Dularfullar sprengingar á tveimur herstöðvum í Rússlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. desember 2022 12:48 TU-95 sprengjuvélum flogið yfir Moskvu. epa/Sergei Ilnitsky Nokkrir eru látnir eftir sprengingar á tveimur herflugvöllum í Rússlandi. Báðir vellirnir eru í hundruð kílómetra fjarlægð frá landamærunum að Úkraínu; nærri borginni Ryazan og í Saratov. Þrír eru sagðir hafa látist og fimm særst þegar eldsneytistankbifreið sprakk í loft upp á herstöðinni hjá Ryazan. Þá eru tveir sagðir hafa særst á Engels-2 herstöðinni. Báðar herstöðvar hýsa langdrægar Tu-95 sprengjuvélar, sem hafa meðal annars verið notaðar gegn Úkraínu. Þá segir Guardian að kjarnorkuvopn séu geymd á Engels-vellinum, sem skjóta má frá orrustuþotunum. Orsakir sprenginganna eru óþekktar en Steven Rosenberg, ritstjóri hjá BBC í málefnum Rússlands, segir menn óneitanlega munu velta því fyrir sér hvort Úkraínumenn standi að baki atvikunum. Rússneska fréttastofan Baza hefur greint frá því að loftárás hafi verið gerð á Engels-herstöðina og fréttastofan Astra segir tvær Tu-95 vélar hafa skemmst. Hvorug fréttastofa vitnar í heimildir. Úkraínumenn eru ekki taldir eiga vopnakerfi sem gætu dregið svo langt inn í Rússland. Þess má geta að í síðustu viku var greint frá því að gervihnattamyndir sýndu aukna umferð á Engels-vellinum. Der Spiegel birti myndirnar, sem virðast sýna um tuttugu orrustuþotur undirbúnar fyrir enn eina árásina á Úkraínu. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta hafa verið upplýstan um sprengingarnar. Peskov sagðist ekki hafa nánari upplýsingar um málið. Sprengingarnar áttu sér stað í morgun en í kjölfarið hafa Rússar skotið fleiri en 100 stýriflaugum frá landi og sjó. Úkraínumenn voru hvattir til að leita skjóls í sprengjubirgjum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Þrír eru sagðir hafa látist og fimm særst þegar eldsneytistankbifreið sprakk í loft upp á herstöðinni hjá Ryazan. Þá eru tveir sagðir hafa særst á Engels-2 herstöðinni. Báðar herstöðvar hýsa langdrægar Tu-95 sprengjuvélar, sem hafa meðal annars verið notaðar gegn Úkraínu. Þá segir Guardian að kjarnorkuvopn séu geymd á Engels-vellinum, sem skjóta má frá orrustuþotunum. Orsakir sprenginganna eru óþekktar en Steven Rosenberg, ritstjóri hjá BBC í málefnum Rússlands, segir menn óneitanlega munu velta því fyrir sér hvort Úkraínumenn standi að baki atvikunum. Rússneska fréttastofan Baza hefur greint frá því að loftárás hafi verið gerð á Engels-herstöðina og fréttastofan Astra segir tvær Tu-95 vélar hafa skemmst. Hvorug fréttastofa vitnar í heimildir. Úkraínumenn eru ekki taldir eiga vopnakerfi sem gætu dregið svo langt inn í Rússland. Þess má geta að í síðustu viku var greint frá því að gervihnattamyndir sýndu aukna umferð á Engels-vellinum. Der Spiegel birti myndirnar, sem virðast sýna um tuttugu orrustuþotur undirbúnar fyrir enn eina árásina á Úkraínu. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta hafa verið upplýstan um sprengingarnar. Peskov sagðist ekki hafa nánari upplýsingar um málið. Sprengingarnar áttu sér stað í morgun en í kjölfarið hafa Rússar skotið fleiri en 100 stýriflaugum frá landi og sjó. Úkraínumenn voru hvattir til að leita skjóls í sprengjubirgjum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira