Snowden sór Rússlandi hollustueið Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2022 15:09 Snowden talar í gegnum fjarfundarbúnað á verðlaunahátíð árið 2019. Vísir/EPA Edward Snowden, sem ljóstraði um um stórfelldar njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar, sór Rússlandi hollustueið og fékk rússneskt vegabréf í dag, að sögn lögmanns hans. Rússar veittu Snowden hæli eftir að hann flúði Bandaríkin í kjölfar uppljóstrananna. Anatolíj Kútsjerana, lögmaður Snowden, sagði ríkisfréttastofunni Interfax að rússneski ríkisborgararétturinn hefði mikla þýðingu fyrir skjólstæðing sinn þar sem nú væri ekki lengur hægt að framselja hann til Bandaríkjanna. Snowden er eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir njósnir en hann lítur sjálfur á sig sem uppljóstrara. Washington Post segir að það sé venja að nýir ríkisborgarar sverji Rússlandi hollustueið. Með eiðnum hét Snowden meðal annars að vera trúr Rússland og virða menningu þess, sögu og hefðir. Kútsjerena sagði að Lindsay Mills, eiginkona Snowden, sé með umsókn um ríkisborgararétt til meðferðar. Vladímír Pútín forseti veitti Snowden ríkisborgararétt ásamt hópi annarra útlendinga í september. Hann hefur áður sagt að það sem Snowden gerði í heimalandi sínu hafi verið rangt en að hann væri ekki svikari þar sem hann hafi ekki svikið hagsmuni landsins. Snowden tísti í september að hann og fjölskylda hans væri fegin að fá stöðugleika í líf sitt og óskaði eftir að fá frið. Þau Mills eiga tvo syni. After years of separation from our parents, my wife and I have no desire to be separated from our SONS.After two years of waiting and nearly ten years of exile, a little stability will make a difference for my family. I pray for privacy for them and for us all. https://t.co/24NUK21TAo pic.twitter.com/qLfp47uzZ4— Edward Snowden (@Snowden) September 26, 2022 Gögn sem Snowden lak til blaðamanna Washington Post og The Guardian innan úr þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) árið 2013 sýndu svart á hvítu að stofnunin hefði staðið fyrir stórfelldum njósnum um óbreytta borgara sem voru síðar úrskurðaðar ólöglegar. Snowden flúði Bandaríkin til að forðast saksókn og var veitt hæli í Rússlandi. Hann fékk varanlegt dvalarleyfi þar árið 2020. Sjálfur sagðist hann vilja hafa tvöfalt ríkisfang til þess að koma í veg fyrir að fjölskyldunni yrði stíað í sundur. Hann hefur látið tiltölulega lítið fyrir sér fara í Rússlandi. Þrátt fyrir að hann hafi gagnrýnt mannréttindabrot rússneskra stjórnvalda í gegnum tíðina hefur hann ekki tjáð sig um innrás þeirra í Úkraínu. Bandaríkin Rússland Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Anatolíj Kútsjerana, lögmaður Snowden, sagði ríkisfréttastofunni Interfax að rússneski ríkisborgararétturinn hefði mikla þýðingu fyrir skjólstæðing sinn þar sem nú væri ekki lengur hægt að framselja hann til Bandaríkjanna. Snowden er eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir njósnir en hann lítur sjálfur á sig sem uppljóstrara. Washington Post segir að það sé venja að nýir ríkisborgarar sverji Rússlandi hollustueið. Með eiðnum hét Snowden meðal annars að vera trúr Rússland og virða menningu þess, sögu og hefðir. Kútsjerena sagði að Lindsay Mills, eiginkona Snowden, sé með umsókn um ríkisborgararétt til meðferðar. Vladímír Pútín forseti veitti Snowden ríkisborgararétt ásamt hópi annarra útlendinga í september. Hann hefur áður sagt að það sem Snowden gerði í heimalandi sínu hafi verið rangt en að hann væri ekki svikari þar sem hann hafi ekki svikið hagsmuni landsins. Snowden tísti í september að hann og fjölskylda hans væri fegin að fá stöðugleika í líf sitt og óskaði eftir að fá frið. Þau Mills eiga tvo syni. After years of separation from our parents, my wife and I have no desire to be separated from our SONS.After two years of waiting and nearly ten years of exile, a little stability will make a difference for my family. I pray for privacy for them and for us all. https://t.co/24NUK21TAo pic.twitter.com/qLfp47uzZ4— Edward Snowden (@Snowden) September 26, 2022 Gögn sem Snowden lak til blaðamanna Washington Post og The Guardian innan úr þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) árið 2013 sýndu svart á hvítu að stofnunin hefði staðið fyrir stórfelldum njósnum um óbreytta borgara sem voru síðar úrskurðaðar ólöglegar. Snowden flúði Bandaríkin til að forðast saksókn og var veitt hæli í Rússlandi. Hann fékk varanlegt dvalarleyfi þar árið 2020. Sjálfur sagðist hann vilja hafa tvöfalt ríkisfang til þess að koma í veg fyrir að fjölskyldunni yrði stíað í sundur. Hann hefur látið tiltölulega lítið fyrir sér fara í Rússlandi. Þrátt fyrir að hann hafi gagnrýnt mannréttindabrot rússneskra stjórnvalda í gegnum tíðina hefur hann ekki tjáð sig um innrás þeirra í Úkraínu.
Bandaríkin Rússland Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira