Hafa nú þegar greitt út tugi milljóna í bætur vegna lekans í Hvassaleiti Atli Ísleifsson skrifar 2. desember 2022 21:00 Mikill fjöldi sjöllviliðsmanna var kallaður á vettvang í Hvassaleiti að kvöldi 2. september. Vísir/Vilhelm Tryggingafélagið VÍS hefur nú þegar greitt út alls 45,6 milljónir króna í bætur vegna tjónsins sem varð þegar önnur tveggja stofnlagna vatnsveitu rofnaði í Hvassaleiti í Reykjavík í september síðastliðinn. Ljóst er að enn eigi eftir að gera upp einhver tjón vegna atviksins, en VÍS mun krefja Orkuveitu Reykjavík um allar bótagreiðslurnar sem hafa átt sér stað. Þetta kemur fram í árshlutareikningi Reykjavíkurborgar sem birtur var í gær. Atvikið átti sér stað við norðurenda fjölbýlishúss í Hvassaleiti 30 þann 2. september síðastliðinn. Snemma var ljóst að mikið tjón yrði vegna þess vatnsflaums sem fór um nærliggjandi svæði. Nokkrar og samverkandi ástæður Fram kemur að ástæður þess að lögnin rofnaði séu að öllum líkindum nokkrar og samverkandi. „Líklegustu orsakir fyrir rofinu eru ófullnægjandi efnisgæði í röri eða að galli hafi komið fram í því. Einnig er mögulegt að breytingar í umhverfi lagnar hafi leitt til þess að hún rofnaði. Þá kunna jarðhræringar sem hafa átt sér stað á Reykjanesi undanfarið að hafa átt þátt í að lögnin fór í sundur. Það liggur hins vegar fyrir að ekki var fyrir að fara neinum mistökum eða vanrækslu af hálfu starfsfólks Veitna þannig að rof lagnarinnar verður ekki rakið til athafna eða athafnaleysis þess. Fljótlega varð ljóst að afleiðingar af þessu atviki yrðu töluverðar enda hafði vatn flætt inn í bílskúra og bílaplön í nærliggjandi fasteignum. Í ljósi þess að atvikið var ekki að rekja til mistaka eða vanrækslu starfsfólks fellur tjón vegna þess ekki undir ábyrgðartryggingu Orkuveitu Reykjavíkur ‐vatns‐ og fráveitu hjá VÍS,“ segir í tilkynningunni. Fjórtán milljónir vegna tjóns á bílum Enn fremur segir að stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur hafi tekið þá ákvörðun að allt tjón sem íbúar yrðu fyrir vegna atviksins yrði bætt, VÍS hafi haft umsjón með tjónatilkynningum og milligöngu um uppgjör tjóna til tjónþola. „VÍS hefur í dag greitt tjónþolum alls 45,6 milljónir króna, þar af eru um 14 milljónir króna vegna bifreiðatjóna. Ekki liggur þó fyrir í dag hver heildarfjárhæð tjónsins verður þar sem enn á eftir að gera upp einhver tjón vegna atviksins. Í samræmi við framangreinda ákvörðun stjórnenda um að taka ábyrgð á öllu því tjóni sem varð mun VÍS krefja Vatns‐ og fráveitu um allar þær bótagreiðslur sem hafa átt sér stað,“ segir í árshlutauppgjöri borgarinnar. Rofin vatnslögn við Hvassaleiti Reykjavík Orkumál Tengdar fréttir Framkvæmdir í Hvassaleiti gætu tekið allt að eitt ár Verið er að vinna að því að endurnýja lögnina sem rofnaði í Hvassaleiti í byrjun september. Framkvæmdir gætu hafist öðru hvoru megin við áramótin ef einfaldasta leiðin er farin en næsta vor ef ákveðið verður að fara flóknari leiðina. Búast má við því að framkvæmdir geti tekið allt að eitt ár og lögnin tekin aftur í rekstur fyrir lok næsta árs. 29. september 2022 17:00 Fór í sundur á samskeytum Ljóst er að kaldavatnslögnin sem fór í sundur með látum í Hvassaleitinu á föstudagskvöld sem leið rofnaði á samskeytum. Enn er til skoðunar hvers vegna. Um er að ræða stóra stofnlögn sem flytur kalt vatn úr Heiðmörk og í gegnum höfuðborgina. 6. september 2022 13:16 „Það flæddi hérna bara eins og beljandi stórfljót“ Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. 3. september 2022 22:20 Mest lesið Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Sjá meira
Ljóst er að enn eigi eftir að gera upp einhver tjón vegna atviksins, en VÍS mun krefja Orkuveitu Reykjavík um allar bótagreiðslurnar sem hafa átt sér stað. Þetta kemur fram í árshlutareikningi Reykjavíkurborgar sem birtur var í gær. Atvikið átti sér stað við norðurenda fjölbýlishúss í Hvassaleiti 30 þann 2. september síðastliðinn. Snemma var ljóst að mikið tjón yrði vegna þess vatnsflaums sem fór um nærliggjandi svæði. Nokkrar og samverkandi ástæður Fram kemur að ástæður þess að lögnin rofnaði séu að öllum líkindum nokkrar og samverkandi. „Líklegustu orsakir fyrir rofinu eru ófullnægjandi efnisgæði í röri eða að galli hafi komið fram í því. Einnig er mögulegt að breytingar í umhverfi lagnar hafi leitt til þess að hún rofnaði. Þá kunna jarðhræringar sem hafa átt sér stað á Reykjanesi undanfarið að hafa átt þátt í að lögnin fór í sundur. Það liggur hins vegar fyrir að ekki var fyrir að fara neinum mistökum eða vanrækslu af hálfu starfsfólks Veitna þannig að rof lagnarinnar verður ekki rakið til athafna eða athafnaleysis þess. Fljótlega varð ljóst að afleiðingar af þessu atviki yrðu töluverðar enda hafði vatn flætt inn í bílskúra og bílaplön í nærliggjandi fasteignum. Í ljósi þess að atvikið var ekki að rekja til mistaka eða vanrækslu starfsfólks fellur tjón vegna þess ekki undir ábyrgðartryggingu Orkuveitu Reykjavíkur ‐vatns‐ og fráveitu hjá VÍS,“ segir í tilkynningunni. Fjórtán milljónir vegna tjóns á bílum Enn fremur segir að stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur hafi tekið þá ákvörðun að allt tjón sem íbúar yrðu fyrir vegna atviksins yrði bætt, VÍS hafi haft umsjón með tjónatilkynningum og milligöngu um uppgjör tjóna til tjónþola. „VÍS hefur í dag greitt tjónþolum alls 45,6 milljónir króna, þar af eru um 14 milljónir króna vegna bifreiðatjóna. Ekki liggur þó fyrir í dag hver heildarfjárhæð tjónsins verður þar sem enn á eftir að gera upp einhver tjón vegna atviksins. Í samræmi við framangreinda ákvörðun stjórnenda um að taka ábyrgð á öllu því tjóni sem varð mun VÍS krefja Vatns‐ og fráveitu um allar þær bótagreiðslur sem hafa átt sér stað,“ segir í árshlutauppgjöri borgarinnar.
Rofin vatnslögn við Hvassaleiti Reykjavík Orkumál Tengdar fréttir Framkvæmdir í Hvassaleiti gætu tekið allt að eitt ár Verið er að vinna að því að endurnýja lögnina sem rofnaði í Hvassaleiti í byrjun september. Framkvæmdir gætu hafist öðru hvoru megin við áramótin ef einfaldasta leiðin er farin en næsta vor ef ákveðið verður að fara flóknari leiðina. Búast má við því að framkvæmdir geti tekið allt að eitt ár og lögnin tekin aftur í rekstur fyrir lok næsta árs. 29. september 2022 17:00 Fór í sundur á samskeytum Ljóst er að kaldavatnslögnin sem fór í sundur með látum í Hvassaleitinu á föstudagskvöld sem leið rofnaði á samskeytum. Enn er til skoðunar hvers vegna. Um er að ræða stóra stofnlögn sem flytur kalt vatn úr Heiðmörk og í gegnum höfuðborgina. 6. september 2022 13:16 „Það flæddi hérna bara eins og beljandi stórfljót“ Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. 3. september 2022 22:20 Mest lesið Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Sjá meira
Framkvæmdir í Hvassaleiti gætu tekið allt að eitt ár Verið er að vinna að því að endurnýja lögnina sem rofnaði í Hvassaleiti í byrjun september. Framkvæmdir gætu hafist öðru hvoru megin við áramótin ef einfaldasta leiðin er farin en næsta vor ef ákveðið verður að fara flóknari leiðina. Búast má við því að framkvæmdir geti tekið allt að eitt ár og lögnin tekin aftur í rekstur fyrir lok næsta árs. 29. september 2022 17:00
Fór í sundur á samskeytum Ljóst er að kaldavatnslögnin sem fór í sundur með látum í Hvassaleitinu á föstudagskvöld sem leið rofnaði á samskeytum. Enn er til skoðunar hvers vegna. Um er að ræða stóra stofnlögn sem flytur kalt vatn úr Heiðmörk og í gegnum höfuðborgina. 6. september 2022 13:16
„Það flæddi hérna bara eins og beljandi stórfljót“ Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. 3. september 2022 22:20