„Þau verða ekki fjölskyldan mín í leiknum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2022 09:01 Valsarinn Ásdís Þóra Ágústsdóttir spilar með Selfyssingum í vetur. Hún mætir uppeldisliði sínu, systur sinni og föður síðar í dag. Selfoss „Það verður örugglega mjög skrítið. Líka skrítið að hita upp hinum megin, fara í hinn klefann og svona. Við gerum gott úr þessu, en þau verða ekki fjölskyldan mín í leiknum,“ sagði Ásdís Þóra Ágústsdóttir. Hún verður í eldlínunni þegar Selfoss mætir Val á Hlíðarenda í Olís deild kvenna í dag, laugardag. Það vill svo skemmtilega til að Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, er faðir Ásdísar Þóru. Svava Kristín Grétarsdóttir fór og hitti systurnar Ásdísi Þóru og Lilju Ágústsdóttur ásamt Sigríði Unni Jónsdóttur, móður þeirra, niðri á Hlíðarenda fyrir leikinn í dag. „Þetta verður erfiður leikur fyrir Ásdísi,“ sagði Lilja full sjálfstrausts þó hún viðurkenndi að leikurinn gæti orðið örlítið erfiður fyrir Valsliðið. Kemur allt frá móðurinni „Ég reyni að peppa þær eins og ég get, vera eins hlutlaus og ég get. Það geta verið ansi líflegar umræður oft heima fyrir, ég neita því ekki,“ sagði Sigríður Unnur um leikinn sem hefst klukkan 13:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég ætla að klappa fyrir öllum, vera bara á miðjunni og vera jákvæð og hress. Hugga svo þann sem þarf að hugga, það er bara þannig,“ bætti Sigríður Unnur við. Lilja hefur leikið mjög vel með Val sem trónir á toppi Olís deildar kvenna með fullt hús stiga. Hún þakkar samherjum sínum fyrir að senda boltann niður í horn. „Loksins er verið að senda eitthvað á mann í horninu, sem maður er búinn að væla yfir lengi. Núna er ég loksins að sýna honum þetta,“ sagði Lilja áður en móðirin fékk orðið. „Þetta er allt frá mömmunni, fólk veit það ekki en við erum alltaf hérna á leyniæfingum. Þetta er loksins að skila sér núna.“ Ásdís Þóra stefnir á að sökkva Vals-skútunni „Ég tel mig vera með uppskriftina að því. Við þurfum allar að eiga mjög góðan leik. Markvarslan, vörnin, það þarf allt að smella. Svo þarf Valur líka að eiga smá slappan leik.“ „Ég æfi með þeim kannski einu sinni í viku, þetta eru allt saman mjög góðar vinkonur mínar. Þetta verður allt mjög skrítið. Er mjög spennt, vonandi náum við upp góðum leik og veitum þeim smá keppni.“ „Neeeei. Nei það er mjög gaman, hún er loks að uppskera eins og hún er að sá síðastliðin ár,“ sagði Ásdís Þóra og hló aðspurð hvort það væri ekki gaman að sjá hversu vel systur hennar er að ganga um þessar mundir. Systur munu berjast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 13.20 í dag, laugardag. Klippa: Systur munu berjast: Ásdís Þóra og Lilja Ágústsdóttir Handbolti Olís-deild kvenna UMF Selfoss Valur Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir fór og hitti systurnar Ásdísi Þóru og Lilju Ágústsdóttur ásamt Sigríði Unni Jónsdóttur, móður þeirra, niðri á Hlíðarenda fyrir leikinn í dag. „Þetta verður erfiður leikur fyrir Ásdísi,“ sagði Lilja full sjálfstrausts þó hún viðurkenndi að leikurinn gæti orðið örlítið erfiður fyrir Valsliðið. Kemur allt frá móðurinni „Ég reyni að peppa þær eins og ég get, vera eins hlutlaus og ég get. Það geta verið ansi líflegar umræður oft heima fyrir, ég neita því ekki,“ sagði Sigríður Unnur um leikinn sem hefst klukkan 13:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég ætla að klappa fyrir öllum, vera bara á miðjunni og vera jákvæð og hress. Hugga svo þann sem þarf að hugga, það er bara þannig,“ bætti Sigríður Unnur við. Lilja hefur leikið mjög vel með Val sem trónir á toppi Olís deildar kvenna með fullt hús stiga. Hún þakkar samherjum sínum fyrir að senda boltann niður í horn. „Loksins er verið að senda eitthvað á mann í horninu, sem maður er búinn að væla yfir lengi. Núna er ég loksins að sýna honum þetta,“ sagði Lilja áður en móðirin fékk orðið. „Þetta er allt frá mömmunni, fólk veit það ekki en við erum alltaf hérna á leyniæfingum. Þetta er loksins að skila sér núna.“ Ásdís Þóra stefnir á að sökkva Vals-skútunni „Ég tel mig vera með uppskriftina að því. Við þurfum allar að eiga mjög góðan leik. Markvarslan, vörnin, það þarf allt að smella. Svo þarf Valur líka að eiga smá slappan leik.“ „Ég æfi með þeim kannski einu sinni í viku, þetta eru allt saman mjög góðar vinkonur mínar. Þetta verður allt mjög skrítið. Er mjög spennt, vonandi náum við upp góðum leik og veitum þeim smá keppni.“ „Neeeei. Nei það er mjög gaman, hún er loks að uppskera eins og hún er að sá síðastliðin ár,“ sagði Ásdís Þóra og hló aðspurð hvort það væri ekki gaman að sjá hversu vel systur hennar er að ganga um þessar mundir. Systur munu berjast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 13.20 í dag, laugardag. Klippa: Systur munu berjast: Ásdís Þóra og Lilja Ágústsdóttir
Handbolti Olís-deild kvenna UMF Selfoss Valur Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira