gerðum mikið af heimskulegum hlutum. Svona er þessi leikur. Mínir menn börðust og ég er ánægður með það en ef við viljum eitthvað meira þá verðum við að vera gáfaðari í okkar nálgun,“ sagði Vlad Anzulović þjálfari Tindastóls eftir tap gegn Haukum í Subway-deildinni í kvöld. 1. desember 2022 23:18
Haukar unnu fimm stiga sigur á heimavelli gegn Tindastóli í Subway deildinni í kvöld. Tindastóli mistókst þar með að vinna fjórða leik sinn í röð. Haukar áttu góða endurkomu í kvöld og unnu 80-75. Eftir frekar jafnan fyrsta leikhluta þá sigu gestirnir frá Sauðárkróki fram úr í öðrum leikhluta. Sóknarleikur heimamanna var stirður og það var eins og það væri lok á annarri körfunni; boltinn vildi ekki ofan í hjá Haukum. Haukarnir skoruðu ekki fyrstu fimm mínúturnar í öðrum leikhluta og á meðan körfuþurrðin lifði hjá heimamönnum þá náðu Stólarnir upp 13 stiga forskoti. Staðan var allt í einu orðin 19-32 fyrir Tindastól. Heimamenn náðu ekkert að saxa á forskotið, þeir voru linir og gerðu mörg mistök sem Tindastóll refsaði fyrir. Þegar fyrri hálfleik lauk leiddi Tindastóll með 15 stigum, 33-48. Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki vel fyrir Hauka, hann byrjaði líkt og fyrri hálfleikurinn endaði. Tindastóll náði 18 stiga forskoti og þetta virtist ætla vera auðveldur dagur á skrifstofunni fyrir gestina. En svo gerðist eitthvað - leikurinn breyttist. Orri Gunnarsson, leikmaður Hauka, með boltann.Vísir/Diego Haukar urðu agressívari í vörninni og það skilaði sér líka á hinum enda vallarins. Þeir urðu ákveðnari og skilvirkari. Skotin fóru að detta og stemningin í húsinu kom líka með. Jafnt og þétt náðu heimamenn að brúa bilið og var munurinn tíu stig þegar þriðja leikhluta lauk. Það má svo segja að vendipunkturinn hafi orðið snemma í fjórða leikhluta þegar Pétur Rúnar Birgisson, leiðtoginn í liði Stólanna, fékk að líta sína fimmtu villu þegar hann var ósáttur við það að fá ekki vítaskot. Hann lét skapið fara með sig í gönur og þegar honum var kastað út af með sína fimmtu villu þá tóku Haukarnir öll völd og sneru leiknum alveg. Bandaríkjamaðurinn Darwin Davis steig upp í liði Hauka og komu aðrir með honum. Að lokum unnu Haukar stórkostlegan endurkomusigur eftir að hafa mest verið 18 stigum undir í byrjun seinni hálfleiks. Af hverju unnu Haukar? Heimamenn voru vægast sagt slakir í fyrri hálfleik en þeir mættu mun sterkari til leiks þegar líða tók á þriðja leikhluta. Þá hrukku þeir í gang, lokið fór af körfunni og allt gekk upp hjá þeim. Þeir lögðu þennan sigur upp með sterkum varnarleik í þriðja og fjórða leikhluta. Haukarnir sýndu mikinn karakter á meðan Stólarnir söknuðu Péturs á síðustu mínútum leiksins. Stólarnir lentu líka í villuvandræðum í seinni hálfleik og það hafði áhrif á það hvernig leikurinn spilaðist. Hverjir stóðu upp úr? Darwin Davis byrjaði ekki vel en steig upp þegar Haukar þurftu mest á honum að halda. Annað en í síðasta leik gegn Njarðvík. Hann skoraði 21 stig í leiknum og skaut 45 prósent. Hilmar Smári, Norbertas Giga og Daniel Mortensen stigu einnig upp í seinni hálfleik. Giga var með 20 stig og tólf fráköst. Hjá Tindastóli var Axel Kárason frábær í fyrri hálfleik með þrjá þrista en hann skoraði ekki eitt einasta stig í seinni hálfleiknum. Taiwo Hassan Badmus var stigahæstur í liði Tindastóls með 21 stig. Hvað gekk illa? Haukarnir voru sjálfum sér verstir í fyrri hálfleik og þeir voru að hitta mjög illa. Þeir hittu aðeins 18 prósent fyrir utan þriggja stiga línuna og það er eitthvað sem þeir verða að bæta fyrir framhaldið. Hjá Stólunum þá var það vont fyrir liðið að missa Bandaríkjamanninn Keyshawn Woods úr liðinu vegna veikinda. Arnar Björnsson byrjaði mjög vel en hann lenti í villuvandræðum sem var slæmt fyrir liðið. Erlendu leikmennirnir - þá fyrir utan Badmus - voru ekki á deginum sínum og spurning hvort þeir séu mögulega að glíma við þá flensu sem er að hrjá Woods. Hvað næst? Haukar eru með fimm sigra og þrjú töp. Þeir mæta næst Stjörnunni og verður það fróðlegur leikur. Tindastóll er með fjóra sigra og fjögur töp. Næsti leikur þeirra er gegn Þór Þorlákshöfn eftir viku. Mate: „Ég gerði það í seinasta leik gegn Njarðvík og það virkaði alls ekki“ Mate var sáttur með sigurinn gegn Tindastól.Vísir/Diego Mate Dalmay þjálfari Hauka var gríðarlega ánægður með sína menn í kvöld og karakterinn sem þeir sýndu. Haukar áttu frábæran seinni hálfleik, eftir erfiðan fyrri hálfleik. „Mjög glaður eins og þú sérð,” sagði Mate er hann var spurður út í tilfinningar sínar eftir leik. Var tekinn alvöru hárblásari í hálfleik eftir þennan slaka fyrri hálfleik? „Nei, alls ekki. Ég gerði það í seinasta leik gegn Njarðvík og það virkaði alls ekki. Núna tókum við þetta meira hnitmiðað og ‘stick together’ þegar á móti blæs. Það blés helvíti mikið í þriðja leikhluta og við breyttum aðeins hvernig við vorum að gera ‘pick-and-role vörnina’ og það gekk vel upp.” Haukar lentu 18 stigum undir í fyrri hálfleik og svo bara breytist leikurinn eftir það. Hvernig sá Mate þessa endurkomu frá sínu sjónarhorni? „Ég held að við höfum fengið svolítið ‘reality check’ á móti Njarðvík, og lært af því. Við fengum högg í andlitið þegar á móti blés. Í dag bregðumst við með því að berjast saman í gegnum þetta og það skilaði sigri. Ég held að þetta sé „milestone“ hjá okkur á þessu tímabili. Núna er komin trú í klefann að við getum staðið af okkur svona dæmi á móti bestu liðum deildarinnar.” Loksins vinna Haukar lið sem er fyrir ofan sig í töflunni. ,,Já og svo fara alltaf liðin sem við vinnum og vinna einhver af góðu liðunum eftir að við vinnum þá. Eins og til dæmis Þór Þorlákshöfn gerði.” Mate segir að þessi sigur muni gefa liðinu mikið fyrir framhaldið. „100 prósent. Við lögðum þetta þannig upp að þessir leikir gegn Njarðvík, Tindastóli og Stjörnunni sem eru þrír í röð, þetta eru svolítið leikir sem skýra það hvort og hverjir ætla vera í efri fimm, sex eða neðri fimm, sex. Það eru allir að bæta við sig, það eru allir gríðarlega sterkir. En okkur langar að hanga í efri hlutanum.”
Subway-deild karla Haukar Tindastóll Tengdar fréttir Vlad spurður út í dóminn sem féll nokkrum klukkutímum fyrir leik: Ég hef enga skoðun á því „Ég er enn sár eftir þennan leik en við fórum illa með okkur sjálfa. Við gerðum mikið af heimskulegum hlutum. Svona er þessi leikur. Mínir menn börðust og ég er ánægður með það en ef við viljum eitthvað meira þá verðum við að vera gáfaðari í okkar nálgun,“ sagði Vlad Anzulović þjálfari Tindastóls eftir tap gegn Haukum í Subway-deildinni í kvöld. 1. desember 2022 23:18
Vlad spurður út í dóminn sem féll nokkrum klukkutímum fyrir leik: Ég hef enga skoðun á því „Ég er enn sár eftir þennan leik en við fórum illa með okkur sjálfa. Við gerðum mikið af heimskulegum hlutum. Svona er þessi leikur. Mínir menn börðust og ég er ánægður með það en ef við viljum eitthvað meira þá verðum við að vera gáfaðari í okkar nálgun,“ sagði Vlad Anzulović þjálfari Tindastóls eftir tap gegn Haukum í Subway-deildinni í kvöld. 1. desember 2022 23:18
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti