Fattaði að hann væri ekki nógu góður leikmaður og kom Stjörnunni á flug Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2022 13:31 Hrannar Guðmundsson hefur verið að gera mjög góða hluti sem þjálfari Stjörnunnar. Stöð 2 Sport Hrannar Guðmundsson segist ekki geta ímyndað sér betri þjálfarakennslu en hann fékk við störf sín hjá ÍR og Aftureldingu, áður en hann tók í fyrsta sinn við sem aðalþjálfari kvennaliðs. Hann hefur stýrt Stjörnunni upp á himininn á sínu fyrsta ári. Hrannar tók við Stjörnunni af Rakel Dögg Bragadóttur í byrjun þessa árs. Liðið endað í 5. sæti Olís-deildarinnar í vor og féll strax úr leik í úrslitakeppninni. Á yfirstandandi leiktíð hefur liðið hins vegar unnið alla sína leiki nema einn, gegn Val á útivelli, og nú síðast vann liðið Íslandsmeistara Fram með fádæma yfirburðum, 33-21. Fram hefur ekki tapað svo stórt á heimavelli í fjölda ára. „Ég hafði mikla trú á þessu liði. Mér fannst þetta rétt skref hjá mér að taka. Lið með hörkuleikmenn og góða umgjörð. Allt til þess að verða gott lið,“ segir Hrannar í ítarlegu viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur sem sjá má hér að neðan. Klippa: Hrannari gengur allt í hag með Stjörnunni Svava benti á að einhverjir hefðu orðið hissa á ráðningu Hrannars í stað Rakelar, enda hafði hann þá aldrei verið aðalþjálfari. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég þjálfa stelpur. Ég var búinn að vinna með Bjarna Fritz, Gunnari Magnússyni og Einari Andra [Einarssyni]. Ég held að ég hefði ekki getað fengið betri skóla. Að sama skapi held ég að það hafi verið gott fyrir stelpurnar að fá þjálfara úr karlaboltanum, með öðruvísi hugmyndir. Hvort einhverjir hafi gagnrýnt að ég væri að taka við, ég veit svo sem ekkert um það, en ég veit alveg hvað ég get, hef brennandi áhuga á þjálfun og mikinn metnað. Ég held að þetta hafi verið gott fyrir alla aðila. Fyrir mér skiptir ekki máli hvort um stelpur eða stráka er að ræða. Ef það er mikill metnaður til staðar þá finnst mér það spennandi,“ segir Hrannar. „Fann hvað ég hafði mikinn metnað fyrir þessu“ Hrannar er aðeins þrítugur en hvernig kom það til að hann skellti sér í þjálfun? „Það var kannski þegar ég fattaði að ég væri ekki nógu góður leikmaður. Bjarni Fritzson hringdi í mig og spurði hvort ég vildi verða aðstoðarþjálfari hjá ÍR, 25 ára. Það var mikið búst. Ég var þar í tvö ár í geggjuðum skóla, fór svo til Einars Andra í Mosó og fann hvað ég hafði mikinn metnað fyrir þessu. Ég hélt áfram með Gunnari Magnússyni og svo kom þetta tækifæri til að verða aðalþjálfari. Ég var búinn að neita einhverjum tilboðum sem ég taldi ekki vera rétt skref en þetta [að taka við Stjörnunni] fannst mér hárrétt skref,“ segir Hrannar. Aðspurður hvort eitthvað sérstakt hafi gert gæfumuninn fyrir Stjörnuna á þessari leiktíð er Hrannar ekki í vafa: „Hvernig við ákváðum í sameiningu að við þyrftum að taka líkamlegt atgervi hjá liðinu og komast í betra stand. Við hlaupum mikið, lyftum mikið og æfum mjög stíft. Ég held að það hafi kannski sýnt sig að við erum í hörkustandi. Við spilum rosalega hratt, keyrum mikið og erum með agressíva vörn. Við erum ekki með neitt rosalega stóran hóp, ungan varamannabekk, svo við þurfum stundum að spila á fáum leikmönnum en náum samt að halda tempóinu uppi,“ segir Hrannar. Hanna geggjuð týpa og Lena hæfileikabúnt „Þetta er geggjaður hópur. Frábær blanda af ungum og gömlum leikmönnum. Það er ekki stemningsleysi hjá okkur,“ segir Hrannar en hann er meðal annars með hina mögnuðu og 43 ára gömlu Hönnu G. Stefánsdóttur í sínum hópi: „Hún er geggjaður leikmaður og algjörlega geggjuð týpa. Að sama skapi erum við líka með stelpur á meistaraflokksæfingum, sem hafa verið að spila mikið með okkur, Bryndísi og Vigdísi sem eru 14 ára. Svo við erum með allan skalann,“ segir Hrannar. Lena Margrét Valdimarsdóttir hefur einnig vakið mikla athygli með frammistöðu sinni: „Lena er þvílíkt talent. Hún átti kannski svolítið erfitt fyrsta tímabil en ég held að það sé alveg eðlilegt. Það er rosalegt stökk að koma úr Grillinu, eftir að hafa verið best þar, og gera eitthvað í Olís-deildinni. En við erum búin að breyta aðeins leikstílnum hennar líka og hún er bara búin að vera frábær. Hún er topp 3 markahæst í deildinni og topp 3 stoðsendingahæst, en tekur samt ekki vítin. Hún er frábær leikmaður,“ segir Hrannar en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild kvenna Handbolti Stjarnan Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Sjá meira
Hrannar tók við Stjörnunni af Rakel Dögg Bragadóttur í byrjun þessa árs. Liðið endað í 5. sæti Olís-deildarinnar í vor og féll strax úr leik í úrslitakeppninni. Á yfirstandandi leiktíð hefur liðið hins vegar unnið alla sína leiki nema einn, gegn Val á útivelli, og nú síðast vann liðið Íslandsmeistara Fram með fádæma yfirburðum, 33-21. Fram hefur ekki tapað svo stórt á heimavelli í fjölda ára. „Ég hafði mikla trú á þessu liði. Mér fannst þetta rétt skref hjá mér að taka. Lið með hörkuleikmenn og góða umgjörð. Allt til þess að verða gott lið,“ segir Hrannar í ítarlegu viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur sem sjá má hér að neðan. Klippa: Hrannari gengur allt í hag með Stjörnunni Svava benti á að einhverjir hefðu orðið hissa á ráðningu Hrannars í stað Rakelar, enda hafði hann þá aldrei verið aðalþjálfari. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég þjálfa stelpur. Ég var búinn að vinna með Bjarna Fritz, Gunnari Magnússyni og Einari Andra [Einarssyni]. Ég held að ég hefði ekki getað fengið betri skóla. Að sama skapi held ég að það hafi verið gott fyrir stelpurnar að fá þjálfara úr karlaboltanum, með öðruvísi hugmyndir. Hvort einhverjir hafi gagnrýnt að ég væri að taka við, ég veit svo sem ekkert um það, en ég veit alveg hvað ég get, hef brennandi áhuga á þjálfun og mikinn metnað. Ég held að þetta hafi verið gott fyrir alla aðila. Fyrir mér skiptir ekki máli hvort um stelpur eða stráka er að ræða. Ef það er mikill metnaður til staðar þá finnst mér það spennandi,“ segir Hrannar. „Fann hvað ég hafði mikinn metnað fyrir þessu“ Hrannar er aðeins þrítugur en hvernig kom það til að hann skellti sér í þjálfun? „Það var kannski þegar ég fattaði að ég væri ekki nógu góður leikmaður. Bjarni Fritzson hringdi í mig og spurði hvort ég vildi verða aðstoðarþjálfari hjá ÍR, 25 ára. Það var mikið búst. Ég var þar í tvö ár í geggjuðum skóla, fór svo til Einars Andra í Mosó og fann hvað ég hafði mikinn metnað fyrir þessu. Ég hélt áfram með Gunnari Magnússyni og svo kom þetta tækifæri til að verða aðalþjálfari. Ég var búinn að neita einhverjum tilboðum sem ég taldi ekki vera rétt skref en þetta [að taka við Stjörnunni] fannst mér hárrétt skref,“ segir Hrannar. Aðspurður hvort eitthvað sérstakt hafi gert gæfumuninn fyrir Stjörnuna á þessari leiktíð er Hrannar ekki í vafa: „Hvernig við ákváðum í sameiningu að við þyrftum að taka líkamlegt atgervi hjá liðinu og komast í betra stand. Við hlaupum mikið, lyftum mikið og æfum mjög stíft. Ég held að það hafi kannski sýnt sig að við erum í hörkustandi. Við spilum rosalega hratt, keyrum mikið og erum með agressíva vörn. Við erum ekki með neitt rosalega stóran hóp, ungan varamannabekk, svo við þurfum stundum að spila á fáum leikmönnum en náum samt að halda tempóinu uppi,“ segir Hrannar. Hanna geggjuð týpa og Lena hæfileikabúnt „Þetta er geggjaður hópur. Frábær blanda af ungum og gömlum leikmönnum. Það er ekki stemningsleysi hjá okkur,“ segir Hrannar en hann er meðal annars með hina mögnuðu og 43 ára gömlu Hönnu G. Stefánsdóttur í sínum hópi: „Hún er geggjaður leikmaður og algjörlega geggjuð týpa. Að sama skapi erum við líka með stelpur á meistaraflokksæfingum, sem hafa verið að spila mikið með okkur, Bryndísi og Vigdísi sem eru 14 ára. Svo við erum með allan skalann,“ segir Hrannar. Lena Margrét Valdimarsdóttir hefur einnig vakið mikla athygli með frammistöðu sinni: „Lena er þvílíkt talent. Hún átti kannski svolítið erfitt fyrsta tímabil en ég held að það sé alveg eðlilegt. Það er rosalegt stökk að koma úr Grillinu, eftir að hafa verið best þar, og gera eitthvað í Olís-deildinni. En við erum búin að breyta aðeins leikstílnum hennar líka og hún er bara búin að vera frábær. Hún er topp 3 markahæst í deildinni og topp 3 stoðsendingahæst, en tekur samt ekki vítin. Hún er frábær leikmaður,“ segir Hrannar en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild kvenna Handbolti Stjarnan Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Sjá meira